Fréttablaðið - 02.05.2020, Side 72

Fréttablaðið - 02.05.2020, Side 72
RITSTJÓRN ritstjorn@frettabladid.is AUGLÝSINGADEILD auglysingar@frettabladid.is PRENTUN Torg ehf. DREIFING Póstdreifing ehf. dreifing@postdreifing.is 550 5000 buzzador® Margrétar Kristmannsdóttur BAKÞANKAR © Inter IKEA System s B.V. 2020 Laugarásvegur 1 Pantaðu á skubb.is OG FÁÐU HEIMSENT Það er áhugavert að reka 90 ára gamalt fjölskyldufyrir-tæki sem hefur geymt f lest gögn sem skipta máli. Þegar lesið er í gegnum söguna er erfitt að ímynda sér þær áskoranir sem stjórnendur á fyrri hluta 20stu aldarinnar glímdu við. Fyrir utan heimsstyrjaldir og heimskreppu var kaupmennskan niðurnjörvuð og í heljargreipum skömmtunar. Allt þetta lærðu menn að lifa við og komast í gegnum. Undanfarin ár hafa verið okkur atvinnurekendum hagfelld og margt gengið okkur í haginn. En með tilkomu Covid þarf nútíma- stjórnandinn skyndilega að kljást við sína fyrstu heimsstyrjöld, þó vissulega sé hún ekki í formi stríðsátaka þar sem menn berast á banaspjótum. Andstæðingurinn er pínulítill sem við ráðum þó ekki við og skaðinn sem hann veldur er meiri en nokkurn óraði fyrir. Við stöndum ráðþrota og reynum að þreifa okkur áfram í þokunni. Það er stundum sagt að auðvelt sé að stjórna í góðæri, fyrst reyni á þegar harðnar á dalnum. Við höfum síðustu daga fylgst með stjórnendum í íslensku atvinnulífi taka sársaukafullar ákvarðanir, sem þeir hafa f lestir gert af æðru- leysi. Þeir koma einfaldlega fram, lýsa stöðunni eins og hún er og hvernig bregðast þurfi við. Sam- félagið sýnir skilning enda blasir eyðileggingin við. Þegar erfiðleikar steðja að er oft gott að setja hlutina í samhengi. Yfir 95% jarðarbúa vildu án efa skipta við okkur og glíma við okkar erfiðleika og aðstæður en sínar eigin. Og þó að við höfum f lest ætlað að gera margt á næstu mánuðum sem ekki er hægt í bili – eru draumar okkar ekkert farnir heldur hafa einfaldlega verið settir á bið. Margir hafa verið í verri stöðu en það! Yfir 95% vildu skipta

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.