Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.05.2020, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 01.05.2020, Qupperneq 6
Við viljum bara fá staðfestingu á að það sé óhætt fyrir börnin okkar að vera þarna. Karl Óskar Þráinsson, formaður Foreldrafélags Fossvogsskóla Lögreglan á Suðurlandi gerði ásamt tæknideild lögreglunnar í síðasta mánuði ítarlega leit á heimili Seans. Að sögn lögreglunnar var íbúðin grandskoðuð en engin ummerki voru um að neitt saknæmt hefði átt sér stað þar. 450 milljónir króna fá íþrótta- hreyfingarnar í styrk vegna áhrifa faraldursins. REYKJAVÍK Foreldrafélag Fossvogs- skóla hefur leitað til lögmanns þar sem ekki berast svör frá Reykjavík- urborg um stöðu húsnæðis skólans. Borgin segir að svar muni berast á næstu dögum. Húsnæði Fossvogsskóla var lokað að hluta í mars í fyrra vegna myglu. Framkvæmdir við skólann kostuðu hátt í hálfan milljarð króna. Upp um mygluna komst í úttekt sem ráðist var í eftir að foreldrar kvört- uðu vegna veikinda barna. Ekki eru allir foreldrar sannfærðir um að búið sé að uppræta mygluna og sendi foreldrafélagið erindi á skóla- og frístundasvið þann 21. febrúar síðastliðinn þar sem óskað var eftir svörum um stöðu framkvæmda í skólanum, en þá var þeim ekki lokið. Ekkert svar hefur borist þrátt fyrir ítrekanir. Um miðjan mánuðinn sendi lög- maður foreldrafélagsins áskorun á borgarstjóra um að svara erindinu. Þar sem engin viðbrögð hafa borist við því hyggst foreldrafélagið leggja fram kæru til úrskurðarnefndar um upplýsingamál til að freista þess að fá svör. „Öll svið borgarinnar hundsa okkur og meirihluti kjörinna full- trúa þegir þunnu hljóði. Þá neyð- umst við til að leita til ytri eftir- litsaðila til að knýja fram svör. Þessi kæra er bara hluti af þeirri vegferð að fá samtal við borgina um hvort húsnæðið sem við sendum börnin okkar í sé öruggt eða ekki,“ segir Karl Óskar Þráinsson, formaður foreldrafélags Fossvogsskóla. „Við erum ekki að biðja um að öðrum hálfum milljarði sé eytt eða sprengja húsið til grunna. Við viljum bara fá staðfestingu á að börnin okkar séu óhult í höndum borgarinnar.“ Í svari Reykjavíkurborgar við fyrirspurn Fréttablaðsins segir að upplýsingarnar sem beðið var um séu byggingatæknilegs eðlis og því hafi fyrirspurninni verið vísað til umhverfis- og skipulagssviðs. „Svar þaðan hefur borist og for- eldrafélagið mun því fá svar á allra næstu dögum. Skóla- og frístunda- svið biðst velvirðingar á töfum sem hafa orðið á afgreiðslu svars en það hefur m.a. tafist vegna ýmissa aðstæðna í samfélaginu.“ – ab Foreldrar í Fossvogsskóla leita til lögmanns vegna svaraleysis LÖGREGLUMÁL Fiðluleikarinn Sean Bradley hvarf sumarið 2018. Hann hafði spilað með Sinfóníuhljóm- sveit Íslands í áratugi ásamt því að kenna við Tónlistarskólann í Hafnarfirði um árabil. Margrét Þor- steinsdóttir, fiðluleikari hjá Sinfóní- unni, kenndi og spilaði með Sean á sínum tíma. „Hann var svakalega hæfileikaríkur fiðluleikari,“ segir hún í samtali við Fréttablaðið. Helgi Bragason, fyrrverandi aðstoðar- skólastjóri tónlistarskólans, tekur í sama streng: „Hann var frábær lista- maður og er vonandi.“ Hvarf Seans bar til með vægast sagt dularfullum hætti. Sam- kvæmt heimildum Fréttablaðsins hafði hann mælt sér mót við vin- konu sína í júní 2018. Þau ætluðu að keyra saman til Reykjavíkur og fara í kirkju. Hann mætti hins vegar ekki og þrátt fyrir ítrekuð símtöl náði hún ekki í hann. Ekkert spurðist til hans um tíma og kom sonur hans meðal annars til Íslands til að heimsækja föður sinn. Hann fann hins vegar föður sinn hvergi. Sean sagði síðan við vini sína á sam- félagsmiðlum að hann væri kominn til Spánar. Önnur vinkona Seans á Suður- landi, sem vill ekki koma fram undir nafni, segir að hans sé sakn- að af þeim sem hann þekktu. „Við höfum saknað hans í nokkur ár,“ segir hún. „Það síðasta sem við heyrðum af honum, þá var hann á Spáni. Hann sagðist vera kominn í búdda-klaust- ur að stunda íhugun, hann hefði það gott og við ættum að láta hann í friði,“ segir hún og bætir við að þetta hafi komið þeim sem þekktu hann í opna skjöldu. „Það fannst okkur öllum mjög skrýtið því hann var ekki fyrir að f ljúga. Hann vildi helst ekki fara upp í f lugvél,“ segir hún. Sean er að sögn vina það f lughræddur að það hafi haldið honum frá því að heimsækja fjölskyldu sína á Bret- landseyjum. Sean er með gigt og hreyfiskertur sökum þess. Hann gat einungis gengið stuttar vegalengdir án stuðnings. „Svo hvarf hann bara af Facebook og við höfum ekki heyrt neitt,“ segir hún. Íslenska konan sem fór með Sean til Spánar bjó með honum á heimili hans um tíma en þau áttu ekki í rómantísku sambandi að því er Fréttablaðið kemst næst. Lögreglan ræddi við hana á heimili sínu á Sel- fossi en að sögn lögreglunnar liggur hún ekki undir grun. Lögreglan á Suðurlandi gerði ásamt tæknideild lögreglu ítarlega leit á heimili Seans í síðasta mánuði. Að sögn lögreglu var íbúðin grandskoðuð en engin ummerki voru um að neitt saknæmt hefði átt sér stað á heimili hans. „Við erum með allar rannsóknar- kenningar opnar í rauninni. Það eru sex kenningar sem geta komið upp þegar maður hverfur. Maður getur hafa veikst og lent einhver staðar inni á sjúkrahúsi, hann getur hafa ákveðið að láta sig hverfa, hann getur hafa verið drepinn, og svo framvegis. Það er í raun allt opið,“ segir Oddur Árnason, yfirlögreglu- þjónn á Suðurlandi og stjórnandi rannsóknarinnar. Rannsókn málsins stendur enn yfir en Oddur segir málið vera f lókið og erfitt til rannsóknar, sér- staklega þegar tilkynning berst lögreglunni meira en einu og hálfu ári seinna. „Það gerir allt erfiðara,“ segir Oddur. mhj@frettabladid.is Sean verið týndur í nær tvö ár „Hann var frábær listamaður og er vonandi,“ segir Helgi Bragason, fyrrverandi aðstoðarskólastjóri við Tónlistarskólann í Hafnarfirði sem Sean kenndi við um árabil. Þeir sem þekktu hann sakna hans sárt. Schwarzkopf Apollonia 1 E I T R I BY R L A Ð Á B E SSA ST Ö Ð U M Guðbrandur Jónsson SÖNN OG ÓHUGNANLEG ÍSLENSKT SAKAMÁL łł DAUÐASYNDIR Ókeypis um tíma § § Samkvæmt tilkynningu lögreglunnar var Sean skráður til heimilis að Austurvegi 34 á Selfossi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA SAMFÉLAG Íþrótta- og Ólympíu- sambandi Íslands verður falið að úthluta 450 milljóna króna stuðn- ingi ríkisins til íþróttahreyfingar- innar til þess að mæta áhrifum COVID-19. Tilkynnt var um undir- ritun samnings þessa efnis á vef stjórnarráðsins í gær. Auk þess verð- ur 50 milljónum úthlutað til æsku- lýðsfélaga á grundvelli umsókna þeirra. Stuðningurinn byggir á sam- þykkt Alþingis um fjárfestingarátak stjórnvalda til að vinna gegn sam- drætti í hagkerfinu í kjölfar heims- faraldursins. Hluti úthlutunarinnar kemur strax til framkvæmda á grund- velli reiknireglu en einnig verður úthlutað á grundvelli umsókna vegna sérstakra viðburða, móta og keppnishalds sem fellur niður vegna COVID-19. Auk þessa stuðnings við Íþrótta- og æskulýðshreyfinguna verður lögð fyrir Alþingi tillaga um 600 milljóna aukaf jár veiting u til sveitarfélaga vegna tímabundins stuðnings við fjölskyldur í erfiðri stöðu, svo tryggja megi jöfn tæki- færi barna og ungmenna til íþrótta- og tómstundastarfs í sumar. „Þá verður sérstaklega hugað að brottfalli úr íþróttum og verkefn- um sem hvetja viðkvæma hópa til íþróttaiðkunar,“ segir Lilja Alfreðs- dóttir mennta- og menningar- málaráðherra í tilkynningu á vef stjórnarráðsins. – aá ÍSÍ úthlutar styrkjunum Stúlkur leika sér á sparkvellinum við Laugarnesskóla í Reykjavík. Ljósmynd af Sean þegar hann spil- aði með Sinfóníuhljómsveitinni. 1 . M A Í 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.