Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.03.2020, Qupperneq 60

Fréttablaðið - 12.03.2020, Qupperneq 60
Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Mið-f lokksins, er byrjuð að höndla með not-aða, sjaldgæfa og jafnvel stjórnmála- sögulega tískuvöru á því sem hún kallar „Sölutorg Vigdísar Hauks- dóttur“ á léttum nótum í samtali við Fréttablaðið. Sölutorgið var opnað, ef svo má að orði komast, með stæl í fyrradag á Facebook-síðu borgarfulltrúans með þessum orðum: „Sendið mér skiló með verðhugmynd ef þið fallið fyrir þessum glæsigripum,“ sem eru tilkomumikil leðurstígvél, kennd við Gyðja Collection, og rúskinns- t aska frá Ralph Lauren sem reynist þegar betur er að gáð mögulega vera pólitískur safngripur. Ríkisbudda Ralphs Lauren „Taskan er notuð,“ segir Vigdís um dömuveskið sem haldið hefur utan um fjölda viðkvæmra mála. „Hún er mjög notuð. Þetta er þingmanna- taskan mín, eiginlega, ef einhver vill.“ Sjálf fjárlaganefndarformanns- taskan? „Já, þetta er hún. Akkúrat. Þetta er hún,“ segir Vigdís sem því miður gat ekki með góðu móti látið blika á niðurskurðarhnífsblaðið í til dæmis Efstaleitinu í rosabullunum með vígalegum stálhælunum. Þau hafa nefnilega aldrei passað henni almennilega og eru því svo gott sem ónotuð. Sjóræningjastígvél? Að hinum ágæta Ralph Lauren ólöstuðum vekja stígvélin sem Sig- rún Lilja Guðjónsdóttir hannaði helst athygli sem Vigdís er fyrst núna að frétta að er stóra systir Dóru Bjartar, oddvita Pírata og eins höfuðandstæðings hennar í borginni. „Ha? Ég veit það ekki … Ertu að segja mér það? Já, heimurinn er lítill og Ísland er fámennt greinilega. Ég vissi það ekki. En það er alveg sama hvaðan gott kemur en ef það er Píratalykt af stígvélunum þá eru þau kannski ekki eins falleg … Nei djók,“ segir Vigdís og hlær. „Píratarnir eru f lippaðir í klæðaburði. Algerlega. En það sem mér finnst standa upp úr í þessum f lottu stígvélum eru hælarnir. Þeir eru geggjaðir. Vigdís stígur ekki framar í stálhælana Vigdís Hauksdóttir vill losna við leður- stígvél kennd við Gyðju, systur eins höfuð- andstæðings hennar í borginni. Stígvélin eru þó bara of víð og hún vill ekki hætta á fótbrot þótt hún stigi ekki borgarlínudans. Séð&heyrt hefði látið „Takið eftir stígvélunum!“ duga. Vigdís tók spegla­ sjálfu af mögnuðu skótauinu að loknum fræðslufundi um borgarlínu. „Þetta eru alveg þrusu „boots“ og bara ótrúlega, ótrúlega flott,“ segir Vigdís. Áður en hún ákvað að selja þau hafði hún íhugað að „kannski væri bara rétt að ramma þau inn og hafa þau uppi á vegg. Þau eru svo falleg og vöru­ merkið Gyðja var mjög vin­ sælt á sínum tíma.“ Vigdís í réttum sporum „Þetta eru mjög flott stígvél og eru orðin mjög sjaldgæf, myndi ég ætla, enda voru þau nú sjald- gæf fyrir vegna þess að ég fram- leiddi þau í litlu magni á sínum tíma. Þannig að þetta er alveg einstakt tækifæri,“ segir Sigrún Lilja Guðjónsdóttir, skóhönnuður og framkvæmdastjóri Gyðja Col- lection, og hlær þegar hún lítur yfir löngu farinn veg. Henni telst til að hún hafi sent þessa tilteknu línu frá sér fyrir áratug eða svo. „Þarna var ég svo- lítið mikið í því að gera öðruvísi hæla. Stígvélin voru með stál- hælum með svona glerbrotum í. Það var alls konar svona í gangi og mikið af demöntum. Það var svo gaman að pimpa skóna upp með flottum hælum,“ segir Sigrún Lilja og greinilegt er að þær Vigdís Hauksdóttir standa í sömu djúpu hælaförunum í þessum efnum. Hún segir það ekkert leyna sér þegar „maður er á flottum hælum og svo er ég bara alger hrafn og rosalega hrifin af öllu sem glitrar og það sést alveg í öllu sem ég geri og hef gert“. Sigrún Lilja segist ekki muna nákvæmlega hvað stígvél eins og Vigdísar seldust á þegar hún lagði línurnar með þeim en giskar á að verðið hafi verið um 35.000 krónur sem gróflega reiknað og án ábyrgðar væri um 50.000 á núvirði. „Vissi hún nokkuð hver ég var?