Fréttablaðið - 14.03.2020, Síða 10

Fréttablaðið - 14.03.2020, Síða 10
COVID-19 Starfsmenn Strætó hafa ekki tekið eftir breytingu á fjölda farþega eftir að COVID-19 farald- urinn kom til landsins. Það er þó einungis byggt á tilfinningu vagn- stjóranna sjálfra en tölur hafa ekki borist. Stjórn Strætó ákvað á fundi sínum í gær að heimila að farþegar gangi um borð í vagnana að aftan. Er það gert til að vernda vagnstjóra. Jóhannes Rúnarsson f ram- kvæmdastjóri segir að fundað sé daglega um stöðuna og að Strætó f ylg i þeim f y r ir mælu m sem almannavarnir setja. En fjölmargir hafa hringt í fyrirtækið og spurst fyrir um viðbrögð. Ýmsum mögu- leikum hefur verið velt upp komi til þess að ástandið versni. „Við getum ekki látið vagnstjórana vinna í fjar- vinnu eða starfsmenn á verkstæði. Skrifstofufólkið getur það en það er ekki það fólk sem er í mestri áhættu,“ segir Jóhannes. Brýnt er fyrir bæði starfsmönn- um og farþegum að gæta hreinlætis. Vagnstjórar eru bæði með spritt og sótthreinsiklúta í vögnunum og vagnarnir eru þvegnir daglega, þá sérstaklega snertifletirnir. Þá standi vagnarnir stundum óhreyfðir í 4 til 5 klukkutíma, sem er umfram það sem veiran getur lifað utan manns- líkama. Jóhannes segir hins vegar að sprittaðstaða fyrir farþega hafi ekki verið sett upp. „Það er ófram- kvæmanlegt, við erum með um 40 þúsund innstig á hverjum degi. Við hvetjum fólk til að komast hjá því að snerta tiltekna f leti, nema þá á ákveðinn hátt,“ segir Jóhannes. „Það er tiltölulega einfalt að ýta á bjöll- una með olnboganum.“ Tveir starfsmenn Strætó hafa nú þegar þurft að fara í sóttkví. Einn vagnstjóri sem hafði verið á ferða- lagi í Kína í janúar og er nú kominn aftur til starfa og einn starfsmaður á skrifstofu er nú í sóttkví eftir að hafa verið í skíðaferð í Austurríki, en er einkennalaus. „Við hvetjum fólk til að nota ekki almenningssamgöngur ef það finnur fyrir einkennum,“ segir Jóhannes. Þá er mælst til þess að fólk dreifi ferðum sínum og ferðist utan háannatíma, hafi það tök á því. Einnig að það dreifi sér innan vagna, og miðað við óformlega könnun Fréttablaðsins í gær virðist fólk fylgja því. Borgir heimsins hafa nú þegar eða eru að koma upp áætlunum til að takast á við útbreiðslu í almenn- ing ssa mgöng u m. A lgeng u st u aðferðirnar eru sótthreinsun og þrif á hverjum degi. Ef miðað er við hefðbundna faraldurssjúkdóma, svo sem inflúensu, sýnir rannsókn sem gerð var í New York árið 2018 að  fjögur prósent smits verða í neðanjarðarlestakerfinu þó að þar sé þéttleiki fólks mikill. kristinnhaukur@frettabladid.is Það er tiltölulega einfalt að ýta á bjölluna með olnboganum Jóhannes Rúnarsson, framkvæmda- stjóri Strætó Leigubílastöðin Hreyfill gerir athugasemdir við að ekki sé gert ráð fyrir því að stöðin hafi aðstöðu á nýju Hlemmtorgi. 34% Fullorðinna Íslendinga drakk áfengi í hverri viku á síðasta ári Miðstöð íslenskra bókmennta auglýsir eftir umsóknum um Nýræktarstyrki Fyrir skáldverk höfunda sem eru að stíga sín fyrstu skref á ritvellinum. Umsóknarfrestur er til 15. apríl 2020 Allar nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð á islit.is/styrkir/nyraektarstyrkur/ .  Aðalfundur VR verður haldinn miðvikudaginn 25. mars 2020 kl. 19.30 á Hilton Reykjavík Nordica. VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | S. 510 1700 | WWW.VR.IS Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf, lagabreytingar og ákvörðun um innborgun í VR varasjóð. Dagskrá og frekari upplýsingar er að finna á vr.is Fólk forðist snertingu og dreifi strætóferðum Starfsfólk Strætó fundar á hverjum degi um stöðuna vegna COVID-19 og hefur gert ráðstafanir, svo sem þrif vagna. Þá er fólk hvatt til að sitja ekki þétt og ferðast utan álagstíma. Tveir starfsmenn Strætó hafa þurft að fara í sóttkví. Vagnstjórar eru allir með sprittbrúsa og klúta. