Fréttablaðið - 14.03.2020, Side 70

Fréttablaðið - 14.03.2020, Side 70
Konráð á ferð og ugi og félagar 395 „Jæja þá, tvær nýjar sudoku gátur,“ sagði Kata glottandi. „Nú er ég orðin svo góð í að leysa sudoku gátur að við skulum koma í kapp um hver verður fyrstur til að leysa þær,“ bætti hún við. „Allt í lagi,“ sagði Konráð. „Til er ég.“ Lísaloppa var líka góð í að leysa sudoku gátur svo hún var alveg til í keppni. „Við glímum öll við þær báðar og þá kemur í ljós hversu klár þú ert orðin,“ sagði hún. „En ég vara ykkur við, ég er orðin mjög klár,“ sagði Kata montin. „Við getum byrjað á þessari léttari,“ sagði Lísaloppa. „Þeirri léttari fyrst,“ sagði Kata hneyksluð. „Ekki ég, ég byrja á þeirri er‡ðari fyrst,“ sagði hún og glotti. „Ég yrði ‰jótari en þið bæði til samans þótt þær væru báðar þungar.“ Kata var orðin ansi klár. En skildi hún vera svona klár? Heldur þú að þú g etir ley st þessar sudoku gátur h raðar e n Kata? ? ? ? 8 4 6 8 7 5 6 2 1 7 6 7 3 4 2 2 7 9 5 3 1 1 4 3 8 9 2 6 3 8 9 7 1 5 3 8 1 9 4 7 9 4 6 8 6 1 9 7 8 7 4 3 4 6 3 1 9 9 6 8 1 4 5 8 Þorlákur Flóki verður að bursta tennurnar, fara í föt og greiða sér, til að muna að hann sé ekki sófadýr þegar hann er í sóttkví. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Þorlákur Flóki Níelsson, níu ára, er einn þeirra Íslendinga sem eru í sóttkví þessa dagana. Hann var í sinni fyrstu skíðaferð, í héraðinu Garmisch-Partenkirchen í Þýska- landi, í síðustu viku en fjölskyldan var öll við hestaheilsu síðasta fimmtudagskvöld. Hvernig líður þér að vera svona innilokaður, Þorlákur Flóki? Bæði illa og vel. Við erum ekkert að hósta eða svoleiðis. En ég var eina viku í burtu og saknaði vina minna ótrú- lega mikið, ég gat ekki hitt þá neitt, bara talað við þá í gegnum On-line tölvuleik, og núna þegar ég er í sóttkví í tvær vikur sakna ég þeirra rosalega. Ertu á náttfötunum allan daginn? Nei, við verðum að bursta tennurn- ar, fara í fín föt og greiða okkur til að muna að við séum ekki sófadýr. Hvað gerið þið svo á daginn? Ég er í heimaskóla með litla bróður mínum. Pabbi og mamma eru bæði að kenna okkur. Alltaf í heima- skólanum þá vinnum við í tuttugu mínútur og svo er frjáls tími í tutt- ugu mínútur. Hvað varstu að læra í dag? Ég var að reikna á klukku. Svo vorum við líka að lesa. Ertu duglegur að lesa? Já, ég klár- aði að lesa 217 blaðsíður á þremur dögum. Það var dagbók Kidda klaufa - Randver kjaftar frá. Hún er rosaskemmtileg. Eigið þið nóg af mat að borða? Við fáum stóra bróður minn eða nágrannana til að færa okkur mat. Bróðir minn var ekki með okkur á skíðunum. Ætlarðu að gera eitthvað sérstakt í sóttkvínni fyrir utan að vera í heimaskóla? Ég ætla að horfa á eitthvað á Netflix, til dæmis How to train your dragon og Race to the egg. Máttu fara út? Ég má fara út í garð en það má enginn nema fjölskyld- an koma nær mér en tvo metra. Kannski förum við út í sveit, í bústaðinn hans afa. Hvernig var á skíðunum? Það var rosagaman. Ég fékk einkakennara með bróður mínum í einn dag, svo fór pabbi að kenna okkur. Við fórum niður risabrekkur og pabbi kenndi mér að sveigja, þá klessir maður ekki og dettur ekki. Svo fór ég sikksakk í plóg, þá snúa odd- arnir á skíðunum saman. Pabbi og kennarinn kölluðu það pitsu, því það er eins og pitsusneið í laginu Af hverju heitir þú Þorlákur Flóki? Ég átti bara að heita Flóki en af því ég fæddist á Þorláksmessu þá kallaði afi minn í móðurætt mig svo mikið Þorlák og þess vegna var nafninu mínu breytt í Þorlák Flóka. Líður bæði illa og vel ALLTAF Í HEIMASKÓL- ANUM ÞÁ VINNUM VIÐ Í TUTTUGU MÍNÚTUR OG SVO ER FRJÁLS TÍMI Í TUTTUGU MÍNÚTUR. Hvað er það sem lengist og styttist í senn? Hvað er það sem sekkur í sæ en blotnar ekki? Hvað er samsett úr mörgum götum en getur þó haldið vatni? Hvaða hestur hefur aldrei verið folald? Gátur Fugl vikunnar: Auðnutittlingur Auðnutittlingurinn er einn þeirra fugla sem dvelja á Íslandi yfir veturinn, er sem sagt stað- fugl. Hann er einn af minnstu fuglum landsins, stélið er stutt og goggurinn líka. Það er auðvelt að þekkja hann því hann er með rautt enni. Að öðru leyti er hann grábrúnn með dökkar rákir á hliðunum. Auðnutittlingurinn er fimur flugfugl. Utan varptímans fer hann oft í hópum frá einum stað til annars og syngur skærri röddu Di-djídd di- djídd di - djídd. Hann er spakur,heldur sig í skógum landsins og trjágörðum og fræ eru hans uppáhaldsfæða. Hreiðrið er strákarfa og í það verpir kvenfuglinn fjórum til sjö litlum eggjum og liggur á þeim þar til ungarnir koma eftir tíu til tólf daga, karlfuglinn færir henni mat á meðan. Foreldrarnir mata ungana á skordýrum en eftir tíu til fjórtán daga fljúga ungarnir úr hreiðrinu og fara að bjarga sér sjálfir. Heimildir: Fuglar í náttúru Íslands og Íslenskur fuglavísir Auðnutittlingurinn kann vel að meta matargjafir. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Svör: Ævin, sólin, svampur, rugguhestur 1 4 . M A R S 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R38 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð KRAKKAR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.