Fréttablaðið - 02.05.2020, Side 22

Fréttablaðið - 02.05.2020, Side 22
MAÐUR KYNNIST FÖÐUR SÍNUM MEÐ ALLT ÖÐRU- VÍSI HÆTTI AÐ EYÐA VINNUDEGINUM MEÐ HONUM OG ÉG TEL MIG HAFA VERIÐ HEPPINN AÐ UPPLIFA ÞAÐ. ÚT FRÁ ÞEIM VIÐMIÐUM OG REGLUM SEM MENN HÖFÐU SETT SÉR ÞÁ VAR MJÖG SÉRKENNILEGT HVERNIG GENGIÐ VAR FRAM AF HÁLFU BANKANS Á ÞEIM TÍMA. Það má alveg segja að ég sé kominn heim. Það er margt breytt en einnig margt sem er eins. Það er gæfa fyrirtækisins að því hefur haldist vel á starfsfólki og því tóku mörg kunn­ ugleg andlit á móti mér,“ segir Þor­ steinn Víglundsson sem tekið hefur við stjórnartaumum BM Vallár á nýjan leik. Þorsteinn hefur tekið við starfi forstjóra Hornsteins, eignar­ haldsfélags utan um BM Vallá, Sem­ entsverksmiðjuna og Björgun. „Ég þarf því að setjast á skólabekk varðandi einhverjar hliðar starfsins en grunnrekstur BM Vallár þekki ég vel,“ segir Þorsteinn. Víglundur Þorsteinsson, faðir Þorsteins, varði nánast allri starfs­ ævi sinni í rekstur og uppbygg ingu fyrirtækisins. Hann var lögfræð­ ingur að mennt en byrjaði að vinna hjá fyrirtækinu á sumrin. Stuttu eftir útskrift hans úr lagadeild féll Benedikt Magnússon, stofnandi BM Vallár, frá og þá var Víglundur feng­ inn til að að stýra fyrirtækinu. Þar fann hann sína fjöl, eða öllu held ur steypuklump, og byggði upp gríðar­ lega öflugt fyrirtæki. Í einfaldaðri atburðarás keypti Víglundur fjölskyldu Benedikts síðan út úr fyrirtækinu í skrefum og var það að mestu í hans eigu þegar efnahagshrunið gekk yfir. Sterkar taugar til fyrirtækisins Rekstur BM Vallár var líf og yndi Víglundar og því ber Þorsteinn sterk ar taugar til fyrirtækisins. Þrátt fyrir það var ekki bara rætt um steypu innan veggja heimilisins. „Pabbi hafði þann mikilvæga hæfi leika að koma ekki með vinn­ una heim. Það var því ekki fyrr en ég sjálfur var svo lánsamur að byrja að vinna þar á sumrin að ég kynnist fyrirtækinu vel. Þar lærði ég að vinna, meðal annars við störf á lager, hellu steypu og vikurút­ skipun.“ Þorsteinn segist þó hafa verið ákveðinn í að feta ekki í fótspor föður síns. Hann menntaði sig í stjórnmála­ fræði og ætlaði sér að verða blaða­ mað ur. „Ég var ákveðinn í að skrifa um stjórnmál og sótti um blaða­ mannsstarf á Morgun blað inu. Þá var aðeins laust starf í viðskipta­ fréttahluta blaðsins og því varð niðurstaðan sú að ég fór að skrifa um viðskipti.“ Hann segir að blaðamannsstarfið hafi átt vel við sig og greinilega gerði hann eitthvað rétt því þremur árum síðar fékk hann tilboð um starf hjá Kaupþingi og starfaði þar í fjögur ár. Þá óskaði faðir hans eftir því að hann tæki þátt í uppbyggingu BM Vallár með sér. „Þó að ég hafi ætlað að fara aðra leið þá var það ekki erfið ákvörðun að snúa aftur til BM Vallár. Það voru spennandi tímar fram undan og ég hafði áhuga á að taka þátt í þeim,“ segir Þorsteinn. Sársaukafullir tímar Hann segist hafa kunnað því vel að vinna náið með föður sínum. „Við vorum mjög ólíkir karakterar og það varð örugglega til þess að við unnum vel saman. Pabbi var mjög ákveðinn og fylginn sér. Hann kom sér beint að efninu og var mjög hreinskiptinn. Við gátum tekist á því hann var með mikið skap og til þess að ná sínu fram þá þurfti maður að nota lagni og þolinmæði en einnig að vera fastur fyrir.