Fréttablaðið - 14.03.2020, Síða 74

Fréttablaðið - 14.03.2020, Síða 74
ÉG ER STUNDUM AÐ TALA VIÐ GAMALT FÓLK SEM SEGIR VIÐ MIG: ÉG MAN EKKI NEITT. EN UM LEIÐ OG ÉG SÝNI ÞVÍ MYNDAALBÚM SEGIR ÞAÐ: ÉG SKAL SEGJA ÞÉR SÖGUNA AF ÞESSU. Hér er búið að koma upp opinni rannsóknarstofu, segir Goddur. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Guðmundur Oddur Magnússon, Goddur, vinnur nú að áhuga­verðu rannsóknar­verkefni, en opin vinnustofa því tengd hefur verið opnuð í Hönnunarsafni Íslands í Garðabæ. Verkefnið hefur heitið Íslensk myndmálssaga. Spurður um verkefnið segir Goddur: „Ég fékk styrk til þess að taka saman íslenska myndmáls­ sögu í prentuðu efni. Eftir útgáfu Guðbrandsbiblíu urðu myndir og texti viðskila í prentverki og það var ekki fyrr en um miðja 19. öld að farið var að tengja saman myndir og texta upp á nýtt. Í rannsókn minni er ég að skoða endurfundi mynd­ máls og texta hér á landi undir lok 19. aldar. Þarna er um að ræða þá tegund af myndmáli sem list­ fræðingar hafa aldrei haft mikinn áhuga á.“ Að horfa á mynd Goddur er spurður af hverju list­ fræðingar hafi ekki haft áhuga á þessu myndmáli. Hann segir: „Vegna þess að það varðar ekki fag­ urlistir heldur hagnýtar listir, eins og framsetningu á pólitík, það var til dæmis vinsælt að nota myndir af Jóni Sigurðssyni á hvað sem var, því í fyrstu vissu fáir hvernig hann leit út. Myndmálið sem hér er um að ræða eru auglýsingar og áróður og myndir, til dæmis á utan á dósa miðum, kaffipakkningum og bókarkápum. Það sem er fyrir framan fólk daglega, eins og umbúðir utan um sultukrukkur, mjólkurvörur eða bókarkápur, læðist inn í undir­ meðvitundina. Ef þú sérð á full­ orðinsárum æskumynd af þér þá klökknarðu af því tengingin er svo sterk en þú tárast ekki yfir málverki sem þú sást fyrir fimmtíu árum. Ég er stundum að tala við gamalt fólk sem segir við mig: Ég man ekki neitt. En um leið og ég sýni því mynda­ albúm segir það: Ég skal segja þér söguna af þessu. Það að horfa á mynd vekur upp svo sterkar minn­ ingar og frásögu. Það er þetta form af þekkingu sem við höfum ekki enn þá getað kortlagt almennilega, en það er hægt að sjá og horfa á sögu frá svo mörgum sjónarhornum.“ Systur Fjallkonunnar Í vinnustofu Godds í Hönnunar­ safninu má sjá fjöldann allan af prentuðu efni og mun fleira á eftir að bætast við. „Við byrjuðum eftir styrkveitinguna á því að fara í allt smáprentasafnið í Þjóðarbók­ hlöðunni sem var óflokkað. Þarna fundum við mikið af umbúðum og sýnishornum úr smáprenti. Þetta eru einblöðungar, notaðir sem hálf­ gerð dreifirit til að auglýsa vörur eða samkomur, og svo eru hluta­ bréf. Þjóðernisbaráttunni er stöð­ ugt laumað að, eins og í myndum af Fjallkonunni. Margir áttuðu sig ekki á því að Fjallkonan er ekki íslensk heldur á systur úti um allt og sú elsta er Marianne sú franska, sem var notuð sem táknmynd fyrir þá sem voru að berjast fyrir lýðveldi gegn einveldi konunga.“ Opið hús Goddur segir að myndmál hafi komið hingað meira frá Bretum en öðrum þjóðum. „Við Íslendingar eins og aðrar þjóðir fylgdum öllum stílbrigðum. Form urðu þá, eins og í dag, eins og hver annar rekaviður. Á þessari sýningu má sjá stílbreyt­ ingar frá nýklassík yfir í bresku handíðahreyfinguna, yfir í art nouveau, art deco og svo framvegis. Á einhverjum stað byrjar þetta og dreifist eins og gárur eftir steinkast en tekur svo á sig sína eigin mynd.“ Goddur segir að í safninu séu gjaf­ ir og verk sem tilheyra bókahönnun og fleiru sem eigi eftir að flokka og koma fyrir. „Hér er búið að koma upp opinni rannsóknarstofu og þótt sýningin hafi verið hugsuð í sambandi við HönnunarMars, þá er hún nú þegar komin í gang. Öllum er velkomið að líta hér inn.“ Endurfundir myndmáls og texta Guðmundur Oddur Magnússon, Goddur, vinnur að verkefninu Íslensk myndmálssaga. Skoðar endurfundi myndmáls og texta hér á landi undir lok 19. aldar. Opin rannsóknarstofa í Hönnunarsafni Íslands í Garðabæ. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is Glæpur við fæðingu, hin merkilega sjálfs­ævisaga uppistand­ arans og stjórnmálaskýr­ andans Trevors Noah, er í fyrsta sæti metsölulista Eymundsson þessa viku. Noah ólst upp í skugga aðskilnaðarstefnunnar í Suður­Afríku, sonur svar trar móður og hvíts föður. Bókin er einkar lipurlega skrifuð og sneisafull af eftirminnilegum lýsingum. Það sem gerir hana nánast ógleymanlega er hin sjálfstæða, litríka og óútreiknanlega móðir Noah. Hún trúir á Guð og  englana og það er því  vel við hæfi að bókin endar á kraftaverki. Í öðru sæti met­ sölulistans er Andlits­ lausa konan, fimmta bók Jónínu Leósdóttur um  eftirlaunaþegann Eddu. Skáldsaga Eiríks Arnar Norðdahl, Brúin yfir Tangagötuna,  er í þriðja sæti.  Fórnarlamb eftir  hinn danska Jussi Adler­Olsen er í því fjórða og Blekkingarleikur, glæpa­ saga Kristinu Ohlsson, er í því fimmta. – kb Noah og stórfengleg móðir á toppnum Jónína Leósdóttir, rithöfundur. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI FRÉTTIR, FÓLK & MENNING á Hringbraut og hringbraut.is Fylgstu með! 1 4 . M A R S 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R42 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð MENNING
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.