“ spyr Sigrún Lilja og skellir upp úr spurð um væringar borgarfull- trúanna Vigdísar og litlu systur hennar, Dóru Bjartar. „Við Dóra erum náttúrlega rosalega ólíkar á allan hátt en erum engu að síður bestu, bestu vinkonur og eins nánar og mögulegt er,“ segir stígvélagyðjan og bætir við að Vigdís sé því þrátt fyrir allt réttum megin tískulínunnar. „Í klæðaburði erum við Dóra eins ólíkar og hugsast getur þannig að ég hugsa að það sé ljóst að Vigdís er nokkuð örugg,“ segir Sigrún Lilja og bætir við að hún sé engan veginn pólitísk en hins vegar tengi brennandi áhugi þeirra systra á andlegri og líkam- legri rækt þær saman. – þþ Systurnar Sigrún Lilja skóhönnuður og Dóra Björt borgarfulltrúi. Vigdís íhugar að selja fleiri flíkur. „Græna kápu formanns fjárlaganefndar, frá því ég vann kosningasigurinn 2013, og þá röndóttu sem ég var í þegar ég sigraði borgarstjórnarsætið. Þessi gula og bláa. Ég hef fengið fyrirspurn um hana sem var ítrekuð eftir einhverja smáfrétt um að ég væri búin að grenn­ ast. Ég hugsa að þessar tvær fari á sölutorg Vigdísar Hauksdóttur næst.“ Þetta er gegnheill málmur með þessum glerbrotum inni í. Þetta er ótrúlega smart. Ég veit ekki hvernig hún fór að þessu,“ segir Vigdís sem var ekki búin að selja stígvélin þegar Fréttablaðið náði henni á fundi skipulagsnefndar í gær. Klassísk Vigdís Aðspurð segist Vigdís ekki hafa þungar áhyggjur af því að missa af kaupanda á meðan hún stendur í fundaþrasi við systur Gyðjunnar og aðra meirihlutafulltrúa. „Ef ég er föst á fundum þá bara hringi ég til baka. Það er bara svoleiðis.“ En er þetta ekki svolítið lýsandi f yrir æðibunugang inn í þér að kaupa stígvél sem eru einu númeri of stór? Er það ekki klassísk Vigdís Hauksdóttir? „Jú, ég er svolítið fyrir að hugsa bara „já já“ og að ég hljóti að geta notað þetta,“ segir hún og segist gjörn á að láta skeika að sköpuðu. „Og keypti þau af því þau voru svo fögur.“ En þegar Vigdís fór að skoða málið betur, það er að segja máta stígvélin í rólegheitum heima, þá „birtist staðreyndin mér og að þau væru of stór á mig,“ segir Vigdís sem gengur í skóm númer 38 en fjárfesti í stígvélunum númer 39. „Þannig að ég tók loksins eðli- lega lokaákvörðun akkúrat núna þegar ég var að taka til í skápunum vegna þess að ég er búin að grenn- ast svo rosalega mikið. Ég gat verið í þeim en hef bara mátað þau og gengið í þeim heima. Þau eru alveg ónotuð og ég fór aldrei neitt í þeim. En ég hefði getað sloppið en núna þegar ég er búin að grennast svona mikið þá bara skrölta þau á mér og ég ætla nú sko ekki að fara að fótbrjóta mig í þeim því þetta þarf alveg að passa að fætinum þegar maður er á svona hælum.“ Hinsti línudansinn „Ég var bara orðin allt of feit. Ég fitnaði um leið og ég tók sæti í borgarstjórn. Það gerðist það sama á þinginu,“ segir Vigdís þegar hún er spurð hvað kom til. „Þetta er svo mikil kyrrsetuvinna og þá læðast kílóin aftan að manni og setjast á mann. Svo bara ákvað ég 1. mars í fyrra að fara bara í átak og á lág- kolvetnafæðu og hreyfa mig mjög mikið þannig að þetta bar þennan svakalega f lotta árangur. Það er allt hægt þegar viljinn er fyrir hendi.“ Ertu bara að rótast í skápum og rekast á svona eitthvað til að selja? Það er ekkert hart í búi hjá borgar- fulltrúanum er það? „Nei, Guð hjálpi þér! En ég er sko að taka þátt í sem sagt þessari bylgju sem er núna í samfélaginu sem er að endurnýta hluti og þá er mjög eðlilegt að ganga alla leið í því og bjóða fólki til kaups það sem maður á og gengur síðan í endur- nýjun lífdaga á einhverri annarri f lottri konu en mér,“ segir Vigdís, sem er þannig stokkin á endur- vinnsluvagninn af jafn heilum hug og hún tekur ekki í mál að teika borgarlínuna umdeildu. Talandi um línudansa þá er nú Framsóknarf lokkurinn svolítill línudansf lokkur þannig að það má kannski spyrja hvort þú hafir hugsað stígvélin í slíkt? „Ég er í Miðf lokknum og hef aldrei stundað línudans,“ svarar Vigdís ákveðið. „Það er kannski minn fyrsti og síðasti línudans að skipta úr Framsókn í Miðf lokkinn. Minn hinsti línudans var að fara á milli.“toti@frettabladid.is 1 2 . M A R S 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R40 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð LÍFIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.