Fréttablaðið - 25.04.2020, Side 24

Fréttablaðið - 25.04.2020, Side 24
áherslu á að eldavélin væri á eyj- unni svo ég gæti hrært í pottum og stússast á meðan ég væri að tala við mitt fólk. Mér finnst líka óskap- lega notalegt að sitja á móti Inga og ræða málin þegar hann stendur yfir pottunum. Við stofnuðum líka Röggu&Ingabar í eldhúsinu en þangað geta vinir kíkt í vínglas og spjall eftir þörfum. Töfrarnir við borðstofuborðið Borðstofuborðið tengir saman eld- húsið og stofuna og þar gerast töfr- arnir. Það er óskrifuð regla að það sitja aldrei allir við matarborðið á matmálstíma. Tvíburarnir eru mjög fjörugir og ósjaldan er einn lagstur í sófann, annar kominn undir borð eða jafnvel einhverjir búnir að skipta um sæti. Þetta er borð- hald að mínu skapi – það er svo til- breytingarlaust ef allt er samkvæmt bókinni. Í stofunni er stór sófi, mikil birta og gott rými til að kúra og tala saman. Mér finnst ótrúlega dýr- mætt að börnin vilja enn þá skríða í mömmufang og það eru þessi litlu móment sem gera allt. Ragnhildur segir þau hjón hafa reynt að sýna hagsýni í fram- kvæmdunum. „Það krefst þolin- mæði og þrautseigju. Við erum orðin rosalega góð í að láta okkur dreyma um hina og þessa hluti og það býr til skemmtileg sameiginleg markmið. Það sem okkur finnst skemmtileg viðbót við þetta allt er lærdómur- inn sem börnin hafa dregið af þessu ferli. Hlutirnir gerast ekki á einni nóttu, það kostar að útbúa heimili og það er ekkert sjálfgefið að hafa rennandi vatn,“ segir hún að lokum. Stofan og eld- húsið liggja í kringum hlaðinn vegg og arin. Borð- stofuborðið tengir síðan saman eldhús- ið og stofuna. Hér finnst fjöl- skyldunni gott að vera. Ragnhildur segir eiginmanninn ekki hafa verið vissan um gyllta kranann en hann sé farinn að læra að hugmyndir hennar komi yfirleitt vel út . VIÐ ERUM ORÐIN ROSA- LEGA GÓÐ Í AÐ LÁTA OKKUR DREYMA UM HINA OG ÞESSA HLUTI OG ÞAÐ BÝR TIL SAMEIGINLEG MARKMIÐ. Framhald af síðu 23  2 5 . A P R Í L 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R24 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.