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI STJÓRNSÝSLA Stækkun Hlemmtorgs og nýtt umferðarskipulag svæðisins var auglýst dagana 16. desember til 29. janúar síðastliðinn. Allnokkrar athugasemdir bárust frá íbúum og hagsmunaaðilum en í þeim hópi eru leigubílstjórar Hreyfils sem og embætti lögreglustjórans á höfuð- borgarsvæðinu. Í athugasemdum Hreyfils, sem Mörkin lögmannsstofa kom á fram- færi, er gagnrýnt að ekki sé gert ráð fyrir því að Hreyfill hafi nokkur stæði til umráða á svæðinu eins og nú er. Er vísað til þess að Hreyfill hafi selt Reykjavíkurborg fast- eignir og lóðarréttindi við Hlemm og Kalkofnsveg árið 1969 og í kaup- samningi komi fram að fyrirtækið ætti að fá bifreiðastæði og hús- næðisaðstöðu á Rauðarárstíg 2. Í deiliskipulagsbreytingunum felist eignarnám Reykjavíkurborgar og fyrir það verði að greiða bætur. Í umsögn umhverfis- og skipu- lagssviðs Reykjavíkurborgar við athugasemdirnar er þessari túlkun vísað á bug og fullyrt að afnota- réttur Hreyfils hafi aðeins verið tímabundinn. Athugasemd lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu er á þá leið að deiliskipulagstillagan skapi vand- kvæði fyrir þjónustu lögreglunnar og neyðarakstur til og frá lögreglu- stöð. Aðkoma að stöðinni sé veru- lega torvelduð og mikil slysahætta geti skapast, því að sérrein fyrir hjólandi  á að liggja næst útakstur- hliði lögreglustöðvarinnar. Á það sérstaklega við neyðarakstur lög- reglu inn og út af svæðinu en aðal- fangageymsla LHR er í húsinu. Í svari skipulagsyfirvalda kemur fram að tillit verði tekið til athuga- semda lögreglu. Reynt verði að rýma sjónása til og frá porthliðinu með f lutningi þess. Þá er stungið upp á að koma fyrir blikkljósum við hjólreiðastíga sem yrðu virkj- aðir við neyðarútköll. – bþ Löggan og leigubílstjórar hnýta í nýtt Hlemmtorg SAMFÉLAG Árið 2019 sögðust um það bil 86 prósent fullorðinna Íslendinga hafa drukkið að minnsta kosti eitt glas af áfengum drykk síðustu 12 mánuði og 34 prósent sögðust drekka áfengi í hverri viku. Þetta kemur fram í nýútgefnum Talnabrunni, fréttabréf i Land- læknis um heilbrigðisupplýsingar. Um tíu þúsund svör Íslendinga liggja að baki niðurstöðunni. Þá sögðust 26 prósent svarenda hafa orðið ölvaðir einu sinni í mán- uði eða oftar síðastliðna 12 mánuði og fellur um fjórðungur Íslendinga þar með undir þá skilgreiningu að vera með skaðlegt neyslumynstur áfengis, svonefnda áhættudrykkju. Niðurstaða rannsóknarinnar leiðir í ljós að 25 prósent karla og 22 prósent kvenna falla undir undir þá skilgreiningu að vera með skaðlegt neyslumynstur á áfengi en árið 2018 var hlutfallið um 29 prósent meðal karla og 22 prósent meðal kvenna. Sé þetta hlutfall heimfært upp á þjóðina alla má gera ráð fyrir að karlmönnum með skaðlegt neyslu- mynstur hafi fækkað um 5 þúsund milli þessara tveggja ára eða farið úr um 40 þúsund niður í 35 þúsund, mest í aldurshópnum 18 til 34 ára. Segir í fréttabréfinu að ætla megi að áfengisneyslumynstur um 30 þúsund kvenna sé skaðlegt. – jþ Áhættudrykkja karla minnkar Stækkun Hlemmtorgs er á teikni- borðinu. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR 1 4 . M A R S 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R10 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.