Fréttablaðið - 14.03.2020, Síða 62

Fréttablaðið - 14.03.2020, Síða 62
Síðan í gær er allt breytt. Ég missti einhvern veginn stjórnina á sjálfri mér, líf-inu og bara öllu. Ég kom illa fram við eina af sam-starfskonum mínum, lét skapið stjórna mér og svo bara hrundi allt. Þannig hefst bókin Konan sem datt upp stigann – saga af kulnun – eftir Ingu Dagnýju Eydal, hjúkrunar- fræðing og söngkonu á Akureyri. Fyrsti kaflinn er dagbókarbrot frá febrúar 2016. Við lestur bókarinnar fáum við að skyggnast í dagbókina af og til og fylgjast með baráttunni við kvíða og ofþreytu en líka bata- ferli. Á blaðsíðunum þar á milli er saga Ingu Dagnýjar allt frá barnæsku og hugleiðingar hennar um orsakir og afleiðingar. Á ýmsu gengur en húmorinn er skammt undan. „Lífið fer oft bara sínu fram, ég er að verða búin að læra það,“ segir Inga Dagný þegar ég hringi í hana norður og falast eftir viðtali. Hún segir huga sinn oft dálítið ofvirkan. „Það mundi maðurinn minn, hann Friðrik Jónsson, að minnsta kosti segja. Ég er afar heppin með hann en hann horfir stundum á mig svo- lítið ringlaður og spyr: „Bíddu, hvar erum við núna?“ Lætur þetta allt þó yfir sig ganga, glaður. Hann er sönnun þess í mínu lífi að lukkan getur komið seint en hún er ekki verri fyrir það.“ Inga Dagný kveðst hafa mikla sköpunarþörf og bókin hennar er gott dæmi um það. Hún segir hvatann að henni vera veikindin sem helltust yfir hana fyrir fjórum árum, þegar hún upplifði það að vera útbrunnin. „Þegar ég var sem veikust reyndi ég að halda dagbók til að henda einhverjar reiður á því af hverju hlutirnir væru eins og þeir væru. Þegar frá leið og líðanin batn- aði fór ég að lesa þessi dagbókarbrot og velta fyrir mér hvort hægt væri að nýta þau til að setja sjúkdóms- einkennin í samhengi við annað.“ Upplifði að vera útbrunnin Streita getur valdið langvarandi veikind­ um. Því hefur Inga Dagný Eydal, hjúkrun­ ar fræðingur og söngkona, kynnst. Saga hennar, Konan sem datt upp stigann – saga af kulnun, er nýkomin út hjá Forlaginu/JPV. „Ég fór að hugsa um kynslóðirnar, af hverju við sem tilheyrum miðaldrakynslóðinni værum að lenda í kulnun,“ segir Inga Dagný. MYND/AUÐUNN NÍELSSON mat á að hve miklu leyti sá rammi sem hún reyndi að passa inn í, sé rótin að hennar vandamálum „Í þeirri sjálfsvinnu sem kom í fram- haldi af því að veikjast fór ég að skyggnast aftur í tímann. Við konur tókum því sem gefnu að karlmaður- inn væri aðalnúmerið, við áttum að vera litlar, ljúfar og sætar, með ljósa hárið og allt það, penar og dömu- legar. Ég var ekki svona en reyndi of boðslega mikið til þess. Þó var engin pressa heima, hún var bara í þjóðfélaginu allt um kring. Maður hjó af sér hæl og tá, eins og í Ösku- buskusögunni, til að passa líkam- lega og hugarfarslega inn í þetta módel – sem er staðall sem enginn getur eiginlega uppfyllt og á ekkert að reyna. Það er kjarninn í þessu öllu að við þurfum að vera við sjálf, eins og við erum, bæði strákar og stelpur, konur og karlar.“ Sextán ára hóf Inga Dagný að syngja með hljómsveit föður síns, Ingimars Eydal og stóð þar sína plikt f lestar helgar næstu tuttugu árin. Það jók henni þó ekki sjálfs- traust að standa uppi á sviði og syngja. „Ég elskaði að syngja og geri enn, þó ég sé fyrir löngu hætt að vera söngkona að atvinnu. Að vera á sviði var eitthvað sem mitt fólk gerði og sviðið var fyrir mér eins og hver annar vinnustaður. Það að búa til tónlist með góðu fólki var alltaf skemmtilegt en sjálfs- traust hafði ég ekki.“ Hún bendir á að hrósmenning sé frekar ný í samfélaginu. „Á Akureyri var ekki mikið vera að hrósa á árum áður, og örugglega ekki á Íslandi yfirleitt. Það þótti bara ýta undir að fólk gæti ofmetnast og héldi að það væri eitt- hvað. Pabbi minn var þó duglegur að hrósa fyrir það sem vel var gert og honum fannst vera fagmennska. En ég hef örugglega sjálf kæft það hrós innra með mér, ekki fundist ég verðskulda það.“ Árangursmiðað þjóðfélag Það er sláandi að lesa í bókinni hvernig starfsferli Ingu Dagnýjar sem hjúkrunarfræðings í stjórn- unarstarfi lauk. Nú eru fjögur ár síðan og hún hefur ekki hugmynd um hvað var á tölvuskjánum þegar hún gekk út, og hvaða erindum hún átti ósvarað. „Það týndist allt í ein- hverri ringulreið og örvæntingu,“ rifjar hún upp. „Ég átti reyndar eftir að prófa að fara í hálfa vinnu en var alltof veik til þess og bakkaði út úr þeirri tilraun. Maður missir niður allt streituþol og úthald til að beita sér af einhverju viti þegar örmögnun á sér stað. Maður verður bara eitthvað mjúkt og viðkvæmt og orkan fer öll í að halda sér á f loti yfir daginn. En ég fékk góða aðstoð til endur- hæfingar sem ég hefði ekki viljað vera án. Það er veittur góður stuðn- ingur, sérstaklega við að koma sér aftur í að vera vinnuhæfur, því við lifum í árangursmiðuðu þjóðfélagi. Það telst ekki nóg að fólki líði vel, enda kostar endurhæfing mikið. En ekki viljum við vera samfélag með öryrkja sem eru óhamingjusamir vegna þess að þeir geta ekki unnið. Það er enginn gróði af því. Því þarf að styðja við manneskjur þó þær nái ekki því viðmiði að geta unnið launavinnu. Ef líðan fólks er góð fer það að leita annarra leiða til að tjá sig og skapa og reyna að verða sér og öðrum að gagni.“ Sjálf kveðst hún hafa verið leit- andi að lesefni um streitu og kulnun og orsakir þeirra. „Ég fór að hugsa um kynslóðirnar, af hverju við sem tilheyrum miðaldrakynslóðinni værum að lenda í kulnun, hvernig ungu konurnar með börnin lítil, meistaranámið og starfsferilinn koma út úr lífinu og hvernig kyn- slóðunum á undan okkur hafi reitt af; konum með full hús af börnum, konum sem lentu í alls konar sorgum og erfiðleikum sem mátti ekki einu sinni tala um. Þær urðu auðvitað líka veikar, það hét bara ekki kulnun þá heldur taugaáfall, móðursýki og hystería. Mér fannst fróðlegt að velta þessu fyrir mér og ákvað að athuga hvort Forlagið hefði áhuga á að ég ynni áfram með efnið, fékk góðar undirtektir og rit- stjórn Oddnýjar Jónsdóttur.“ Við slógum hvergi af Inga Dagný segir athyglisvert að skoða kulnun út frá fleiri hliðum en vinnuálagi. „Fólk örmagnast í per- sónulegum aðstæðum, í slæmum hjónaböndum, með langveik börn og við erfiðar félagslegar aðstæður. Konum á mínum aldri er tamt að reyna að passa inn í einhver form sem samfélagið skapar. Ég er fædd 1963 og mamma benti mér á að ég og mín kynslóð kvenna væri eigin- lega sú fyrsta sem gerði þær kröfur á sig sjálfar að af la sér háskóla- menntunar, eiga árangursríkan feril í atvinnulífinu, gæta þess að börnin njóti allra sinna tækifæra og gera líka allt sem hennar kynslóð gerði, taka slátur, baka sjö sortir fyrir jólin og halda öllu í röð og reglu. Við slóg- um hvergi af, bara bættum á okkur. Ég vona sannarlega að konur séu hættar að bæta við þetta stóra kven- lega samviskubit sem við virðumst hafa komið okkur upp í aldanna rás.“ Hún nefnir líka útlitskröfurnar sem eru gerðar til kvenna og erfitt er að standast. „Ég fór ekki varhluta af slíkum fordómum, svo stór og mikil sem ég hef alltaf verið.“ Erfitt segir Inga Dagný að leggja Gunnþóra Gunnarsdóttir gun@frettabladid.is ÞAÐ ER KJARNINN Í ÞESSU ÖLLU AÐ VIÐ ÞURFUM AÐ VERA VIÐ SJÁLF, EINS OG VIÐ ERUM, BÆÐI STRÁKAR OG STELPUR, KONUR OG KARLAR. 1 4 . M A R S 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R30 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.