Fréttablaðið - 02.05.2020, Page 8
Ársfundur Lífeyrissjóðs verzlunarmanna verður haldinn
þriðjudaginn 2. júní kl. 16:00 á Grand Hótel Reykjavík.
Dagskrá fundarins
• Venjuleg ársfundarstörf, dagskrárliðir skv. grein 6.6
í samþykktum sjóðsins.
• Kynning tryggingastærðfræðings, tryggingafræðileg staða
LV og áhrif hækkandi lífaldurs.
• Önnur mál.
Sjóðfélagar eiga rétt til setu á ársfundinum.
Fundargögn verða afhent á fundarstað.
Reykjavík, 30. apríl 2020
Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna
Ársfundur 2020
Lífeyrissjóður
verzlunarmanna
—
live.is
Við gætum fyllsta
hreinlætis og fylgjum
ráðleggingum um sóttvarnir
í öllum okkar viðskiptum.
AUSTURSTRÆTI • SKÓLAVÖRÐUSTÍG
LAUGAVEGI • AKUREYR
VESTMANNAEYJUM
Verkefnið Götubiti á hjólum hófst fyrir nokkrum vikum. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
SAMFÉLAG „Þetta er rúmur mán
uður sem við höfum verið að þessu
og viðbrögðin hafa farið langt fram
úr okkar væntingum,“ segir Róbert
Aron Magnússon, eigandi Reykjavik
Street Food, spurður út í verkefnið
Götubiti á hjólum sem hefur verið í
gangi undanfarnar vikur.
Þá tóku eigendur nokkurra matar
vagna sig saman og voru með við
burði um helgar til að létta undir
með veitingastöðum og landsmönn
um sem vildu næla sér í góðan bita í
samkomubanninu.
„Þegar það var ákveðið að loka
veitingastöðunum kom þessi hug
mynd upp, af hverju förum við ekki
með matinn inn í hverfin? Upp
haflega voru þetta þrír vagnar en
þegar við fengum þessar móttökur
ákváðum við að fjölga kvöldunum
og bílunum. Í dag erum við með
skipulagða dagskrá eins og hljóm
sveitirnar og átta bíla sem eru að
allar helgar.“
Skipuleggjendur fá reglulega
beiðnir um að koma í ný hverfi og
er því nóg að gera við að skipuleggja
næstu áfangastaði.
„Við fáum margar fyrirspurnir um
að koma og standa fyrir viðburðum.
Við erum að vinna í dagskrá alveg út
ágúst þessa dagana.“
Róbert segir stefnt að því að fara
með bílana út á land og voru vagn
arnir í Keflavík í gær.
„Okkur langar að fara aðeins út
fyrir bæinn og taka túr. Það gæti
komið með smá útihátíðarstemm
ingu á þessum tímum en það verður
auðvitað farið eftir reglunum hverju
sinni.“
Á þessum tímum er gerð krafa um
að halda fjarlægð frá næsta manni
og eru skipuleggjendur með nokkra
starfsmenn til að passa upp á fjar
lægð á milli gesta.
„Í byrjun var oft skítaveður svo
að fólk var mikið inni í bílunum og
þetta varð í raun að lúguþjónustu.
Þegar fólk fór að koma úr bílunum
pössuðum við mjög vandlega upp
á að halda tveggja metra fjarlægð.
Hugmyndin er að þú sért að koma
og sækja mat en með hækkandi sól
er hætta á því fólk vilji koma saman
og borða á staðnum,“ segir Róbert
og heldur áfram:
„Þegar kórónaveirufaraldurinn er
yfirstaðinn viljum við reyna að gera
dag úr þessu eftir reglum hverju
sinni. Þangað til erum við með
fyrirtæki í gæslu hjá okkur ásamt
tveimur starfsmönnum okkar sem
gæta upp á að fólk haldi réttri fjar
lægð,“ segir Róbert, spurður út í
öryggisgæsluna á svæðinu þegar
kemur að tveggja metra reglunni
og bætir við að fólk sýni því góðan
skilning og hrósar Íslendingum
fyrir þolinmæði. – kpt
Fóru með matarvagnana
í hverfin og vilja lengra
Í byrjun var oft
skítaveður svo að
fólk var mikið inni í bíl-
unum og þetta varð í raun
að lúguþjónustu.
