Fréttablaðið - 02.05.2020, Page 10
Það er alltaf stutt
í þægilega
bankaþjónustu
Þjónustuverið er opið kl. 9 –17
alla virka daga í síma 444 7000.
Ef erindið krefst afgreiðslu í útibúi þá
bókum við fund og klárum málið í útibúi.
arionbanki.is
BYGGÐAMÁL Minna er um að fólk af
landsbyggðinni f lytji á höfuðborg-
arsvæðið, eða á mölina eins og það
var kallað, nú en fyrir 30 árum. Fólk
virðist sáttara í sinni heimabyggð,
en þó er töluvert um fólksflutninga
innan stórhöfuðborgarsvæðisins,
það er frá höfuðborgarsvæðinu
sjálfu til sveitarfélaga skammt frá.
Til dæmis til Árborgar, Reykjanes-
bæjar og Akraness. Þetta kemur
fram í nýrri greiningu fræðimann-
anna Ólafar Garðarsdóttur, Þór-
odds Bjarnasonar, Stefáns Hrafns
Jónssonar og Ians Shuttlesworth
sem nær yfir árin 1986 til 2017.
Ólöf, sem er prófessor í félagssögu
við Háskóla Íslands, segir að hugs-
anlega sé byggðastefnan að skila
sér að einhverju leyti, einnig megi
velta því fyrir sér hvort Akureyrar-
svæðið trekki að í nærumhverfinu
norðanlands. Þá sé ekki hægt að
horfa fram hjá því að meðalaldur
hér á landi hafi hækkað og að lækk-
aða flutningstíðni megi að nokkru
leyti skýra með breyttri aldurs-
skiptingu þjóðarinnar. „Flutningur
fólks af hinni raunverulegu lands-
byggð til höfuðborgarsvæðisins er
talsvert minni í dag miðað við það
sem áður var,“ segir hún.
Þetta sé mjög í samræmi við
alþjóðlegar rannsóknir sem hafa
sýnt að víða hefur dregið úr innan-
landsf lutningum á undanförnum
áratugum, fólk virðist almennt
stöðugra. Á Norðurlöndunum sé
hreyfanleikinn þó enn mikill og
hér á landi meira en annars staðar
á Norðurlöndum. Íslendingar eru
þannig mun líklegri til að f lytjast
milli landa og innanlandsflutning-
ar eru hér talsvert meiri en annars
staðar á Norðurlöndum.
„Sögulega séð hafa Íslendingar
verið mjög hreyfanlegir, árstíða-
bundnir f lutningar úr sveitum á
sjávarsíðuna og kaupavinna kaup-
staðarfólks í sveit voru almennir
langt inn á 20. öldina,“ segir Ólöf.
„Svo höfum við haft þessa sérstöðu
að hafa eina borg þar sem stór hluti
þjónustunnar er.
Þá er áhugavert að allt frá sam-
dráttarskeiðinu í lok sjöunda ára-
tugarins hafa Íslendingar verið
fjórum til fimm sinnum líklegri til
að f lytja til annarra landa en hinar
Norðurlandaþjóðirnar. Einnig er
endurkomulhlutfall hátt og um 70
prósent koma til baka innan nokk-
urra ára.“
Hagsveif lur undanfarinna ára-
tuga hafa haft talsvert mikil áhrif
á fólksflutninga hér á landi. „Í upp-
sveif lunni í aðdraganda banka-
hrunsins 2008 f luttist fólk frá
höfuðborgarsvæðinu til nágranna-
sveitarfélaganna en eftir hrunið,
þegar húsnæðisverð lækkaði og
eldsneytisverð hækkaði, lá straum-
urinn um tíma í hina áttina,“ segir
Ólöf. „Í uppsveif lu undanfarinna
ára mátti aftur merkja flutninga frá
höfuðborgarsvæðinu til nágranna-
sveitarfélaganna. Það verður fróð-
legt að fylgjast með hvað gerist nú
þegar áhrif faraldursins koma í
ljós.“
Þrátt fyrir að fólksflutningar séu
að minnka frá landsbyggðinni séu
enn svæði sem fólksfækkun hefur
gengið mjög nærri, og eru þau skil-
greind sem brothættar byggðir.
