Fréttablaðið - 02.05.2020, Síða 12

Fréttablaðið - 02.05.2020, Síða 12
Þar sem glæpur hefur ekki verið útilokaður er hætta á því að dauði Hussain tengist störfum hans sem blaða- manns. Erik Halkjær, formaður Blaðamanna án landamæra í Svíþjóð SAMGÖNGUR Strætó BS vinnur nú að innleiðingu greiðslulausnar sem ber heitið Klappið. Með Klappinu verður hægt að greiða fargjöld með korti eða símanum. Þá mun Strætó einnig gefa út kort sem koma í stað strætómiða og tímabilskorta. Um er að ræða 300 milljóna fjárfest- ingu sem Strætó fékk heimild fyrir í fyrra, er ráðgert að kerfið verði komið í gagnið í byrjun næsta árs. „Þetta er rafrænt greiðslukerfi sem er notast við víðast hvar annars staðar en á Íslandi. Við erum búin að fylgjast með hvað aðrar þjóðir eru að gera og fengum svo loksins fjármagn á síðasta ári til að fara af stað,“ segir Jóhannes S. Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó. „Þegar allt er komið upp og farið að virka, þá getur þú greitt með öllu því sama og þú getur greitt með í búðum, kortum, símum og fyrirframgreidd- um kortum sem yrðu þá gefin út af okkur,“ segir hann. „Klappið býður upp á að borga með síma, eins og Apple Pay, þegar innleiðingin er klár. Sama á við um snertilaus greiðslukort. Appið í dag býður ekki upp á þann mögu- leika að geta borið símann upp að skynjara til að lesa QR- eða Aztec- kóða. Við munum þá þróa nýtt app í leiðinni,“ segir Jóhannes. Á vef Strætó geta viðskiptavinir sótt um kort, greitt inn á það og séð stöðuna. „Þetta er langur ferill, það eru ýmis öryggisatriði sem við þurfum að fara í gegnum. Að nota símann til að borga er þá annar fasi innleiðingarinnar. En í lok þessa árs stefnum við á að það verði hægt að nota QR-kóða í símanum til að borga farið.“ Notast verður við svonefnt greiðsluþak. „Það byggist á því að við skilgreinum ákveðin tímabil, annaðhvort dag eða viku, og við- skiptavinurinn mun aldrei greiða meira heldur en það sem er hag- kvæmast í boði. Ef þú kaupir marga staka miða innan dags, þá muntu aldrei borga meira en það sem samsvarar einum dagpassa,“ segir Jóhannes. „Þetta er hugsað sem þægilegasta leiðin fyrir viðskipta- vinina, þannig að þeir þurfi aldrei að f letta upp á netinu eða spyrja hvernig fargjald þeir þurfa að borga, heldur geti treyst því að þeir borgi aldrei hærra en hagstæðasta verðið sem er í boði.“ Tæknin að baki greiðslukerfinu kemur frá Noregi. „Við fórum í útboð og fyrirtækið sem við sömd- um við er norskt og heitir Fara. Það hefur sett upp sambærilegar lausnir á hinum Norðurlöndunum. Lausnin samanstendur af lesurum í vögnunum og svo er sjálfvirkt bak- vinnslukerfi sem sér til þess að þú borgir rétt fargjald,“ segir Jóhannes. Börn geta þá fengið Klapp-kort sem foreldrar greiða inn á, nema þau vilji nota snjallsímann í stað- inn. „Þetta á að vera þægilegra á allan hátt fyrir alla. Við fáum þá líka betri yfirsýn yfir hvernig verið er að greiða fyrir farið í Strætó.“ Breytingarnar eru ekki til að auka tekjur, en vonast er til að nýja kerfið geti komið í veg fyrir miðafalsanir. „Í dag erum við að nota mjög frum- stæðan greiðslumáta, til dæmis pappaspjöld sem er mjög einfalt að falsa. Með því að fara inn í rafrænu tæknina þá vonumst við til að geta komið í veg fyrir falsanir. Við getum auðvitað aldrei komið í veg fyrir að fólk fari frítt um borð en miðað við umfang falsana teljum við að þetta geti borgað sig á innan við þremur árum.