Fréttablaðið - 14.03.2020, Page 83

Fréttablaðið - 14.03.2020, Page 83
arionbanki.is Á næstu dögum og vikum tökumst við á við stóra áskorun. Við hjá Arion banka viljum benda á nokkur atriði sem snúa að bankaþjónustu og leiðir til að takast á við vandann í sameiningu. Þú finnur allar upplýsingar um greiðsluhlé, útibú og stafrænar leiðir á arionbanki.is. Tökumst á við þetta saman Greiðsluhlé íbúðalána Ef upp koma erfiðleikar við að standa skil á afborgunum á íbúðalánum vegna COVID-19 stendur til boða að gera hlé á þeim í allt að þrjá mánuði. Útibú Á næstunni mun færra starfsfólk sinna þjónustu í útibúum okkar en vanalega. Við biðjum viðskiptavini að takmarka heimsóknir í útibú eins og kostur er. Nýtum aðrar þjónustuleiðir Það er hægt að sinna næstum öllum almennum bankaaðgerðum í netbankanum og Arion appinu. Ef þú ert ekki komin(n) með Arion appið er núna rétti tíminn til að sækja það. Þjónustuverið er í síma 444 7000 og netspjall í boði á arionbanki.is. Því snertilausara því betra Öruggast er að greiða snertilaust með síma og snjallúrum. Einnig bjóða langflest greiðslukort upp á snertilausa virkni. Vörumst blekkingar Lögreglan varar sérstaklega við tilraunum til að hafa fé af fólki í tengslum við COVID-19, í gegnum síma, með svikasíðum og Instagramreikningum. Verum á varðbergi.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.