Gríma - 15.09.1931, Síða 19

Gríma - 15.09.1931, Síða 19
MÓHOSÓTTI HUNDURINN 17 skerst upp og fram frá Hleiðargarði, og Gilsárdalur heitir. Veður var gott og gangfæri hið bezta. Gekk hann langa hríð og varð ekki kinda var. Þegar líða tók á daginn, fór að skyggja í lofti og leið eigi á löngu áður en yfir skall þoka svo þykk, að varla sá handaskil. Ætlaði Sigurður þá að snúa aftur, en villtist brátt og vissi ekki, hvað hann fór. Gekk hann þannig langa hríð, þar til er hann fann að halla tók undan fæti, og skömmu síðar létti þokunni nokkuð. Sá hann þá að hann var staddur í dalbotni, sem hann kannaðist ekki við; var þar hraun mikið og illt yfirferðar. Litaðist hann nú um nánar og sá þá skammt frá sér tvö lömb, grá að lit; gekk hann til þeirra og hugði að þeim og sá að þau voru bæði úr Eyjafirði. Hugðist hann nú að halda heimleiðis með lömbin, en í þeim svifum barst að vitum hans megn reykjarþefur, líkastur því sem viði væri brennt. Þótti honum þetta undarlegt og fór því að gefa nán- ari gætur að umhverfinu. Sá hann þá reykjareim leggja upp úr hrauninu á nokkrum stöðum og í sömu svipan varð hann var við hund móhosóttan, ákaf- lega mikinn og grimmdarlegan; var hundur þessi spölkorn í burtu og stefndi í áttina til hans. Sigurði þótti ekki ráðlegt að bíða seppa, heldur tók hann á rás sem mest hann mátti upp úr dalbotninum. Sá hann að hundurinn elti hann, en veittist eftirförin erfið í hrauninu. Hélt Sigurður áfram hlaupunum allt hvað af tók, og svo sagði hann frá síðar, að þá hefði hann hert mest að sér á æfi sinni; vissi hann af hundinum á eftir sér nokkra stund, og köll og eggjanir þóttist hann heyra á eftir sér, þegar hann fór upp úr dalnum. Lét hann svo ganga langa hríð, að hann linnti ekki á sprettinum. Komst hann um Qrlma V. 2
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Gríma

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.