“ Undir hrjúfu yfirborði föður hans var þó maður með stórt hjarta. „Honum þótti afskaplega vænt um starfsfólk sitt og vildi allt fyrir það gera. Þegar ég horfi til baka þá þyk­ ir mér afar vænt um þennan tíma. Maður kynnist föður sínum með allt öðruvísi hætti að eyða vinnu­ deg inum með honum og ég tel mig hafa verið heppinn að upplifa það,“ segir Þorsteinn. Þegar Þorsteinn gekk til liðs við BM Vallá árið 2002 var atvinnulífið að jafna sig á niðursveiflunni í kjöl­ far internetbólunnar sem sprakk með látum. Á næstu árum tóku við ótrúlegir uppgangstímar sem Þor­ steinn segir að hafi verið afar lær­ dómsríkir. Tók gjaldþrotinu illa „Þegar ég byrja eru starfsmenn fyr­ irtækisins um 100 talsins en nokkr­ um árum síðar voru þeir orðnir 500 talsins þegar mest lét.“ Þegar hrunið reið yfir tóku við erfiðir tímar við að reyna að bjarga fyrirtækinu. „Það voru mjög sárs­ auka fullir tímar. Við þurftum að fækka starfsfólki verulega og end ur­ skipuleggja fyrirtækið. Grunn rekst­ urinn var góður en eins og raunin varð um mörg fyrirtæki á þessum tíma þá var fyrirtækið of skuldsett og þá sérstaklega í erlendri mynt.“ Hann segir að rekstrarlegri end­ urskipulagningu hafi verið lokið en aðeins náðist samkomulag við hluta kröfuhafa. Arion banki hafi ekki viljað fallast á áætlanirnar og því hafi ekki verið hægt að forða fyrirtækinu frá gjaldþroti. Víglundur tók þessari niðurstöðu illa og var harðorður í fjölmiðlum í gegnum árin. Hann fullyrti að til hefði verið dauðalisti yfir fyrirtæki sem stjórnvöld vildu ekki sjá aftur í höndum fyrri eigenda sinna og barðist í málinu til hinsta dags. „Þessi niðurstaða var mikið áfall fyrir pabba. Hann hafði eytt allri starfsævi sinni í uppbyggingu fyrir­ tækisins og eðlilega voru tilfinning­ arnar miklar. Hann var með mikla og sterka réttlætiskennd og því skildi ég vel baráttu hans.“ Þorsteinn telur engan vafa á að eigendur BM Vallá hafi verið órétti beittir. „Út frá þeim viðmiðum og regl um sem menn höfðu sett sér þá var mjög sérkennilegt hvernig gengið var fram af hálfu bankans á þeim tíma. En ég tók sjálfur þá ákvörð un að dvelja ekki við þetta heldur halda áfram veginn.“ Að hans mati voru þó mörg mis­ tök gerð í uppgjöri hrunsins sem ekki megi endurtaka nú þegar svipuð staða er uppi vegna kóróna­ veiru faraldursins. „Í efnahagshruninu stóðum við frammi fyrir fordæmalausri stöðu. Samdrátturinn var mun meiri en nokkurn gat órað fyrir. Mönn um var talin trú um að staða banka­ kerfisins væri önnur og traustari en hún reyndist vera, ekki síst stjórn­ málamönnum. Það var óhugsandi þá að þessi stóra stoð í hagkerfinu, bankarnir, gæti horfið að stórum hluta,“ segir Þorsteinn. Skyndilega hafi rekstur fyrir­ tækja verið kominn í uppnám sem var ekki vegna ákvarðana stjórn­ enda heldur vegna atburða sem fólk bar ekki ábyrgð á og gat ekki brugðist við. „Þetta er sambærilegt við það sem er að gerast í dag. Það er vissulega rétt að ekki verður hægt að bjarga öll um fyrirtækjum en það má ekki fella þau og svipta fólk ævi­ starfinu af léttúð. Það er gríðarlega mikil vægt verkefni fyrir stjórnvöld að varð veita þekkingu og innviði inn an fyrirtækjanna ti þess að við verð um f ljótari að endurbyggja ferða þjónustuna þegar allt opnast á nýjan leik.“ Þá hafi þessi reynsla sannfært hann í þeirri trú að koma þurfi bönd um á sveif lurnar sem ein­ kenni íslenskt efnahagslíf. „Íslend­ ingar búa við sveif lukenndasta hagkerfi heims og það gerir allan rekstur mjög erfiðan. Við verðum að koma bönd um á þessar sveiflur því of mik il verðmæti tapast.“ Hann bendir á að íslenskur byggingariðn­ aður sé með lægri framlegð heldur en iðn að urinn á Norðurlöndunum og ein skýring á því sé sú að menn veigri sér við stórum fjárfestingum í virðisaukandi tækni. „Það er mjög erfitt að gera áætl an­ ir þegar þú veist ekki hvort þú verðir á hálfum afköstum eða fjórföldum á næsta ári.“ Hann undrist stundum þegar stjórn málamenn hreyki sér af því hvað íslenskt efnahagslíf sé sveigjan legt. „Gleymum því ekki að það er styrkleiki sem er tilkominn af nauðsyn. Sveigjanleikinn gerir okk ur kleift að lifa sveif lurnar af en það væri miklu æskilegra að hér væri stöðugleiki með lægra vaxta­ stigi og gengissveiflum.“ Allt of popúlísk umræða Frá BM Vallá lá leið Þorsteins til Samáls, samtaka fyrirtækja í áliðn­ aði, sem stofnuð voru árið 2010. „Það var afar áhugavert að fá að byggja upp þau samtök frá grunni. Einnig að fá innsýn í rekstur stórra alþjóðlegra fyrirtækja, sér stak­ lega hvernig þau leggja áherslu á umhverfismál, öryggi og heilsu starfsmanna. Þau mál voru í mun fastari skorðum en við átt um að venjast hér. Um árabil viðgekkst Góð tilfinning að vera kominn heim Þorsteinn Víglundsson hefur öðru sinni á lífsleiðinni tekið við stjórnartaumunum hjá BM Vallá, fyrirtækinu sem faðir hans eyddi allri starfsævinni í að byggja upp. Hann telur að þeir feðgar hafi verið órétti beittir þegar fyrirtækið var sett í þrot eftir hrunið. ákveðið umburðarlyndi fyrir slys­ um hérlendis, að það væri eitthvað sem erfitt væri að koma í veg fyrir. Sem betur hefur mikið vatn runnið til sjávar í þeim efnum hérlendis og ég sé þess strax merki í daglegum rekstri BM Vallár að þróunin hefur verið mikil undanfarin ár.“ Þorsteinn starfaði í þrjú ár hjá Samáli en þá tók hann við fram­ k væmdast jórastöðu Samt a k a atvinnulífsins. Hann segir að sú reynsla hafi verið afar lærdómsrík. „Ég hef almennt verið svo farsæll að vinna bara með skemmtilegu og hæfileikaríku fólki. Það átti sér­ staklega við innan SA sem hefur á að skipa afar öflugu fólki.“ Það sem upp úr stóð frá þessum árum var SALEK­samkomulagið svokallaða. „SALEK­samkomulagið spratt upp úr þeirri reynslu sem varð af hruninu. Við áttum afar ánægju­ legt og skemmtilegt samstarf við forystu verkalýðshreyfingarinnar á þeim tíma. Þarna skapaðist aukin samstaða á vinnumarkaði um að breyta umgjörð íslenskrar vinnu­ hreyfingar,“ segir Þorsteinn. Hann hafi verið bjartsýnn á að frekari umbætur myndu eiga sér stað en raunin hafi orðið önnur. SALEK varð eins konar skamm­ aryrði innan íslenskrar verka­ lýðshreyfingar og þeir sem stóðu að samkomulaginu voru felldir í kosningum eða gáfu ekki kost á sér áfram. Þróunin síðan hefur verið dapurleg. „Vinnumarkaðurinn er allt of mikil rót vandans í efnahagslífinu. Þegar þjóðarsáttin var gerð náðum við loks tökum á óðaverðbólgunni en við höfum aldrei náð að stíga alla leið í umbótunum. Hlutverk aðila vinnumarkaðarins er gríðarlega mikilvægt. Það er vel viðurkennt á Norðurlöndunum en hér er litið fram hjá því og umræðan einkenn­ ist af innihaldslausum upphrópun­ um og ábyrgðinni er varpað á aðra hópa. Umræðan er allt of popúlísk,“ segir Þorsteinn. Óskilvirkasti vinnustaðurinn Þorsteinn segist alltaf hafa haft mikinn áhuga á pólitík en hafa þó ekki stefnt sérstaklega á þann vett­ vang. „Ég er frjálslyndur hægrimaður, jafnvel frjálslyndur hægrikrati. Ég Björn Þorfinnsson bjornth@frettabladid.is 2 . M A Í 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R22 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.