Fréttablaðið - 01.05.2020, Side 24

Fréttablaðið - 01.05.2020, Side 24
Tæpt ár er síðan Steinn flutti búferlum með konu sinni Guðrúnu Árnýju Guðmundsdóttur og tveimur yngstu dætrum sínum frá Íslandi til Odense í Danmörku. „Það var kominn tími til þess að stækka þægindarammann og hægja á. Við vildum tengja fjöldskylduna sterkari böndum og eyða meiri tíma saman. Stressið var orðið ansi mikið og erum við sammála um að ætlunarverkið hafi tekist og gott betur. Stuttu síðar fluttu elsta dóttir okkar og tengdasonur út og eignuðust sína fyrstu dóttur í október. Fjölskyldan stækkar og dafnar hér í Danaveldi. Guðrún, konan mín, tók vinn­ una með sér og bætti við sig söng­ tækninámi hjá Complete Vocal Technique í Kaupmanna höfn. Sjálfur fékk ég leyfi frá Sýn hf. þar sem ég starfa sem yfirkokkur á veitingastað fyrirtækisins, Besta Bistró. Nú er ég kokkur á litl um veitingastað sem heitir Mølle Kroen, en staðurinn er einn virt­ asti veisluþjónustustaðurinn á Fjóni. Það má segja að staðurinn sé nánast í bakgarðinum en það tekur mig innan við mínútu að vippa mér í kokkagallann og labba í vinnuna,“ segir Steinn. Steinn ætlaði sér ekki að verða kokk ur fyrr en upp úr tvítugu. „Ég ætlaði aldrei að verða kokkur því ég ætlaði að verða atvinnumaður í fótbolta. Eftir grunnskólann fann ég mig ekki í menntaskóla og vann á dekkjaverkstæði í þrjú ár áður en köllunin kom. Eftir það var ekki aft ur snúið og ég er ekki frá því að ég verði meiri „matarnörd“ með árunum.“ Steinn byrjaði að læra kokkinn í Kaupmannahöfn 1995 og kláraði í Hótel­ og veitingaskólanum. „Eftir námið vann ég með frá­ bær um kokkum á mörgum af betri veitingastöðum lands ins, en var lengst af á Sjávar kjall ar­ anum sáluga. 2006 sigraði ég Matreiðslumann ársins og ári síðar hafnaði ég í 3. sæti í Mat­ reiðslu manni Norðurlanda. Þá var ég í íslenska Kokkalandsliðinu í nokk ur ár og fékk svo að standa á hliðarlínunni og miðla minni reynslu. Það eru forréttindi að vera orðinn þessi „gamli“ og fylgjast með öllum þessu flottu kokkum, læra meira og halda áfram að þróa sig sem matreiðslumaður,“ segir Steinn. Nú eru Danir farnir að dusta rykið af grillgræjunum. „Það vill svo skemmtilega til að grillið hef ur lítið farið inn hjá okkur því vet urinn hefur verið með mildara móti. Við fengum smá rigningu í byrjun árs en þetta hvíta sem angr að hefur marga heima hefur ekki látið sjá sig. Það má segja að grillið og garð­ urinn hafi bjargað fjöl skyldunni og kannski geð heils unni á þessu skrítnu tímum, en við höfum öll verið heima síðan í byrjun mars. Þá notum við tímann saman við grillið í tilraunastarfsemi. Ég er svo sem enginn ofurgrillari en finnst gaman að grilla. Nú er mark miðið að skipta út gasgrillinu fyr ir alvöru gott kolagrill og gefa sér meiri tíma í að mastera grillmatseldina.“ Þrjár ferskar, einfaldar og sumarlegar grillsósur Kasjúhnetusósa 2 dl kasjúhnetur 1 hvítlauksgeiri Rifinn börkur og safi úr ½ sítrónu ½ tsk. gott sjávarsalt 1½ -2 dl möndlumjólk (hægt að nota vatn líka) 1 msk. Dijon-sinnep m. hunangi 2 fínsaxaðir vorlaukar Malaður, svartur pipar (best að mala svartan pipar úr kvörn) Kasjúhnetur lagðar í vatn yfir nótt eða minnst 4 klst. Þá er vatn inu hellt af og þær settar í mat vinnsluvél með hvítlauk, sítr­ ónu, sjávarsalti, möndlumjólk og hunangssinnepi. Þegar sósan er orðin silkimjúk er vorlauknum bætt saman við hana. Smakkað til með pipar og salti. Þessi er algjör snilld