Fréttablaðið - 14.03.2020, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 14.03.2020, Blaðsíða 20
NOKKRAR AF KVIK- MYNDUM OKKAR HAFA UNNIÐ TIL VERÐLAUNA Á STÓRUM HÁTÍÐUM OG VERIÐ NEFNDAR AF MÖRGUM GAGNRÝNENDUM Á LISTA YFIR BESTU MYNDIR ÁRSINS 2019. Um eins konar bransa-hátíð er að ræða, en með henni var Kvik-myndahátíð Reykja-víkur, sem haldin var frá árinu 1978 til 2001, endurvakin undir nýju nafni. Hátíðin er kvikmynda- og ráð- stefnuhátíð fagfólks í kvikmynda- bransanum og er ætlað að styrkja og efla iðnaðinn. „Stockfish, eða skreið, var um ára- bil helsta útflutningsvara Íslands. Sem bransahátíð, með það mark- mið að styrkja og efla kvikmynda- iðnaðinn, er þannig verið að vísa í það markmið að gera íslenska kvikmyndagerð að stærstu útflutn- ingsvöru þjóðarinnar,“ segir Rósa Ásgeirsdóttir, viðburðastjóri í Bíói Paradís. Krossa fingur fyrir næsta ár „Aðsóknin hefur aukist hægt og rólega í gegnum árin, eins og er venjan með nýjar hátíðir, og náðist mesta aðsóknin í fyrra, 2019. Sagt er að hátíð nái almennilegri fótfestu eftir sjö ár, þannig að við krossum fingur um að fá að halda sjöundu útgáfu af Stockfish í Bíói Paradís á næsta ári,“ segir Rósa, en eins og fram hefur komið í fjölmiðlum er framtíð Bíós Paradís óráðin, enda leiguverð hækkað verulega. Rósa segir 26 titla sýnda á hátíð- inni í ár ásamt sex stuttmyndum í stuttmyndakeppni. „Áhersla er lögð á að fá verðlaunakvikmyndir sem hafa vakið athygli á liðnu ári en komust ekki í bíóhús hérlendis. Samhliða því að Stockfish nái ákveðinni fótfestu í menningar- dagskrá Reykjavíkur, hefur þó orðið meira af því að kvikmyndagerðar- fólk hafi samband við hátíðina til að sýna verk sín. Þannig frum- sýnum við alls fjórar kvikmyndir á hátíðinni í ár, tvær íslenskar, eina kanadíska og eina breska.“ Áhersla er lögð á fjölbreytni í vali kvikmynda, bæði hvað varðar inni- hald þeirra og bakgrunn. „Við bein- um sérstakri athygli að evrópskum myndum, en hátíðin er alþjóðleg og er því líka að finna þar kvikmyndir frá Suður-Ameríku, Norður-Amer- íku, Asíu og Afríku.“ „Nokkrar af kvikmyndunum okkar hafa unnið til verðlauna á stórum hátíðum og verið nefndar af mörgum gagnrýnendum á lista yfir bestu myndir ársins 2019. Má þar nefna þrjár kvikmyndir sem unnu til verðlauna á Cannes: hinar brasilísku Bacurau og Invisible life og hina frönsku It must be heaven. Einstakir persónuleikar „Við höfum verið í samstarfi við hátíðina Nordisk Panorama og völdum inn á dagskrá okkar þrjár af verðlaunaheimildamyndum þeirra til að sýna á Stockfish. Mynd- irnar þrjár eru jafnólíkar og þær eru spennandi. Q's Barbershop, sem var opnunarmynd Stockfish og fjallar um rakarann Q , sem allir í hverf- inu leita til í nýja hársnyrtingu og einlæg ráð. Margir af kúnnum Q eru innflytjendur í Danmörku, eins og hann sjálfur, og geta þeir því rætt um áhyggjur sínar og erjur í rakara- stólnum. Skreiðarhátíð í Paradís Kvikmyndahátíðinni Stockfish Film Festival & Industry Days var hrundið af stað í Bíói Paradís nú fyrir helgi og stendur til 22. mars. Þetta er í sjötta sinn sem hátíðin er haldin. Valgerður Guðnadóttir hefur heldur betur slegið í gegn í hlutverki sínu sem Mamma Klikk í samnefndri sýningu Gaf l- araleíkhússins. Þegar er orðið upp- selt á fimmtíu sýningar og ekkert lát á vinsældum, en á sunnudag er