Róbert Aron Magnússon,
eigandi Reykjavik Street Food
COVID -19 Pólsk stjórnvöld hafa
vegna heimsfaraldursins stutt við
átak er kallast #Polonia4Neigh
bors. Snýst það um að styðja við
hjálparaðgerðir Pólverja um allan
heim. Um 14 milljónir Pólverja búa
erlendis, þar af um 20 þúsund hér á
Íslandi. Átakið er unnið í gegnum
sendiráðin og hafa verið send mat
væli, grímur, sótthreinsivörur og
fleira til framlínustarfsfólks. Einnig
snýst átakið um upplýsingagjöf og
stuðning af ýmsum toga.
„Margir Pólverjar starfa í fram
línustörfum, til dæmis í heilbrigðis
kerfinu og í velferðarkerfinu. Við
hvetjum alla til þess að fylgjast
með og fylgja fyrirmælum sótt
varnayfirvalda á þessum sorglegu
tímum,“ segir Gerard Pokruzynski,
sendiherra Póllands á Íslandi. Bréf
var sent á alla Pólverja búsetta hér
á landi. Þá hafa pólskar nunnur
beðið fyrir þeim sem hafa sýkst af
veirunni og eru veikir.
„Við lítum á það sem skyldu
okkar, sem þátttakendur í þjóð
félögum erlendis, að hjálpa til,“ segir
Gerard. „Pólskir læknar hafa líka
farið utan til þess að takast á við
faraldurinn, til dæmis til Bandaríkj
anna, Ítalíu, Slóveníu og Kirgistan.“
Pólska sendiráðið hér kom á fót
fjarfundaráðstefnu um aðgerðir
meðal pólskra, íslenskra, sænskra,
finnskra, litháískra og eistneskra
lækna.
Gerard segir að fjölmargir Pól
verjar, búsettir hér, leiti nú til sendi
ráðsins á hverjum degi, enda hafi
fjölmargir misst vinnuna. Til dæmis
í hópuppsögnum Icelandair og hjá
Bláa lóninu. „Þeir koma og biðja
um hjálp en hafa engar leiðir til
þess að komast heim. Pólsk stjórn
völd skipulögðu flugferðir í mars og
apríl en nú bíðum við eftir að fleiri
ferðir verði skipulagðar. Ég sendi
fyrirspurn til pólsku stjórnarinnar
nýlega og hef ekki enn fengið svör.“
Segir Gerard að um 60 manns séu
á lista sendiráðsins og bíði eftir að
komast heim en lang flestir Pólverj
ar hafi ákveðið að vera hér áfram,
enda búnir að festa rætur og vilji
deila örlögum með Íslendingum.
„Íslendingar geta treyst á Pólverja
þegar kemur að því að endurreisa
efnahaginn,“ segir hann.
kristinnhaukur@frettabladid.is
Margir Pólverjar leita til sendiráðsins
Margir Pólverjar, sem misst hafa vinnuna, komast ekki til heimalandsins en beðið er eftir að flug verði skipulagt. Pólsk stjórnvöld
styðja við átak brottfluttra Pólverja um allan heim til að kljást við COVID-19 faraldurinn, með birgðasendingum og stuðningi.
Íslendingar geta
treyst á Pólverja
þegar kemur að því að
endurreisa efnahaginn.
Gerard Pokruzynski, sendirherra
Póllands á Íslandi
Gerard hefur umsjón með hjálparátaki Pólverja. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
2 . M A Í 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð