Fréttablaðið - 01.05.2020, Síða 44
ÞAÐ HEFUR AUÐVITAÐ
REYNST ÞEIM VIN-
KONUM MJÖG ERFITT AÐ GETA
EKKI KNÚSAÐ LITLA VINI.
Þær vinkonur hafa ásamt Bóbó bangsa reynt að stytta litlu vinunum og vinkonunum stundir í samkomubanninu með því að fara í bangsa-
göngur,“ segir Hrefna Hallgríms-
dóttir, sem ásamt Lindu Ásgeirs-
dóttur, myndar tvíeykið sívinsæla.
„Það hefur auðvitað reynst þeim
vinkonum mjög erf itt að geta
ekki knúsað litlu vinina núna í
ástandinu en í staðinn reyna þær að
senda þeim öllum kærleik og gleði í
gegnum gluggann,“ segir Hrefna en
gönguferðunum verða gerð skil í
sérstökum þætti sem verður sýndur
á Stöð 2 á kröfugöngulausum frídegi
verkalýðsins. Fyrst klukkan 12
og síðan í opinni dagskrá á Stöð 2
fjölskylda klukkan 17.50.
„Það var við hæfi að Skoppa og
Skrítla viðruðu leikhúsbangsann
sinn, hann Bóbó, þegar þær lögðu
af stað í fyrstu bangsagönguna og
auðvitað vildi hann svo koma með
í allar göngurnar,“ segir Hrefna um
Bóbó sem Katla María Ómarsdóttir,
sjö ára leikur. toti@frettabladid.is
Bangsakröfuganga Skoppu og Skrítlu
Vinkonurnar litríku Skoppa og Skrítla, ásamt leikhúsbangsanum Bóbó, notuðu samkomubannið til þess að rölta
í rólegheitum um hverfi og götur borgarinnar í leit að böngsum í gluggum og fundu marga vini í stuði í leiðinni.
Það gekk aldeilis vel að finna bangsa, gæludýr og glöð börn í gluggum og
svo voru Skoppa og Skrítla svo heppnar að hitta fullt af skemmtilegum
vinum sem voru að dunda við ýmislegt í görðunum sínum.
„Sjálfur íþróttaálfurinn, ásamt Sollu og Höllu, tók æfingar úti á bílaplan-
inu,“ segir Hrefna um ævintýrin sem leynast nefnilega alls staðar.
Álfrún leikkona skellti í jógastund þegar þríeykið bar að garði.
Birgitta Haukdal bauð uppá kósý sögustund með börnum sínum.
„Samkomubannið hefur nefnilega laðað fram ótrúlegustu töfra,“ segir
Hrefna og nefnir sem dæmi trampolínpartí sem Jón Jónsson hélt úti í garði.
1 . M A Í 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R36 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð