Fréttablaðið - 14.03.2020, Síða 27

Fréttablaðið - 14.03.2020, Síða 27
Opið virka daga frá kl. 8.30 - 18 og á laugardögum frá kl. 11 - 14. Einnig má panta vörur í gegnum síma 520 3002. Tæki færi Bakstursofn, iQ700 Fullt verð: 199.900 kr. Tækifærisverð (svart stál): HB 874GCB1S 157.900 kr. Stórt 71 lítra ofnrými. 13 hitunaraðgerðir, þar á meðal 4D-heitur blástur. Hraðhitun. Kjöthitamælir. Nákvæm hitastýring frá 30 – 300° C. TFT-skjár með texta. Brennslusjálfhreinsun. Orkuflokkur Spanhelluborð, iQ500 Fullt verð: 189.900 kr. Tækifærisverð: ED 877FSB5E 139.900 kr. Með svörtum stálhliðum og slípuðum framkanti. Fjórar spanhellur, þar af „combiZone“-hella: Tvær hellur sem nota má hvora í sínu lagi eða saman fyrir stór ílát. Snertisleði. Breidd: 81,2 sm. Espressó-kaffivél Fullt verð: 189.900 kr. Tækifærisverð: TE 655203RW 149.900 kr. Útbýr helstu kaffidrykki með einum hnappi. Hraðvirk upphitun. Kaffikvörn úr keramík. Snertiskjár með myndum. Þrýstingur: 19 bör. Flóar mjólk sjálfvirkt. Þvottavél, iQ700 Fullt verð: 174.900 kr. Tækifærisverð: WM 16W468DN 134.900 kr. Vindur upp í 1600 sn./mín. Kolalaus mótor með 10 ára ábyrgð. Sérkerfi: Útifatnaður, skyrtur, blandaður þvottur, mjög stutt kerfi (15 mín.), viðkvæmt/ silki, ull o.fl. Tekur mest 8 Orkuflokkur 10 ára ábyrgð á iQdrive mótornum. Uppþvottavél, iQ700 Fullt verð: 199.900 kr. Tækifærisverð (stál): SN 478S36TS 159.900 kr. 14 manna. Zeolith®-þurrkun. Átta kerfi, þar á meðal hraðkerfi á 60° C (klukkustund). Fimm sérkerfi, meðal annars tímastytting. Hljóð: 39 dB. Hnífaparaskúffa og -karfa. „aquaStop“- flæðivörn. Orkuflokkur Zeolith® þurrkun Atom Hangandi ljós Fullt verð: 36.900 kr. Tækifærisverð: AN15906-15 27.900 kr. Tæki fæ ri Kælitæki / Uppþvott avélar / El dunartæki / Þvottavé lar og þurr karar / Ljó s / Ryksug ur / Kaffivé lar / Smátæ ki / Pottar og pönnu r Hjá okkur f ærðu gæð atæki frá S iemens, Bo sch og Gaggen au. Heimili stæki, stór og smá, ljó s, pottar og p önnur í mik lu úrvali. Fjöldi glæs ilegra tæk ja á sérstö ku tilboðsv erði. Sölusýning laugardag inn 7. mars . Þann dag veitum við afslátt af ö llum vörum sem eru ek ki þegar á afslætti. Opið frá kl . 10 til 16. ALDIN Biodome Borgargarðinum ALDIN Biodome er ætlað að rísa í Löngugróf í suðurjaðri Elliðaárdals. Garðinum er ætlað að bjóða upp á heilandi upplifun innan um gróður allan ársins hring. Aðalstarfsemin mun fara fram undir visthvelfingum sem skiptast í þrjú meginrými: Dalbæ, garðyrkjurými undir torf- þaki og svo matjurtaskógana Laufás og Hraunprýði með annars vegar Miðjarðarhafs- og hins vegar hitabeltisloftslagi. MYND/© SPOR Í SANDINN / WILKINSONEYRE ARCHITECTS mun tryggja að við séum að gera vel á sem flestum sviðum, bæði í upp­ byggingu og í framhaldinu í rekstri.“ Gagnrýni á framkvæmdirnar Hugmyndin hefur mætt mismiklum skilningi og hafa tilteknir hópar lýst yfir áhyggjum af atriðum eins og mögulegri ljósmengun og nálægð byggingarinnar við Elliðaárnar. „Ég lít á þetta sem eðlilegan hlut sem gert er ráð fyrir í skipulagsferli og ég hef hlustað mjög vel á gagnrýni og hönnunarteymið brugðist við henni þannig að hún hefur að mörgu leyti bætt verkefnið. Til lengri tíma litið held ég að flestir geti fundið sig sem einhvers konar sigur vegara. Byggingin verður utan verndarsvæðis Elliða­ árdalsins og á ekki að hafa nein áhrif á ána. Verkefnið er í eðli sínu byggt á sjálf bærnimarkmiðum á öllum sviðum, svo að það að skaða umhverfið væri í hreinni andstöðu við markmið þess. Við ætlum að bæta umhverfið – á öllum sviðum. Við elskum Dalinn og viljum styðja við hann og gera betri.“ Hjördís segir að ljósmengun muni ekki verða vandamál enda rækt­ unin mikið niðurgrafin. „Hátækni­ ræktun verður undir torfþaki og því truflar lýsingin frá henni ekkert.“ Mótstaðan hefur tekið á Hjördís segir hægagang stjórnsýsl­ unnar oft geta reynst frumkvöðlum erfiður og mótstaðan hafi jafnframt tekið á. „Þetta hefur oft verið erfitt og ég hef alveg orðið vonsvikin en þá hjálpar að vera með gott samstarfs­ fólk, fjölskyldu og vini sem virka hreinlega eins og áttavitar og beina manni í réttar áttir. Ég viðurkenni að síðasta sumar rakst ég á vegg og orkan var eigin­ lega búin. Ég þurfti að fá hjálp og var vel fram á haustið að ná mér.“ Hjördís þurfti að hægja á taktinum og til dæmis hætta að hlaupa og fara frekar í langa göngutúra úti við. Hún leitaði bæði til læknis og sálfræðings og hlær að því að aldrei hafi neitt neikvætt komið út úr blóðpruf­ unum. „Það er svo skondið hvernig við erum alltaf í þessu áþreifanlega en svo er það kannski bara sálin sem gerir líkamann þreyttan. Sálin þarf svo mikinn stuðning í þessum nútíma heimi og það á ALDIN Bio­ dome að gera – að hlúa að sálinni. „Ég viðurkenni að þetta tók á, ég er mannleg og er svona að ná dampi núna.“ Höfuðstöðvar Amazon innblástur Hjördís segist hafa sótt töluverðan innblástur til Biosphere­höfuð­ stöðva Amazon í Seattle, „Work­ place of the Future“. „Það er gróður­ sæll vettvangur fyrir starfsmenn Amazon, en þeir hafa opið fyrir almenning vissa daga í mánuði, því fólk langar að sjá og upplifa. Einn­ ig er Eden Project í Cornwall mjög mikill innblástur ásamt Gardens by the bay í Singapore sem mínir arkitektar hönnuðu. Svo eru mörg smærri verkefni í Hollandi jafn­ framt að þróast þar sem matvæla­ ræktun er færð nær fólki án óþarfa­ umbúða.“ Aðspurð hvað drífi hana áfram svarar Hjördís: „Þessi löngun til að skapa heilbrigðara borgar­ umhverfi. Jákvæða leið til að lifa. Ég hef fundið hversu gott það er að geta fengið stuðning til að hugsa vel um sig, borða vel og gera vel. Það er bara frekar flókið og ég hef trú á að ALDIN geti verið griðastaður fyrir svo marga í þessu sambandi.“ Hvað með gróðasjónarmið? „Þau drífa mig ekki áfram þó verk­ efnið verði að vera arðbært, það er partur af sjálf bærnihugtakinu. En hins vegar er ég búin að leggja allt undir og verð að fá það til baka, fyrir mig og börnin mín.“ Nú þegar tilskilin leyfi eru komin segist Hjördís bjartsýn á að klára fjármögnun innan fjögurra mánaða. „Þá taka við um fjórir til sex mánuð­ ir í að klára alla hönnunarvinnu og loks ætti uppbyggingin að taka um tvö ár. „Ég er bjartsýn á að við getum opnað í upphafi árs 2023.“ H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 27L A U G A R D A G U R 1 4 . M A R S 2 0 2 0
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.