Fréttablaðið - 02.05.2020, Side 35
PRENTARI Í SUMARSTARF
Prentari óskast til starfa hjá Torgi ehf.
Um er að ræða sumarstarf í prentsmiðju Torgs sem prentar meðal annars
Fréttablaðið, Markaðinn og DV, ásamt öðru prentverki á dagblaðapappír.
Æskilegt er að umsækjendur hafi reynslu af prentun við rúlluvélar. Um
sumarstarf er að ræða með möguleika á áframhaldandi starfi.
Unnið er á vöktum.
Upplýsingar veitir framleiðslustjóri Torgs, Sæmundur Freyr Árnason.
Umsóknir og fyrirspurnir má senda á sfa@torg.is
Umhverfis- og garðyrkjustjóri
Rangárþings eystra
Rangárþing eystra auglýsir laust til umsóknar nýtt starf
umhverfis- og garðyrkjustjóra sveitarfélagsins.
Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi starf sem
umsækjandi á kost á að móta til framtíðar.
Helstu verkefni:
• Ábyrgð á fagurri ásýnd umhverfis í sveitarfélaginu öllu
með gróðri, stígagerð, lýsingu og ásýnd mannvirkja.
• Ábyrgð og forgangsröðun verkefna á opnum svæðum,
leikvöllum og öðrum lendum sveitarfélagsins.
• Umsjón með verkefnum tengdum náttúru og
uppbyggingu ferðamannastaða.
• Gerð áætlana og eftirfylgni framkvæmda.
• Aðkoma að stefnumótun umhverfismála og skipulags-
mála sveitarfélagsins.
• Ábyrgð á vinnuskóla Rangárþings eystra, skipulagi,
utanumhaldi og forgangsröðun verkefna.
• Yfirumsjón með sorpmálum sveitarfélagsins í góðu
samstarfi við Sorpstöð Rangárvallasýslu.
• Ábyrgð á að samþykktum um hunda- og kattahald í
sveitarfélaginu sé framfylgt.
Leitað er eftir öflugum og skapandi einstaklingi. Um nýtt
og metnaðarfullt starf er að ræða í ört vaxandi samfélagi,
sem er með mörgum af fegurstu náttúruperlum landsins.
Starfið heyrir undir stjórn skipulags- og byggingarfulltrúa
Rangárþings eystra. Rangárþing eystra hvetur jafnt konur
sem karla til að sækja um starfið.
Menntun, reynslu og hæfniskröfur:
• Skrúðgarðyrkjufræðingur og/eða önnur garðyrkju-
menntun eða sambærileg menntun æskileg.
• Góð almenn tölvukunnátta.
• Frumkvæði og sveigjanleiki.
• Jákvæðni í starfi og sjálfstæði í vinnubrögðum ásamt því
að eiga auðvelt með að vinna í hópi.
• Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu af stjórnunar-
störfum og stjórnsýslu.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Guðmundur Úlfar
Gíslason, skipulags- og byggingarfulltrúi á netfanginu
ulfar@hvolsvollur.is eða í síma 488-4200.
Laun og starfskjör eru samkvæmt kjarasamningum
viðkomandi stéttarfélags og Sambands íslenskra
veitarfélaga.
Umsóknum skal fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf
þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og
rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Umsóknir
skulu sendar á netfangið ulfar@hvolsvollur.is
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um
ráðningu hefur verið tekin.
Umsóknarfrestur er til og með 11. maí 2020.
Helstu verkefni og ábyrgð:
• Forysta og ábyrgð á þjónustu, rekstri, skipulagi,
áætlanagerð og starfsmannahaldi þjónustumið-
stöðvarinnar og þeim starfseiningum sem undir
hana heyra.
• Leiða stafræna þróun í þéttu samstarfi við rafrænt
þjónustuteymi og stafrænan leiðtoga velferðar-
sviðs.
• Hafa forystu um samstarf í málefnum barna og
fjölskyldna við starfseiningar skóla- og frístunda-
sviðs Reykjavíkurborgar, heilsugæslunnar og
félagasamtaka innan hverfisins.
• Framkvæmdastjóri á sæti í framkvæmdastjórn
velferðarsviðs.
Hæfniskröfur:
• Háskólamenntun sem nýtist í starfi, framhalds-
menntun á sviði stjórnunar æskileg.
• Haldbær reynsla af stjórnun, rekstri og mann-
auðsmálum.
• Þekking og reynsla af breytingastjórnun og
stafrænni þróun.
• Leiðtogahæfileikar og framúrskarandi hæfni í
mannlegum samskiptum.
• Framsýni, frumkvæði og metnaður.
• Gott vald á íslensku og ensku og færni til að tjá
sig í ræðu og riti.
V IRÐING • V IRKNI • VELFERÐ
Velferðarsvið óskar eftir að ráða
öflugan leiðtoga til að stýra þjónustumiðstöð
Laugardals og Háaleitis
Þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis býður upp á fjölbreyttan stuðning, ráðgjöf og þjónustu
við fjölskyldur og einstaklinga á öllum aldri og er ein af fimm þjónustumiðstöðvum velferðar-
sviðs. Undir þjónustumiðstöðina heyra 30 starfseiningar og rúmlega 600 starfsmenn.
Stafræn umbreyting og aukin áhersla á notkun velferðar tækni eru lykilatriði í veitingu þjónustu
velferðarsviðs. Velferðar tæknismiðja heyrir undir þjónustumiðstöðina en hlutverk hennar er
að þróa og prófa nýjar lausnir í velferðar tækni. Fjölmörg tækifæri eru jafnframt framundan á
sviði tæknilausna og er mikilvægt að fylgja þeim eftir. Annað lykilverkefni í starfseminni er aukin
áhersla á þjónustu við börn og fjölskyldur þeirra í þéttu samstarfi við skóla- og frístundasvið
borgarinnar, hagsmunaaðila og aðra sem koma að þjónustunni, svo sem heilsugæsluna.
Launakjör eru samkvæmt ákvörðun kjaranefndar Reykjavíkurborgar.
Viðkomandi skal hafa hreint sakavottorð í samræmi við lög og reglur Reykjavíkurborgar.
Umsækjendur eru vinsamlega beðnir að sækja um starfið á heimasíðu Reykjavíkurborgar
www.reykjavik.is/storf
Umsóknarfrestur er til og með 18. maí 2020
Nánari upplýsingar um starfið veitir Regína Ásvaldsdóttir sviðsstjóri í síma 411-1111 eða
regina.asvaldsdottir@reykjavik.is
Velferðarsvið
Framkvæmdastjóri þjónustumiðstöðvar
ATVINNUAUGLÝSINGAR 7 L AU G A R DAG U R 2 . M A Í 2 0 2 0