Gríma - 15.09.1931, Page 19

Gríma - 15.09.1931, Page 19
MÓHOSÓTTI HUNDURINN 17 skerst upp og fram frá Hleiðargarði, og Gilsárdalur heitir. Veður var gott og gangfæri hið bezta. Gekk hann langa hríð og varð ekki kinda var. Þegar líða tók á daginn, fór að skyggja í lofti og leið eigi á löngu áður en yfir skall þoka svo þykk, að varla sá handaskil. Ætlaði Sigurður þá að snúa aftur, en villtist brátt og vissi ekki, hvað hann fór. Gekk hann þannig langa hríð, þar til er hann fann að halla tók undan fæti, og skömmu síðar létti þokunni nokkuð. Sá hann þá að hann var staddur í dalbotni, sem hann kannaðist ekki við; var þar hraun mikið og illt yfirferðar. Litaðist hann nú um nánar og sá þá skammt frá sér tvö lömb, grá að lit; gekk hann til þeirra og hugði að þeim og sá að þau voru bæði úr Eyjafirði. Hugðist hann nú að halda heimleiðis með lömbin, en í þeim svifum barst að vitum hans megn reykjarþefur, líkastur því sem viði væri brennt. Þótti honum þetta undarlegt og fór því að gefa nán- ari gætur að umhverfinu. Sá hann þá reykjareim leggja upp úr hrauninu á nokkrum stöðum og í sömu svipan varð hann var við hund móhosóttan, ákaf- lega mikinn og grimmdarlegan; var hundur þessi spölkorn í burtu og stefndi í áttina til hans. Sigurði þótti ekki ráðlegt að bíða seppa, heldur tók hann á rás sem mest hann mátti upp úr dalbotninum. Sá hann að hundurinn elti hann, en veittist eftirförin erfið í hrauninu. Hélt Sigurður áfram hlaupunum allt hvað af tók, og svo sagði hann frá síðar, að þá hefði hann hert mest að sér á æfi sinni; vissi hann af hundinum á eftir sér nokkra stund, og köll og eggjanir þóttist hann heyra á eftir sér, þegar hann fór upp úr dalnum. Lét hann svo ganga langa hríð, að hann linnti ekki á sprettinum. Komst hann um Qrlma V. 2

x

Gríma

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.