Fréttablaðið - 14.03.2020, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 14.03.2020, Blaðsíða 28
Veg na y f ir vofa nd i Bíóparadísarmissis endu r sý nu m v ið hér leiftur ljúfsárra bíóminninga sem eru eina lífsmarkið á föllnum tjöldunum í bíóhöll eilífðarinnar. Austurbæjarbíó Snorrabraut 1947-2002 Kvikmyndahúsið var opnað í október 1947. Ég hef ætíð elskað þig og Hótel Casablanca, I’ve Always Loved You og A Night in Casablanca, voru fyrstu myndirnar sem þar voru sýndar. Þangað til Árni Samúelsson opnaði Bíóhöllina í upphafi níunda áratugarins og mölbraut alíslenska og rótgróna skiptareglu kvik- myndahúsanna í Reykjavík sýndi Austurbæjarbíó myndir frá Warner Bros. Þannig að þar fór til dæmis Clint Eastwood hamförum með Magnum .44, öf lugustu skamm- byssu veraldar, á lofti í myndunum og löggutuddann Dirty Harry. Bo Derek tryllti einnig lýðinn í Austurbæjarbíói í 10 eftir Blake Edwards og löngu áður gerði ofur- töffarinn Paul Newman slíkt hið sama sem Cool Hand Luke. Sambíóakóngurinn Árni Samú- elsson eignaðist Austurbæjarbíó 1985 og nafni þess var breytt í Bíó- borgin tveimur árum síðar. Bíó- borgin var fyrsta kvikmyndahúsið á Íslandi til að státa af THX-hljóð- kerfi og þar voru Cape Fear, Lethal Weapon 2 og Ace Ventura: Pet Dete- cive sýndar svo eitthvað sé nefnt. Gamla bíó Ingólfsstræti 1927-1980 Húsið, sem síðar hýsti Íslensku óperuna, var reist 1927 yfir starf- semi Reykjavíkur Biograftheater, „gamla bíós“ og var rekið sem slíkt til 1980 þegar það varð óperuhús. Fyrsta kvikmyndin sem varpað var á tjald hússins var Ben Húr með Ramon Novarro. Gamla bíó var lengi vel varnar- þing Walt Disney á Íslandi og þar mættu spenntir bíógestir á öllum aldri til dæmis til fundar við refinn Hróa Hött og fleiri Disney-hetjur úr dýraríkinu og jafnvel mannheimum líka í til dæmis The Treasure of Matacumbe með Peter Ustinov, að ógleymdri risastórmyndinni Á hverfanda hveli, Gone With the Wind. Nýja bíó Lækjargötu 1912-1987 Nokkrir athafnamenn stofnuðu Nýja bíó 1912 sem var fyrst í gömlum veitingasal í austurenda Hótels Íslands. Nafnið fékk bíóið til aðgreiningar frá nágrannanum, gamla bíóinu, Reykjavíkur Bio- graftheater, í Fjalakettinum. Sum- arið 1920 f lutti Nýja bíó í nýrisið hús á mörkum Austurstrætis og Lækjargötu. Nýja bíó lifir ekki síst í ljúfum bernskuminningum þeirra sem eru komnir vel á miðjan aldur og fóru sínar fyrstu ferðir til vetrar- brautar langt, langt í burtu þar sem á öðrum tíma gerðust slík undur og stórmerki að ekkert þeim líkt hafði nokkru sinni sést á kvikmynda- tjaldi, hvorki á Íslandi né annars staðar, þegar Star Wars hóf leika sem enn sér ekki fyrir endann á. Lífs-myndir meistara Þráins Bert- elssonar sem óneitanlega mörkuðu tímamót í íslenskri gamanmynda- gerð gengu fyrir fullum sal í Nýja bíói þar sem ævintýri Þórs og Danna hófust með frumsýningu Nýs lífs á nýársdegi 1984. Vinsæld- unum fylgdi Þráinn síðan eftir með Dalalífi og Löggulífi. Árni Samúelsson er frekur til fjörsins í bíósögu Íslands og árið 1986 tók hann Nýja bíó á leigu, kallaði það Bíóhúsið og reyndi til skamms tíma að leggja áherslu á menningarlegar, evrópskar „mánu- dagsmyndir“ en magnaðasta mynd- in sem sýnd var undir merkjum Sambíóanna er án efa Blue Velvet sýra Davids Lynch. Kvikmyndasýningar lögðust af í húsinu 1987 og þar var síðar opnað- ur skemmtistaðurinn Tunglið sem fuðraði eftirminnilega upp 30. júlí 1998 þegar húsið gjöreyðilagðist í eldsvoða. Tónabíó Skipholti 1962-1987 Tónabíó tók við af Trípólíbíói sem Tónlistarfélag Reykjavíkur rak á Melunum í vesturbæ Reykjavíkur. Gamanmyndin Some Like It Hot, Enginn er fullkominn, með Mari- lyn Monroe, Tony Curtis og Jack Lemmon, var fyrsta myndin sem sýnd var í bíóinu sem annars sýndi aðallega myndir frá United Artists. Þannig áttu lengi vel Clouseau lögregluforingi, í myndunum um Bleika pardusinn, og James Bond lögheimili á Íslandi í Skipholti 33. Tónabíó sýndi einnig fyrstu þrjár myndirnar um hnefaleikarann Rocky og hina margrómuðu spag- hettívestra Sergio Leone með ungum Eastwood í hlutverki teppa- lagða byssumannsins nafnlausa. Halla fór undan fæti 1987 en þá tóku nýir eigendur, sem urðu gjaldþrota tveimur árum síðar, við. Síðasta kvikmyndin sem sýnd var í Tónabíói var sá annars ágæti unglingahrollur April Fool’s Day, Fyrsti apríl. Stórstúka Íslands keypti Tónabíó, breytti því í Vinabæ þar sem bingó hafa verið haldin síðan 1990. Stjörnubíó Laugavegi 1949-2002 Fyrsta mynd Stjörnubíós var Bon- nie Prince Charlie, Sagan af Karli Skotaprins, frá 1948 með David Niven í aðalhlutverki. Kvikmynda- húsið sýndi myndir frá Columbia Pictures og sýningaskráin í gegn- um tíðina er býsna tilkomumikil en þar börðu Íslendingar augum myndir eins og Rock Around the Clock, Brúna yfir Kwai, Byssurnar í Navarone og hina dásamlegu norsku leikbrúðumynd Flåklypa Grand Prix frá 1975. Flestar myndir Óskars Gíslason- ar voru frumsýndar í Stjörnubíói en aðrar íslenskar sem þar gengu eru til dæmis Morðsaga, eftir Reyni Oddsson, Eins og skepnan deyr, eftir Hilmar Oddsson, Börn náttúrunnar, eftir Friðrik Þór Friðriksson, og Ingaló, eftir Ásdísi Thoroddsen. Myndir leikstjórans Woody A llen vor u margar sý ndar í Stjörnubíói jafnvel þótt eigandi kvikmyndahússins hafi undir lok síðustu aldar látið hafa eftir sér að aðsóknin stæði varla undir text- unarkostnaðinum. Kvikmyndasýningum í Stjörnu- bíói var hætt snemma árs 2002 og húsið var rifið áður en árið var úti og á rústum þess stendur nú bíla- stæðahúsið Stjörnuport sem með nafni sínu bergmálar dauft glæsta fortíð sem minnisvarði um hvað eftir stendur þegar listin víkur fyrir markaðsöf lunum. Regnboginn Hverfisgötu 1977-2009 Regnboginn þótti mikið undur þegar hann var opnaður enda fyrsta fjölsalakvikmyndahúsið í Reykjavík og segja má að hann lifi enn sem einhvers konar menning- arlegt kraftaverk. Við enda Regnbogans fannst nefnilega Bíó Paradís sem hefur verið sem vin í þeirri bíóeyði- mörk sem áður blómlegur miðbær Reykjavíkur var með perlunum Gamla, Nýja og Stjörnu. Margir hafa bíódagar lit sínum glatað Blikur eru á lofti þannig að bíógaldra og hugmyndafræðilegar brellur gæti þurft til að bjarga síðasta kvikmyndahúsinu í 101 frá því að enda í bíóhöll minninganna. Bíóprógrömmin eru skemmtilegar heimildir um líflega bíódaga liðinna áratuga þótt minningar um ferðir í horfin kvikmyndahús séu oft tregablandnar, ekki síst þegar Paradísarmissir vofir yfir. Þórarinn Þórarinsson thorarinn@frettabladid.is 1 4 . M A R S 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R28 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.