með grill­ uðu grænmeti eins og sætum kart­ öflum, blómkáli, á salatið eða með grænmetisbuffinu. Geymist í allt að eina viku í lokuðu íláti í kæli. Kóríander-jógúrtsósa 200 g þykk, grísk jógúrt 1 tsk. malað cumin 1 tsk. reykt paprika 1 hvítlauksgeiri 1 tsk. þurrkað, malað kóríander ½ búnt ferskt kóríander 1 msk. hunang Rifinn börkur og safi úr ½ límónu Kóríanderolía ½ búnt kóríander 1 búnt steinselja 2 dl góð, bragðlítil matarolía Jógúrtin er hrærð saman við krydd, hunang, fínsaxaðan hvít lauk og grófsaxað kóríander og sós an smökk uð til með límónu, salti og kóríander­olíu. Kóríanderolía Olía og kryddjurtir sett saman í blandara í um 12 mín. eða uns hún hefur náð heiðgrænum lit. Þá er olían sigtuð í gegnum hreint viskastykki og er klár til að bragð­ bæta jógúrtsósuna. Rest ina af olíunni má nota ofan á sósuna eða á brakandi ferskt salat. Sósan er fersk og bragðmikil og smellpassar á kryddaðan grill aðan lax, skelfiskspjót eða hvaða grill­ aða fisk sem er. Eins er sósan góð með bragðmiklum mexíkóskum réttum. Sumarleg Chimichurri 2 msk. söxuð, fersk steinselja 2 msk. saxað, ferskt oreganó 2 msk. saxað, ferskt kóríander 2 msk. söxuð skessujurt (má sleppa) 1 fínsaxaður hvítlauksgeiri 1 vorlaukur í sneiðum ½ fínskorið rautt chili ½ tsk. þurrkuð, sæt paprika ½ tsk. mulið, þurrkað cumin ½ tsk. mulið, þurrkað kóríander 50 ml góð ólífuolía Rifinn börkur og safi úr ½ sítrónu 1 msk. gott eplaedik Sjávarsalt og malaður, svartur pipar (ferskur úr kvörn er bestur) Fínsaxið ferskar kryddjurtir og blandið saman í skál, ásamt fín söx­ uðum hvítlauk, vorlauk í sneið um og fræhreinsuðu chili. Setjið þurr­ krydd saman við og loks sítr ónu­ safa, olíu og edik. Smakkið til með salti og pipar. Þessi steinliggur með grill steik­ inni eða á grillað flatbrauð. Skessujurt fæst stundum í versl­ unum en með vorinu vex hún víða villt og hægt að fara út og tína hana. Þrjár gómsætar grillsósur Kokkurinn Steinn Óskar Sigurðsson sér fram á frábært grillsumar í Danmörku og deilir með les- endum þremur uppskriftum að einföldum og girnilegum grillsósum fyrir grillmatinn í sumar. Frá vinstri: Ingimundur Elí Jóhannsson, Salka Dögg Ingimundardóttir, Sandra Dögg Steindóttir. Á bekk: Dagný Sól Steinsdóttir, Steinn Óskar, Guðrún Árný Guðmundsdóttir og María Ósk Steinsdóttir. Simbi liggur fremst. Þrjár grillsósur fyrir sumarið. Jóhanna María Einarsdóttir johannamaria@frettabladid.is GARÐAR OG HELLULAGNIR Sérblað um garða og hellulagnir kemur út fimmtudaginn 7. maí Tryggðu þér auglýsingapláss í mest lesna blaði landsins Nánari upplýsingar um blaðið veitir: Jón Ívar Vilhelmsson, markaðsfulltrúi Fréttablaðsins. Sími 550 5654 /jonivar@frettabladid.is Garðar oG hellulaGnir Sérblað um garða og hellulagnir kemur út fimmtudaginn 27. apríl Áhugasamir geta haft samband við: Jón Ívar Vilhelmsson Sími 512 5429 joniv @365.i FERMINGARGJAFIR Fimmtudaginn 15. mars gefur Fréttablaðið út bráðsniðugt aukablað sem innheldur ótal hugmyndir að fjölbreyttum fermingargjöfum. Allir sem hafa fermst vita að dagurinn og ekki síst gjarnar lifa í minningunni um aldur og ævi. Tryg ðu þér gott auglýsingapláss í langmest le na dagblaði landsins. Upplýsingar hjá auglýsingadeild Fréttablaðsins í síma 512 5402 eða sendu okkur póst á netfangið serblod@frettabladid.is 4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 . M A Í 2 0 2 0 F Ö S T U DAG U R

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.