“ Talið er að umfang falsana sé á bilinu 200 til 300 milljónir króna á ári. „Það er mjög erfitt að staðfesta þá tölu því við notumst við það gamaldags greiðsluúrræði að það er ekki nema það komist upp að einhver notar falsaðan miða að við grípum til aðgerða, en þá getum við aldrei vitað hversu umfangsmikið svindlið var þar að baki. Reynsla annarra þjóða sýnir að það eru á bil- inu 10 til 15 prósent miða falsaðir.“ Í dag er vagnstjórinn ábyrgur fyrir því að auðkenna farþega . Með nýja kerfinu verður ábyrgðin sett í hendur farþeganna. „Það er nauð- synlegt að fá hér í lög heimild til að sekta þá sem greiða rangt fargjald. Það hefur ekki verið þannig hér á landi en sektarheimild er til staðar nánast í öllum heiminum,“ segir Jóhannes. Sektin er þá hugsuð til að fólk greiði rétt fargjald, sem er margfalt lægra en sektin. Klappið er ekki sérstaklega inn- leitt vegna Borgarlínunnar, en stefnt er að því að sama kerfi verið notað þar. „Við munum prófa þetta vel í núverandi strætókerfi, en lausnin verður svo sett upp í Borgarlínu- vögnunum,“ segir Jóhannes. „Við gerðum ráð fyrir að það væri búið að setja upp lesara í vagna í júlí og fyrstu prófanir hæfust í október, en það er ekki víst að það takist miðað við þetta ástand sem er í dag. Áætlun okkar núna miðar við að þetta verði komið í fulla prófun í lok árs og svo í fulla notkun í byrjun næsta árs.“ arib@frettabladid.is Hægt verði að borga fyrir farið með korti og síma hjá Strætó Strætó BS vinnur að innleiðingu nýs greiðslukerfis sem gerir farþegum kleift að borga fyrir farið með korti eða síma. Á þetta bæði að einfalda greiðslur og koma í veg fyrir svindl sem kostar fyrirtækið háar upphæðir árlega. Framkvæmdastjórinn segir að lærdómur hafi verið dreginn af fyrri mistökum. Lærðu af mistökunum við S-kortið Árið 2003 gerðu Reykjavíkurborg og Strætó samning við fyrirtækið Smartkort um að þróun svo- nefnds S-korts. Það átti að vera hægt að nota í strætisvögnum, sundlaugum, söfnum og skóla- mötuneytum. Áttu S-kortin að vera tilbúin til notkunar í strætisvögnum í ársbyrjun 2005. Útfærslur urðu flóknari en ætlað var. Þá virkaði búnaður frá Brasilíu ekki sem skyldi. Strætó sagði sig frá verk- efninu sumarið 2007 en kostnað- ur Strætó var um 250 milljónir og kostnaður borgarinnar svipaður. „Ég var ekki hjá Strætó þegar þetta var, en ég held að þarna hafi verið verkefni sem ekki var hægt að ráða við. Tæknin þá var ekki tilbúin. Við erum að kaupa tilbúið greiðslukerfi sem er í notkun annars staðar, auðvitað þarf að aðlaga það íslenskum að- stæðum,“ segir Jóhannes. „Sumir muna eftir þessu tíma- bili og héldu að við værum að fara aftur inn í sama pakka, en við sannfærðum þau um að þetta sé kerfi sem virkar og hefur sannað sig í mörg ár í öðrum löndum. Við lærum af þeim mistökum.“ Jóhannes S. Rúnarsson segir sambærilegar lausnir vera í notkun á hinum Norðurlöndunum. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Tveggja mánaða útgöngubanni Ítala verður aflétt á mánudaginn.MYND/EPA ÍTALÍA Giuseppe Conte, forsætis- ráðherra Ítalíu, bað Ítali afsökunar á þrengingum þeirra undanfarið en lofaði að bjartari tímar væru fram undan. Á mánudag verður tveggja mánaða útgöngubanni af létt, því lengsta í heiminum. Rúmlega 205 þúsund Ítalir hafa veikst af COVID-19 og nærri 28 þúsund manns hafa fallið í valinn af völdum veirunnar. Lengi vel var Ítalía miðpunktur faraldursins í heiminum og ástandið slíkt að heil- brigðiskerfið réð ekki við aðstæður. Heilbrigðisstarfsfólk var sett í þá stöðu að velja hverjir kæmust í öndunarvél og hverjir ekki. Efnahagur landsins hefur fundið verulega fyrir áhrifunum. Búist er við að hann skreppi saman um 8 til 10 prósent á árinu. Fjöldi fólks er atvinnulaus og er kominn á bætur en tafir hafa orðið á greiðslum. „Ég biðst afsökunar fyrir hönd ríkisstjórnarinnar og fullvissa ykkur um að við munum halda áfram að þrýsta á um fjármögnun bóta og að þær verði greiddar út,“ sagði Conte í yfirlýsingu. „Margir upplifa kvíða og áhyggjur í þess- ari krísu vegna lokana og óttast að missa vinnuna. Ég hef lesið bréfin ykkar, set mig í ykkar spor og finn til með ykkur.“ Þótt faraldurinn sé í rénun eru stjórnvöld tilbúin með viðbrögð ef hann blossar upp á ný. Landinu yrði þó ekki lokað á ný heldur stöku héraði. Conte sagði að aðgerðirnar hefðu skilað sér og því gætu 4 millj- ónir snúið aftur til starfa á mánu- dag. – khg Giuseppe Conte meyr og baðst afsökunar á þrengingum Ítala Klappið býður upp á að borga með síma, eins og Apple Pay, þegar innleiðingin er klár. Sama á við um snertilaus greiðslukort. Jóhannes S. Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó Ég biðst afsökunar fyrir hönd ríkis- stjórnarinnar og fullvissa ykkur um að við munum halda áfram að þrýsta á um fjármögnun bóta og að þær verði greiddar út. Giuseppe Conte, forsætisráðherra Hussain hélt úti Baluchistan Times. SVÍÞJÓÐ Sajid Hussain, blaðamaður frá Pakistan, fannst látinn í ánni Fyris skammt frá Uppsala í Svíþjóð. Hussain hafði verið saknað síðan í mars. Hann hafði verið gerður útlægur frá heimalandi sínu. Lögreglan hefur ekki útilokað glæp, en allt eins er líklegt að hann hafi lent í slysi eða svipt sig lífi. „Krufningin minnkaði grun okkar um að Hussain hafi verið fórnar- lamb glæps,“ sagði Jonas Eronen, talsmaður lögreglunnar, við AFP. Hussain hélt úti fréttasíðunni Baluchistan Times, sem nefnt er eftir heimahéraði hans. Á síðunni var mikið fjallað um skæruhernað, mannshvörf og fíkniefnaviðskipti. „Þar sem glæpur hefur ekki verið útilokaður er hætta á því að dauði Hussain tengist störfum hans,“ sagði Erik Halkjær, formaður Sví- þjóðardeildar samtakanna Blaða- manna án landamæra. – khg Blaðamaður fannst látinn NORÐUR-KÓREA Ji Seong-ho, þing- maður í Suður-Kóreu sem flúði frá Norður Kóreu árið 2006, telur yfir- gnæfandi líkur á því að Kim Jong-un sé látinn. Jafnframt að líklegt sé að yfirvöld í Norður-Kóreu tilkynni um andlát hans um helgina. Einræðisherrann ungi hefur ekki sést í 20 daga og miklar sögusagnir hafa gengið um ástæðurnar. Sagt er að hann hafi gengist undir hjarta- skurðaðgerð sem hafi ekki gengið sem skyldi, hafi jafnvel dregið hann til dauða eða komið honum í dá. „Mér var tjáð að Kim hefði látist um síðustu helgi,“ segir Ji. Hann segir systur einræðisherrans, Kim Yo-jong, næsta í röðinni en þó sé ekki ekki augljóst hver taki við. – khg Flóttamaður segir Kim Jong-un látinn 2 . M A Í 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R12 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.