Fréttablaðið


Fréttablaðið - 02.05.2020, Qupperneq 36

Fréttablaðið - 02.05.2020, Qupperneq 36
Barnaverndarstofa Barnaverndarstofa hefur í rúma tvo áratugi verið leiðandi í þjónustu við börn, þróun vandaðra vinnubragða og innleiðingu gagnreyndra aðferða. Stofnunin leitar nú að þremur öflugum sérfræðingum til starfa. Eftirfarandi störf eru laus til umsóknar: Tvær stöður sérfræðinga í PMTO foreldrafærni Sérfræðingarnir heyra undir sviðsstjóra ráðgjafar- og fræðslusviðs. Um 100% stöður er að ræða sem fela m.a. í sér: • Samvinnu við sveitarfélög vegna innleiðingar og viðhalds PMTO svæða. • Aðkomu að skipulagi og framkvæmd menntunar PMTO meðferðaraðila. • Umsjón með handleiðslu og fræðslu fyrir PMTO sérfræðinga. • Aðkomu að rannsóknum á vegum Barnaverndarstofu sem tengjast PMTO. • Utanumhald og þátttöku í FIMP teymi. • Stuðning við SMT þjónustusvæði. • Aðkomu að innleiðingu annarra gagnreyndra aðferða og verklags þegar við á. Menntunar- og hæfniskröfur: • Krafa um meistarapróf eða sambærilegt próf af heilbrigðis- eða félagsvísindasviði. • Krafa um menntun og reynslu í PMTO meðferð. • Krafa um þekkingu á notkun mats- og skimunarlista. • Menntun í PTC hópmeðferð æskileg. • Þekking og reynsla af FIMP skorun og handleiðslu fyrir PMTO handleiðara æskileg. • Þekking á SMT skólafærni æskileg. • Þekking á innleiðingu gagnreyndra aðferða eða verkfæra æskileg. Staða sérfræðings í vinnslu tölfræðiupplýsinga Sérfræðingurinn heyrir undir fjármála- og mannauðsstjóra. Um 100% stöðu er að ræða sem felur m.a. í sér: • Umsjón með söfnun, skráningu, úrvinnslu og framsetningu tölfræðiupplýsinga Barnaverndar-stofu og barna- verndarnefnda og gera þær aðgengilegar t.d. á heimsíðu stofunnar. • Samstarf og samskipti við aðila sem búa yfir upplýsingum um ofbeldi gegn börnum . • Söfnun og samræming upplýsinga um ofbeldi og barna- vernd . • Umsjón með árangursmælingum meðferðarúrræða á vegum Barnaverndarstofu. Menntunar- og hæfniskröfur: • Krafa um meistarapróf í sálfræði, félagsfræði eða aðra háskólamenntun sem nýtist í starfi. • Krafa um þekkingu á lýsandi tölfræði, ályktunartölfræði, réttmæti mælinga og kunnáttu við að koma tölfræðiupp- lýsingum til skila á myndrænan hátt. • Krafa um þekkingu á SPSS, R eða öðrum sambærilegum forritum og tölfræðiúrvinnslu. • Reynsla af meðhöndlun ganga og söfnun upplýsinga æskileg. Fyrir auglýstar stöður gildir: • Mikilvægt er að búa yfir góðri samskiptafærni, sveigjan- leika og jákvæðu viðhorfi. • Mikilvægt er að búa yfir hæfni til að vinna skipulega, markmiðatengt og lausnamiðað. • Krafa um góða íslenskukunnáttu og færni í framsetningu ritaðs máls. • Krafa um enskukunnáttu. • Kunnátta í einu norðurlandamáli æskileg. • Þekking á barnavernd er æskileg. Starfsstöðin er í Borgartúni 21, Reykjavík. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Við úrvinnslu umsókna um störfin gildir mat Barnaverndarstofu á hæfni og eiginleikum umsækjenda. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi ríkisins og viðkomandi stéttarfélags. Tekið er mið af jafnréttisáætlun Barnaverndarstofu við ráðningar á stofuna. Umsóknarfrestur er til og með 18. maí nk. Nánari upplýsingar eru veittar hjá Guðrúnu Sigurjónsdóttur, fjármála- og mannauðsstjóra Barnaverndarstofu, í síma 530- 2600 eða gudruns@bvs.is. Umsóknir skulu berast á netfangið bvs@bvs.is. Með umsókn skal fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hvernig viðkomandi uppfyllir þær hæfnikröfur sem gerðar eru. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Allar umsóknir gilda í sex mánuði frá birtingu ef starf losnar að nýju innan þess tíma. kopavogur.is Aðstoðarleikskólastjóri í heilsuleikskólann Fífusali Heilsuleikskólinn Fífusalir starfar eftir Heilsustefnu Unnar Stefánsdóttur. Mikið er lagt upp úr hreyfingu og listsköpun innan leikskólans. Unnið er eftir lýðræðislegum kennsluaðferðum og uppgötvunarnámi. Einkunnarorð Fífusala eru: Virðing - Uppgötvun – samvinna. Leitað er eftir metnaðarfullum einstaklingi með afburðahæfni í mannlegum samskiptum sem er tilbúinn til að taka þátt í að stjórna og leiða faglegt starf í lýðræðislegu skólaumhverfi. Menntunar- og hæfniskröfur · Leikskólakennaramenntun og leyfisbréf kennara · Framhaldsnám í stjórnun eða sambærileg menntun sem nýtist í starfi æskileg · Reynsla af starfi og stjórnun leikskóla · Sjálfstæð vinnubrögð og lausnamiðuð nálgun · Frumkvæði, forystuhæfileikar og góð færni í mannlegum samskiptum · Gott vald á íslenskri tungu · Góð tölvukunnátta Umsóknarfrestur er til og með 18. maí 2020. Ráðið verður í stöðuna frá 1. ágúst 2020. Nánari upplýsingar um starfið má finna á ráðningarvef Kópavogsbæjar. Eingöngu er hægt að sækja um starfið rafrænt á vef Kópavogsbæjar www.kopavogur.is. Verkefnastjóri á grunnskólahluta fagskrifstofu Skóla- og frístundasvið Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir borgarinnar endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er. Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar auglýsir stöðu verkefnastjóra á grunnskólahluta fagskrifstofu. Undir skóla- og frístundasvið heyrir rekstur grunnskóla, leikskóla, frístundamiðstöðva, starfsemi Námsflokka Reykjavíkur, skólasafnamiðstöð og skólahljómsveitir. Hlutverk grunnskólahluta fagskrifstofu er að hafa forystu í fagmálum grunnskóla, þróun starfshátta og skólastarfs á grunni grunnskólalaga, aðalnámskrár grunnskóla og skóla- og frístundastefnu Reykjavíkurborgar. Í öllu starfi skóla- og frístunda- sviðs er unnið að innleiðingu Menntastefnu Reykjavíkur „Látum draumana rætast“ þar sem leiðarljósin eru virkni og þátttaka barna, aukið samstarf og fagmennska. Verkefnastjóri kemur að mati á skólastarfi og eftirfylgni, stuðningi og ráðgjöf við skólastjórnendur auk þátttöku í þróun fag- legra starfshátta og símenntun kennara. Verkefnastjóri tekur þátt í starfshópum og vinnur náið með öðrum deildum sviðsins. Næsti yfirmaður er skrifstofustjóri grunnskólahluta fagskrifstofunnar. Helstu verkefni og ábyrgð • Þátttaka í stefnumótun. • Ráðgjöf við stjórnendur í grunnskólum Reykjavíkurborgar. • Þátttaka í mati á skólastarfi og eftirfylgni með mati. • Stuðningur og ráðgjöf við kennara varðandi skólaþróun, þ.m.t. leiðsagnarnám. • Öflun upplýsinga fyrir skóla- og frístundaráð. • Þátttaka í starfshópum á vegum sviðsins. Menntunar- og hæfniskröfur • Kennaramenntun og leyfi til að nota starfsheitið kennari. • Framhaldsmenntun sem nýtist í starfi og kennslureynsla á grunnskólastigi. • Stjórnunarreynsla æskileg. • Reynsla af faglegri forystu á sviði kennslu og þróunar í skólastarfi. • Færni til að leita nýrra leiða í skólastarfi og leiða framsækna skólaþróun. • Frumkvæði í starfi, skipulagshæfileikar og sjálfstæð vinnubrögð. • Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum. • Góð íslenskukunnátta og hæfni til að tjá sig í ræðu og riti. • Enskukunnátta og kunnátta í Norðurlandamálum kostur. Umsókn fylgi yfirlit yfir nám og fyrri störf, leyfisbréf kennara og stuttur rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Starfið er laust frá 1. júní 2020. Umsóknarfrestur er til og með 4. maí 2020. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Reykjavíkurborgar og viðkomandi stéttarfélags. Umsækjendur eru beðnir um að sækja um starfið á heimasíðu Reykjavíkurborgar, www.reykjavik.is/storf Nánari upplýsingar veitir Soffía Vagnsdóttir, skrifstofustjóri grunnskólahluta fagskrifstofu, sími 411-1111. Netfang: soffia.vagnsdottir@reykjavik.is. Erum við að leita að þér?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.