Fréttablaðið - 02.05.2020, Side 23
Átakamenn-
ingin á Alþingi
er ekki eitt-
hvað sem Þor-
steinn mun
sakna á nýjum
vettvangi.
trúi því að hagkerfið sé drifið áfram
af öflugu atvinnulífi og því þurfi að
skapa góða umgjörð. Það hvílir líka
mikil ábyrgð á velferðarkerfinu til
þess að það sé góð sátt í efnahags
lífinu og landinu almennt.“
Þegar Viðreisn var komið á fót
var skyndilega kominn stjórnmála
f lokkur sem hugnaðist Þorsteini
og eftir vandlega íhugun ákvað
hann að gefa kost á sér til Alþingis.
Skömmu síðar var hann orðinn
félags og jafnréttismálaráðherra
eftir að Viðreisn myndaði meiri
hluta með Sjálfstæðisf lokki og
Bjartri framtíð.
„Ég hafði mjög gaman af ráð
herra embættinu en sá tími var
auðvitað allt of stuttur. Ég var með
langan lista af verkefnum innan
ráðuneytisins sem ég hefði viljað
ljúka.“
Munurinn á stjórnunarstarfinu
og því í ráðuneytinu hafi ekki verið
mikill. „Ég var oft spurður að þessu
en ég fann engan mun. Stjórnun
snýst um fólk og mannleg sam
skipti. Þú þarft að sannfæra fólk
um að breytingarnar sem þú leggur
til séu skynsamlegar og fá það til að
vinna með þér.“
Eins og frægt varð sprakk ríkis
stjórnarsamstarfið í loft upp eftir
aðeins átta mánuði. Eftir næstu
kosningar þurfti Viðreisn að sætta
sig við að vera í minnihluta.
Að mestu leyti kunni Þorsteinn
vel við sig á þingi. „Það er of boðs
lega skemmtilegt að upplifa þenn
an vinnustað og þarna kynnt ist ég
mörgu góðu fólki. Ekki síst starfs
fólki Alþingis sem er hetj urnar á
bak við tjöldin og heldur starfsem
inni gangandi.“
Margt megi þó betur fara.
„Alþingi er sennilega óskilvirk
asti vinnustaður sem ég hef unnið
á. Ég tek það þó fram að skilvirkni
er ekkert endilega sá mælikvarði á
gæðin sem við notum fyrst, en það
er engu að síður margt sem mætti
bæta,“ segir Þorsteinn.
Leiddist átakamenningin mikið
Hann nefnir sérstaklega þessa rót
grónu átakamenningu sem hann
segir að sér hafi leiðst óskaplega.
„Okkur hefur ekki tekist að efla
traustið til þingsins frá efnahags
hruni og ég tel þessa menningu
hluta af ástæðunni. Reyndir þing
menn sögðu mér að orðræðan eftir
hrun hefði orðið mun harðari og
það hefur ekki gert Alþingi neinn
greiða. Sú fullyrðing væri áhugavert
rannsóknarefni,“ segir Þorsteinn.
Auk átakanna er það skortur á
samvinnu og samstarfi sem er Akki
lesarhæll þingsins.
„Að einhverju leyti eru átök
óhjá kvæmileg í pólitík og f lokkar
að greina sig að einhverju leyti í
gegnum þessi átök. En að mínu mati
er þessi kúltúr of yfirgnæfandi og
of mikið af orku þingsins fer í þau.
Andrúmsloftið þarf að vera heil
brigðara. Minna um upp hróp anir
og meiri samvinnu og umræður á
málefnalegum grundvelli.“
Hann segir að meirihlutinn
hverju sinni ráði andrúmsloftinu
innan veggja þingsins. „Ef sá meiri
hluti hleypir minnihlutanum seint
og illa að málum og hefur lítið sam
starf um útfærslu þá kallar það á
meiri átök en ella.“
Sá háttur hefur verið viðhafður á
yfirstandandi þingi og afleiðingin
er sú að mati Þorsteins að þingið er
verklítið um miðbik haust og vor
þings. „Þá er umræðunni haldið
uppi af þingmannamálum sem fást
síðan ekki unnin innan nefndanna
og eru ekki kláruð. Það er bagalegt
því það koma fjölmörg góð mál frá
þingmönnum og mikilvægt að þau
séu vel unnin í gegnum nefndir, rétt
eins og stjórnarfrumvörp. Í raun er
þetta kjánaleg sóun á tíma og því
afli sem býr innan þingsins. Það er
farsælast ef hér væri starfandi þing
sem er virkt í vinnslu og mótun
mála frá ríkisstjórn.“
Á yfirstandandi þingi hafi núver
andi meirihluti haldið mál um lengi
að sér og ekki hleypt þing inu að
þeim fyrr en á loka metrum hvers
þings. „Þannig fæst ekki eðlileg um
ræða um mál og þau eru keyrð í gegn
með hraði af meirihlutavaldi. Það
er óeðli legt þegar mál liggja leng
ur í samráðs gátt stjórnarráðsins
heldur en þann tíma sem þingið fær
að vinna. Með þessu athæfi hefur
framkvæmda valdið tekið sér allt of
stóran sess í lagasetningunni. Það er
farið að vega að sjálfstæði og virð
ingu þingsins. Það er Alþingi sem er
löggjafinn en ekki stjórnar ráðið.“
Áður en náðist að mynda meiri
hluta Sjálfstæðisflokks, Við reisn ar
og Bjartrar framtíðar þurfti Al þ ingi
að samþykkja fjárlög. Þor steinn
segir að það hafi verið góð reynsla
sem sýndi fram á samtakamáttinn
sem blundar í þing inu.
„Þetta var óvenjuleg staða en
mjög jákvæð reynsla í baksýnis
spegl inum. Við fórum í gegnum
mjög málefnalega fjárlaga umræðu
sem leystist ekki upp í pólitískt
yfir boð af neinu tagi. Þarna mynd
aðist þver pólitískt samstarf sem
leiddi til mjög ábyrgra fjárlaga.
Það hefði verið ánægjulegt að ná
upp slíkum sam starfsanda oftar
innan veggja Alþingis og ég tel að
rækilegrar naflaskoðunar sé þörf.“
Oft hefur verið talað um að þing
mönnum reynist erfitt að fóta sig í
atvinnulífinu eftir að þing mennsk
unni er lokið. Í raun er fá heyrt að
sitjandi þingmaður fái álit legt til
boð og ákveði að söðla um.
Þorsteinn gefur ekki mikið fyrir
þessa kenningu. „Ég held að það
velti á bakgrunni og reynslu við
komandi hversu auðvelt fólk á með
að fóta sig á nýjum vettvangi. Það
eru fjölmörg dæmi um að fólk hafi
átt farsælan feril í atvinnulífinu
eftir að þingmennsku lauk.“
Tilboðið kom óvænt
Hann segir afar mikilvægt að fólk
með fjölbreytta reynslu sækist
eftir þingmennsku. „Það vantar
meira af því í dag. Sérstaklega tel
ég mikil vægt að fólk með langa og
fjölbreytta reynslu úr atvinnulíf
inu gefi kost á sér til þingmennsku.
Leik reglur samfélagsins eru mót að
ar á þessum vettvangi og betur sjá
augu en auga.“
Þorsteinn segist ekki hafa verið
að íhuga brotthvarf úr pólitíkinni
þegar tilboð barst um að snúa aftur
til fyrirtækisins sem hefur skipt
fjölskyldu hans svo miklu máli.
„Þetta kom óvænt upp og ég íhug
aði þessa ákvörðun gaum gæfi lega.
Að endingu mat ég það sem svo að
þetta tækifæri væri of spennandi til
þess að hafna því.“
Þorsteinn hlær þegar hann er
spurð ur hvort hann útiloki endur
komu í stjórnmálin. „Ég er búinn að
fara í gegnum of fjölbreytta reynslu
til að útiloka nokkuð í fram tíðinni.
Engin veit sína fram tíð fyrr en öll
er. Sú ákvörðun að snúa aftur
til BM Vallár var ekki tekin til
skamms tíma. Mér líður mjög vel
með þá ákvörðun og hlakka til
þeirra verkefna. Hvað gerist síðan
eftir fimm til tíu ár veit enginn,“
segir Þorsteinn eins og sannur
pólitíkus.
ALÞINGI ER SENNILEGA
ÓSKILVIRKASTI VINNU-
STAÐUR SEM ÉG HEF
UNNIÐ Á. Í RAUN ER ÞETTA
KJÁNALEG SÓUN Á TÍMA
OG ÞVÍ AFLI SEM BÝR
INNAN ÞINGSINS.
H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 23L A U G A R D A G U R 2 . M A Í 2 0 2 0