Fréttablaðið - 02.05.2020, Qupperneq 56
„Þetta finnst mér gaman,
eldspýtnaþraut!“ sagði
Lísaloppa og ljómaði
öll. Ekki var Kata jafn
ánægð. „Þú og þínar
eldspýtnaþrautir,“ sagði
hún önug. „Þér finnst
þær bara skemmtilegar
af því að þú ert betri
í þeim en við,“ bætti
hún við. „Sko,“ sagði
Lísaloppa. „Hérna eru þrír
jafn stórir ferhyrningar,
getur þú fært til aðeins
tvær eldspýtur svo úr
verði klukkan 30 mínútur
yfir fjögur?“ Róbert
horfði vantrúaður á
eldspýtnaþrautina. „Það
er ekkert hægt að leysa
þessa þraut,“ sagði hann
fúll. „Svona nú,“ sagði
Lísaloppa. „Þið getið
nú reynt að leysa þessa
þraut.“ „Nei,“ sagði Kata
önug. „Ég neita að leysa
fleiri eldspýtnaþrautir.“
„Þér gekk nú ekkert svo
illa með þá síðustu var
það nokkuð?“ sagði
Lísaloppa. Kata hugsaði
sig um smá stund.
„Allt í lagi,“ sagði hún
stundarhátt og það mátti
heyra að keppnisskapið
var komið í hana. „Upp
með ermarnar, við
leysum þetta.“
Getur þú leyst þessa
eldspýtnaþraut?
Konráð
á ferð og flugi
og félagar
402
Það má
aðeins færa
tvær eldspý
tur til
að mynda k
lukkuna
30 mínútur
yfir fjögur.
Ekki má brj
óta né
beygja neina
eldspýtu.
?
?
?
Lausn á gátunni
Takið efstu eldspýtuna á fyrsta kassanum og færið hana fyrir neðan hægri
eldspýtuna, þá eru þið komin með töluna fjóra. Færið svo eldspýtuna sem er
vinstra megin í miðkassanum og setjið hana þvert inn í kassann, þá eru þið
komin með töluna þrjá.?
Listaverkið Karen Erla Stefánsdóttir bjó til þessa mynd af páfagauknum Bláum úr teiknimyndinni Rio.
Máni og Róbert. „Við vorum að leika tröll og hlupum hratt en mamma náði
okkur. Svo földum við okkur.“ FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
Tveir drengir eru að leika sér á
stórri grasflöt og þar eru greinar
sem einhver hefur klippt af runn-
um og trjám nýlega. Svo eru rólur
og rennibraut þar líka og það er sól
og vor og gott veður. Drengirnir
hafa komið á hjólunum sínum
og fara greinilega vel með þau.
Þeir heita Róbert Aron og Adrian
Máni og eru kallaðir Róbert og
Máni. Róbert er fimm ára og Máni
fjögurra.
Eruð þið miklir vinir, strákar?
Róbert: Við erum bræður og líka
vinir.
Sláist þið aldrei?
Máni: Nei, við bara leikum.
Róbert: Svo skoðum við alls konar
í náttúrunni, skeljar og pöddur.
Hafið þið séð eitthvað merkilegt
nýlega?
Róbert: Við sáum flugu í gær á
svölunum okkar. Hún var stór.
Máni: Já, það voru svona armar
á henni (býr til V úr tveimur
puttum).
Ætlaði hún að stinga ykkur?
Róbert: Nei, hún var reyndar úti og
við vorum inni.
Máni: Hún heyrði heldur ekk-
ert. En við sáum aðra og hún var
slösuð.
Fóruð þið með hana á spítala?
Róbert: Nei, ég veit ekki um neinn
fluguspítala.
Máni: Við þurfum að byggja flugu-
spítala. En það eru drekaflugur á
Kanarí. Þær eru flottar.
Hafið þið eitthvað farið í göngu
nýlega?
Máni: Já, í Laugardalinn. Við
vorum að leika tröll og hlupum
hratt en mamma náði okkur. Svo
földum við okkur.
Róbert: Svo fórum við í fjöru í gær,
nýja fjöru og við höfum líka farið
upp á fjall sem er langt í burtu.
(Meðan við spjöllum saman eru
þeir bræður að leika sér með
greinarnar og Máni fer ferð eftir
ferð með fullt fang af þeim upp í
turninn fyrir ofan rennibrautina.)
Róbert snýr sér að bróður sínum:
Má ég greyma prik í húsinu þínu,
Máni?
Já, svarar Máni og klifrar enn eina
ferð upp í turninn. Allt í einu kallar
hann: Hjálp, ég er í vandræðum. Ég
er fastur.
Við sem erum nærstödd veltum
fyrir okkur hvort við verðum að
panta þyrlu, Diddi ljósmyndari
stingur upp á þyrlu Hvolpasveitar-
innar.
Róbert: Þegar ég verð stór ætla ég
að læra að fljúga þyrlu.
Máni: Ég ætla að verða ruslamaður
og keyra ruslabíl.
Þurfum að byggja
fluguspítala
ÞEGAR ÉG VERÐ STÓR
ÆTLA ÉG AÐ LÆRA AÐ
FLJÚGA ÞYRLU.
Róbert
ÉG ÆTLA AÐ VERÐA RUSLA-
MAÐUR OG KEYRA RUSLABÍL.
Máni
2 . M A Í 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R32 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
KRAKKAR