síðasta sýning í bili vegna samko- mubanns. Hvað ertu að lesa? Epic hikes of the world og að endur- lesa Blindu eftir José Saramago sem fjallar um bráðsmitandi blindu sem gjörbreytir samfélaginu. Síðasta kvikmynd sem þú horfðir á? Parasite. Hún var frábær í öllum skilningi þess orðs. Hvað kæmi fólki á óvart í fari þínu? Mér finnst mjög gott að vera ein, ég get verið óþolinmóð og stundum þrælleiðinleg, ég er gömul sál og hef yndi af að ráða krossgátur í kross- gátublöðum eins og gamla fólkið. Hvaða orð eða setningu ofnotarðu? Ægilega, ægilega skemmtilegt, ægi- lega leiðinlegt, ægilega fyndið – og svo framvegis. Hver er uppáhalds skyndibitinn? Er ekki mikil skyndibitakona en ætli það sé ekki Serrano eða Subway. Hvaða daglega verkefni myndirðu helst útvista? Tiltektum og þvottum. Hvað lærðirðu nýtt í síðustu viku? Til dæmis tvö lög; Söng farmanns- ins og lag með Spice Girls fyrir gigg sem frestaðist. Nú og svo komst ég að því að orðið hvinnskur þýðir þjófóttur. Hvaða rétt eldarðu oftast? Lax með kryddjurtum og hvítlauk. Ég stilli á „salmon with herbs“ á ofn- inum og ofninn sér um þetta. Hvaða hlut gætirðu ekki verið án? Linsa og gleraugna þar sem ég er með mínus 8.5 og án þeirra myndi ég steypast á hausinn ofan í hljóm- sveitargryfjuna svo dæmi sé tekið. Hver er sætasta syndin? Súkkulaði og lakkrís, helst saman. Gömul sál sem er stundum þrælleiðinleg Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is Valgerður Guðnadóttir er Mamma Klikk í samnefndri sýningu sem byggð er á bók Gunnars Helgasonar. Rósa Ásgeirsdóttir segir hátíðinni ætlað að styrkja og efla kvikmyndaiðnaðinn. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Humanity on trial er mögnuð frásögn um Salam Aldeen sem var ákærður fyrir smygl á fólki, eftir að hafa aðstoðað f lóttafólk sem strandaði á gúmmíbátum við Grikkland, oft nær dauða en lífi. Sú þriðja, Lindy the return of Little Light, fjallar um sænska lista- manninn Lindy Larsson og hvernig hann á fullorðinsárum leitar í sitt annað sjálf sem hann hafði skapað í barnæsku til sigrast á djöflum úr fortíð sinni. Allar þrjár heimildamyndirnar eru einlægar portrett-myndir af einstökum persónuleikum sem hver á sinn hátt tákna tíðarandann á Norðurlöndunum og í Evrópu almennt í dag. Annar þáttur í þessu samstarfi við Nordisk Panorama er pallborðsumræða um stöðu heim- ildamyndagerðar á Norðurlöndum. Þar verður farið yfir möguleika á frekara samstarfi milli Norður- landanna bæði í grasrótar-kvik- myndagerð og heimildamyndum.“ Frumsýna tvær íslenskar heimildamyndir Tvær íslenskar heimildamyndir verða frumsýndar á hátíðinni, Eins og málverk og Guðríður hin víð- förla. Eins og málverk er heimilda- mynd um Eggert Pétursson málara, leikstýrt af Gunnlaugi Þór Péturs- syni. „Í henni njótum við leiðsagnar Þóru Ellenar Þórhallsdóttur grasa- fræðings, sem sameinar upplifun okkar á íslenskri náttúru og f lóru- mengi blómamynda Eggerts. Svo verður einnig sérstök frumsýning á heimildamynd Önnu Dísar Ólafs- dóttur, The Far Traveller, eða Guð- ríður hin víðförla, sem rekur sögu Guðríðar Þorbjarnardóttur, víð- förlustu konu miðalda.“ 1 4 . M A R S 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R20 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð HELGIN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.