Fréttablaðið - 01.05.2020, Side 38

Fréttablaðið - 01.05.2020, Side 38
 ÞAÐ VEITIR EKKERT AF AÐ HRÆRA UPP Í OKKAR ÞJÓÐ Í SAMBANDI VIÐ ÍSLENSKT MÁL OG ÞANN MENNINGARARF SEM BRAG- FORMIÐ ER. Ný tvöföld virkni sem veitir hraða og langvarandi vörn gegn tannkuli. ALLT fyrir listamanninn Smáratorgi 1, 201 Kópavogi, sími 588 6090, vl@verkfaeralagerinn.is Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17 Verkfæralagerinn Mar er þriðja ljóða-bók Stefáns Þórs Sæmundssonar, íslenskukenn-ara í Mennta-s k ó l a n u m á Akureyri. Fyrsta ljóðabókin kom út fyrir þrjátíu árum og önnur ljóða- bók hans, Upprisa, kom út fyrir tæpu ári. Um Mar segir hann: „Heitið getur bæði tengst sjónum og marblettum á sál og líkama. Umfjöllunarefnin eru fjölbreytt. Það má segja að ég sé með alla lífsgátuna undir, enda er lífið margar gátur. Þa r na er u ber nsk u my nd ir, þarna er f jallað um þá stórsjói sem einstaklingar lenda í og þarna er líka ort um efri árin. Þarna er hyldjúpur sársauki enda kostar það erfiðleika að vera maður. Lífið býður upp á kvöl og pínu en einnig mikla gleði. Á kamelljónanótum Stefán segir að fólk eigi að hafa fullt frelsi til að túlka ljóðin sínum eigin skilningi. „Ég vil vara fólk við að tengja ljóðmælandann beint við mig, höfundinn. Ljóðmælandinn í þessum ljóðum er ekki einhver einn, hann er ungur, hann er eldri, hann er karl, hann er kona. Mér finnst alveg út í hött að mata fólk á skoðunum því reynsla og bak- grunnur einstaklinga er með ýmsu móti.“ Um form ljóðanna segir hann: „Ég er á kamelljónanótum þar, er með limrur, sonnettu og ferskeyttan hátt en líka og kannski meira óbundin ljóð og tilraunakennd form, lúmskt rím en samt óbundið. Þetta er eigin- lega hugarleikfimi fyrir lesandann. Það veitir ekkert af að hræra upp í okkar þjóð í sambandi við íslenskt mál og þann menningararf sem bragformið er og binda fróðleik og sannindi í ljóðform.“ Rafbækur á Facebook Stefán setti nýlega þrjár raf bækur á Facebook. „Á þessum fordæma- lausu tímum ákvað ég að hafa ofan af fyrir vinum og vandamönnum og setti á Fésbókina ljóð sem hafa orðið út undan í þessu brölti mínu. Síðan hef ég verið býsna duglegur við að taka myndir og fengið ágætis hrós fyrir þær þannig að ég efndi í tvær ljósmyndabækur, annars vegar um liti náttúrunnar og hins vegar um húsakynni. Núna eru margir að syngja og spila en ég er ekki góður í því, þannig að þetta er mitt framlag til þessara tíma.“ Hugarleikfimi fyrir lesandann Stefán Þór Sæmundsson sendir frá sér þriðju ljóðabók sína, Mar. Setti þrjár rafbækur á Facebook, ljóð og ljósmyndabækur. Það má segja að ég sé með alla lífsgátuna undir, segir Stefán.FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is Útgáfurétturinn að Vigdísi- B ó k i n n i u m f y r s t a konuforsetann eftir Rán Flygenring hefur verið seldur til Suður-Kóreu. Þýðing á kóreska titl in um er Nágranna kona mín er forsetinn: Saga Vigdísar, fyrsta kven forseta heims. Bókin kemur út þar í landi í þessum mánuði, en hún kom út hér á landi í fyrra. Spurð út í forsöguna segir María Rán Guðjónsdóttir útgáfustjóri Angústúru: „Hye Joung Park og Karl Ómarsson reka fyrirtækið Kíki (kikir.net), sem veitir ráðgjöf og aðstoð í alls kyns samskiptum milli Íslands og Suður-Kóreu í tengsl um við viðskipti, menningu og ferðamennsku. Þau hrifust af bókinni um Vigdísi eftir Rán Flygen- ring og kynntu hana fyrir útgáf unni Yellow Brick Books sem féll líka fyrir henni. Huy þýddi bókina. Í Suður-Kóreu er mikill áhugi á stjórnskipan á Norðurlöndunum, velferð og jafnrétti og fannst út - g áf unni það endurspeglast vel í bókinni.“ Vigdís til Suður-Kóreu Kápa hinnar kóresku útgáfu. Opna úr bókinni um Vigdísi forseta sem kemur út nú í maímánuði . Óp e r u s ö n g v a r a r e i g a sínar uppáhaldsóperur. Tónlistartímarit BBC hafði fyrir ekki margt löngu samband við 172 þekkta óperusöngvara og bað þá að velja uppáhaldsóperu sína, þar á meðal voru Placido Domingo, Kiri Te Kanawa, Renée Fleming og Bryn Terfel. Ópera Mozarts, Brúðkaup Fígarós, fékk helmingi fleiri atkvæði en óperan í öðru sæti. 1 Brúðkaup Fígarós Mozart 2 La boheme Puccini 3 Der Rosenkavalier Richard Strauss 4 Wozzeck Alban Berg 5 Peter Grimes Benjamin Britten 6 Tosca Puccini 7 Krýning Poppeu Monteverdi 8 Don Giovanni Mozart 9 Óþello Verdi 10 Tristan og Ísold Wagner Bestu óperurnar að mati óperusöngvara Wolfgang Amadeus Mozart Brúðkaup Fígarós í Íslensku óper- unni. MYND/GUÐMUNDUR INGÓLFSSON. 1 . M A Í 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R30 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.