Þar má nefna Raufarhöfn, Þingeyri
og Borgarfjörð eystri. „Það er full
ástæða til þess að styðja áfram við
þessar byggðir þar sem fækkunin
hefur verið mjög mikil í gegnum
tíðina,“ segir Ólöf. Eftir banka-
hrunið hafi þó ekki verið miklir
f lutningar frá þessum brothættu
byggðum sem bendi til þess að
stórar efnahagssveiflur snerti þær
minna. kristinnhaukur@frettabladid.is
Færra landsbyggðarfólk flyst á mölina
Búferlaflutningar af landsbyggðinni til höfuðborgarsvæðisins hafa farið minnkandi undanfarin 30 ár samkvæmt nýrri greiningu
fjögurra fræðimanna. Íslendingar eru þó enn mjög hreyfanlegir eins og þeir hafa alltaf verið, bæði innanlands og milli landa.
Á Raufarhöfn, sem er skilgreind sem brothætt byggð, bjuggu um 500 manns 1975 en um 180 nú. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
Sögulega séð hafa
Íslendingar verið
mjög hreyfanlegir.
Ólöf Garðarsdóttir,
prófessor í
félagssögu
Fjárhagsmál Seltjarnarness hafa mikið verið til umræðu. FRÉTTABLAÐIÐ/FRIÐRIK
SELTJARNARNES Minnihluti Sam-
fylkingar, Viðreisnar og Neslista
á Seltjarnarnesi telur að framúr-
keyrslur bæjarins frá fjárhagsáætl-
unum séu brot á sveitarstjórnarlög-
um og lét bóka þar um í bæjarstjórn.
Fréttablaðið fjallaði um fjárhags-
vanda Seltjarnarness síðastliðinn
miðvikudag en þar kom meðal
annars fram að uppsafnaður halli
A- og B-hluta frá árinu 2015 sé 630
milljónir króna.
Áhrif eru þegar farin að bíta, en
eins og greint var frá í mars hefur
verið skorið niður í starfsemi félags-
miðstöðvarinnar Selsins, sem ungt
fólk og eldri borgarar nota. Þá var
óháð úttekt gerð á rekstri bæjarins
með 66 tillögum að hagræðingu.
„Það hefur gerst 15 eða 16 sinnum
á síðustu árum þar sem áætlun er
breytt og ekki farið með það fyrir
bæjarstjórn,“ segir Karl Pétur Jóns-
son, oddviti Viðreisnar og Neslista.
Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri
hafnar því hins vegar alfarið. „Það
er ekki rétt,“ segir Ásgerður. „Það
hafa engar fjárheimildir ekki verið
samþykktar í bæjarstjórn.“
Í úttektinni, sem HLH ráðgjöf
framkvæmdi, kom fram að viss
annmarki gæti verið á skilningi. „Í
viðræðum við stjórnendur sveitar-
félagsins kom fram hjá sumum
þeirra að þeir líta á fjárhagsáætlun
sem áætlun og markmið um útgjöld
frekar en fjárheimild. Ef þetta er
rétt er um alvarlegan misskilning
að ræða sem ber að leiðrétta,“ segir
í úttektinni. Einnig að þeir viðaukar
á fjárhagsáætlunum sem gerðir hafi
verið frá árinu 2016 hafi ekki borist
ráðuneyti og ekki verið samþykktir
í samræmi við reglugerð. – khg
Segja framúrkeyrslur bæjarins
vera brot á sveitarstjórnarlögum
Í viðræðum við
stjórnendur sveitar-
félagsins kom fram hjá
sumum þeirra að þeir líta á
fjárhagsáætlun sem áætlun
og markmið um útgjöld
frekar en fjárheimild.
Úr úttekt HLH ráðgjafar
2 . M A Í 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R10 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð