Fréttablaðið - 02.05.2020, Side 24
Það getur verið fallegt og nytsam
legt að búa til hátt borð við eða í
kringum grillið þar sem pláss er
fyrir mat og drykki. Til dæmis er
hægt að hlaða það úr gömlum hell
um og hafa pláss fyrir allt sem við
kem ur grillinu eða jafnvel drykkja
stöð þegar heitt er í veðri. Við það
mætti bæta smá leikeldhúsi fyrir
börn þar sem þau geta sullað aðeins
og leikið sér. Ef þú ert með lítil börn
gæti sandkassi á hjólum verið
skemmtilegur.
Viðarhúsgögn þarf að verja
með fúavörn hvort sem þau eru í
lit eða ekki. En nú er til mikið af
hús gögnum úr steypu, plasti eða
pólý húð uðu járni sem krefjast lít
ils viðhalds. En allur textíll getur
upp litast af sólinni og fer ekki vel
í brjáluðu veðri svo það þarf að
vera hægt að kippa honum inn eða
breiða yfir hann. Einnig gæti sól
tjald eða segl sem strekkt er yfir
pall inn verið góð vörn gegn sól og
regni því oft er sólin mjög sterk hér
á landi.
Emilía segir mottur geta hentað á
grófara undirlag og eins til að brjóta
upp rýmið ef um samlitan við er
að ræða í palli eða húsgögnum. „Þá
geta þær komið með ferskari blæ og
varnað því að húsgögnin renni sam
an við pallinn. Það er orðið mikið
úrval af ofnum plastmottum sem
eru mjög fallegar og þola nánast allt.“
Vandað val og viðhald
Emilía segir helsta sparnaðarráðið í
þessum efnum vera að vanda valið
og hugsa vel um húsgögnin. „Eins
er hægt að nýta svo margt eins og
vörubretti, sem er mjög vinsælt að
setja pullur á. Það er til mikið af
ódýrum húsgögnum sem eru mjög
fín með öðru. Eins þegar pallar eru
byggðir að smíða úr pallaefninu
bekk hvort heldur sem er með
hallandi baki eða ekki, og jafnvel
bæta við geymslu þar undir fyrir
pullurnar. Galdurinn er að reyna
að auðvelda sér vinnuna þannig
að þegar það kemur sólarglæta að
maður geti hent sér út í 15 mínútur
en þurf i ekki hálftíma til að
undirbúa það.“
Emilía Borgþórsdóttir iðnhönnuður heldur námskeið við Endurm e n n t u n H á s k ó l a Íslands þann 25. maí næst komandi fyrir þá
sem vilja auka færni sína í að fegra
útisvæði og leituðum við til Emilíu
um nokkur góð ráð.
„Þegar velja á útihúsgögn er mik
ilvægt að íhuga hvað getur staðið úti
í íslenskri veðráttu,“ segir Emilía.
„Ef ég væri að velja mér hús gögn
myndi ég byrja á að fá mér sófa því
þeir nýtast betur en stólar og borð,
enda geturðu lagst í sófann og sleikt
sólina eða setið uppi og drukk ið
kaffið. Ég myndi velja hús gögn með
þunnum textíl sem er þó gerður
fyrir að vera úti og þolir smá vætu.
Til eru geymslukistur fyrir pullur og
púða sem er mjög sniðugt ef pláss er
fyrir slíkt eða jafnvel hafa það inn
byggt í pallinn undir bekk.
Vasar, pottar og púðar
Varðandi smáhluti segir Emilía best
að velja hluti sem ýta undir að við
njótum veru okkar á pallinum þó
fáir þeirra fái að dvelja úti allt sum
ar ið. „Mikið af smáhlutunum fer
inn og út eftir þörfum eins og bakki
með drykkjum, kerti og þess háttar.
Það er sniðugt að nota púða og lítil
borð til að fá liti á pallinn og gaman
að fá samtal með litum við sumar
blómin eða litina í garðinum. Eins
lífga vasar eða pottar með afskorn
um blómum eða greinum úr garð
inum mikið upp á.
Ég er mikið fyrir að hafa krydd
og matjurtir og maður þarf ekki
stóran pall til að rækta smá,“ segir
Emilía sem hefur lært að það sé um
að gera að nýta alla mold sem til er
og planta megi grænkáli og öðrum
mat jurt um með sumarblómunum.
„Ég hef séð fólk rækta kartöf lur í
síld ar tunnu og eins eru lóðréttir
garðar eða gróðurveggir snilld.“
Lýsingin skiptir miklu
Emilía segir lýsingu geta skipt
miklu, sérlega sitt í hvorum enda
sumarsins og á veturna. „Ef þú ert
með heitan pott skiptir máli að hafa
þá leið sem farin er út í pott upp
lýsta til að lágmarka slysahættu.
Annars er mjög fallegt að lýsa upp
tré og almennan gróður. Eins eru
til sólarrafhlöðuljós sem stinga má
í ker og beð og geta komið vel út
sem og gamla góða serían yfir pall
inum. Það má hafa mismunandi
lýsingu og gæta þess að hafa hana
í mismunandi hæð svo falleg birta
komi á svæðið því það getur verið
þreytandi að hafa lýsinguna alla í
sömu hæð eða á einu plani.
Margnota húsgögn
Ég er alltaf hrifnust af húsgögnum
eða hlutum sem nýta má á margvís
legan hátt. Það er hægt að verða sér
úti um drumba sem þola að vera
úti og mega veðrast og þá er hægt
að nota sem borð eða kolla. Bekki
má nýta sem borð líka. Ef smíða eða
steypa á þrep, getur verið sniðugt að
hafa þau nógu stór svo hægt sé að
nýta sem sæti. Það er gott að hafa
formin eða strúktúrinn þannig að
hægt sé að tylla sér hér og þar og
ekki þurfi of mikið af húsgögnum.
Framlenging
á stofunni
Með hækkandi sól og aukinni heimaveru
færast vorverkin ofar á lista. Pallurinn er
svæði sem alltaf er hægt að breyta og bæta
og þjónar oft sem stækkun á stofunni.
Emilía Borgþórsdóttir heldur námskeið við Endurmenntun Háskóla Íslands sem nefnist Aðkoman og útisvæðið.
Lýsing framkallar stemninguna og getur skipt sköpum, eins er dásamlegt
að nota kertaljós eða eldstæði þar sem því verður komið við. MYND/GETTY
Það er fátt
betra en að
njóta matar og
drykkjar úti við
þegar vel viðrar.
MYND/AÐSEND
Björk
Eiðsdóttir
bjork@frettabladid.is
2 . M A Í 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R24 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð