Fréttablaðið - 02.05.2020, Page 38

Fréttablaðið - 02.05.2020, Page 38
Helstu verkefni og ábyrgð: • Fagleg ábyrgð á daglegu starfi teymisins og framfylgd samstarfssamnings. • Leiðbeinir og stýrir öðru starfsfólki teymisins. • Ábyrgð á samstarfi við þjónustuþega, aðstandendur, starfsfólk, samstarfsaðila og hags- munasamtök . • Ábyrgð á faglegu starfi teymisins gagnvart stýrihópi. • Heldur utan um upplýsingagjöf til stýrihóps og ber ábyrgð á eftirfylgni vegna skýrslna, eftirlits og árangurs. • Gerð ársskýrslu. • Þátttaka í þverfaglegu samstarfi. Hæfniskröfur: • Starfsleyfi sem geðhjúkrunarfræðingur eða sálfræðingur, eða önnur háskólamenntun sem nýtist í starfi teymisins. • Góð klínisk reynsla af starfi með geðfötluðu fólki. • Þekking á hugmyndafræði batalíkans og hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf. • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum og leiðtogahæfni. • Árangursdrifni, frumkvæði og skipulagsfærni. VIRÐING • V IRKNI • VELFERÐ Þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis auglýsir laust starf teymisstjóra vettvangsgeðteymis Teymið er samstarfsverkefni velferðarsviðs Reykjavíkurborgar og Geðþjónustu Landspítala og starfar í öllum hverfum borgarinnar. Vettvangsgeðteymið veitir geðheilbrigðisþjónustu til íbúa í íbúðakjörnum, búsetuendurhæfingarheimilum og í öðrum sértækum húsnæðisúrræðum á vegum velferðarsviðs, sem og þeirra sem notið hafa reglu- bundins og markviss stuðnings frá starfsfólki endurhæfingardeilda Geðþjónustu LSH. Teymið veitir stuðning, ráðgjöf og fræðslu til bæði íbúa og starfsfólks. Velferðarsvið Ráðningin er ótímabundin og laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og viðkomandi stéttarfélags Viðkomandi skal hafa hreint sakavottorð í samræmi við lög og reglur Reykjavíkurborgar. Umsóknarfrestur er til og með 17. maí nk. Nánari upplýsingar um starfið veitir Sigtryggur Jónsson í síma 411-1500 eða sigtryggur.jonsson@reykjavik.is Teymisstjóri vettvangsgeðteymis Forstöðumaður Spennandi og fjölbreytt starf við Vinnu og virkni Ás styrktarfélag óskar eftir forstöðumanni í 100% starf í vinnu og virkni og dagþjónustu í Stjörnugróf 7-9. Um er að ræða starfsstað með vinnu- og virknitilboð fyrir fullorðið fólk með fötlun og dagþjónustu fyrir ung börn. Vinnutími er frá 08.00- 16.00 virka daga. Helstu verkefni og ábyrgð: • Skipulag á faglegu innra starfi og þjónustu á starfsstöðvum félagsins í Stjörnugróf • Samstarf við notendur þjónustu, aðstandendur og aðra samstarfsaðila • Situr í stjórnendateymi vinnu og virkni sem mótar og hefur yfirsýn yfir innra starf. Teymið sér um samhæfingu og útfærslu fjölbreyttra verkefna sem þar eru í boði og tekur þátt í stefnumörkun til framtíðar. • Starfsmannahald og ráðningar • Fjárhagsleg ábyrgð og stjórnun á daglegum rekstri • Vinnur eftir gæðaviðmiðum og lýsingum úr þjónustu- samningum Hæfnikröfur: • B.A. próf í í þroskaþjálfafræðum eða háskólapróf sem nýtist í starfi • Þekkingar á sviði þjónustu við fatlað fólk og ríkjandi hugmyndfræði • Að minnsta kosti 9 ára starfsreynsla í sambærilegu starfi • Reynsla af starfsmannahaldi og stjórnun er nauðsynleg • Þarf að geta unnið undir álagi og eiga auðvelt með að tileinka sér nýjungar • Góð samskipta- og samstarfsfærni og sjálfstæð vinnubrögð • Tölvufærni í Word, Excel og Power point ásamt góðri íslensku- og enskukunnáttu Umsækjandi þarf að taka virkan þátt í innra starfi félagsins og hafa stefnu þess og góða starfshætti að leiðarljósi. Við hvetjum áhugasama karla jafnt sem konur að sækja um. Nánari upplýsingar veitir Erna Einarsdóttir í síma 414-0500 á virkum dögum. Atvinnumsókn ásamt ferilskrá sendist á erna@styrktarfelag.is Upplýsingar um félagið má finna á heimasíðu þess www.styrktarfelag.is Staðan er laus frá 15. ágúst 2020. Umsóknafrestur er til 8. maí 2020. Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningum Áss styrktarfélags. Við erum alltaf með bókara á skrá hagvangur.is 10 ATVINNUAUGLÝSINGAR 2 . M A Í 2 0 2 0 L AU G A R DAG U R

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.