Gríma - 15.09.1931, Page 20

Gríma - 15.09.1931, Page 20
18 MÓHOSÓTTI HUNDURINN síðir niður í dal einn. Birti þá upp þokuna að fullu og þekkti hann sig þar; var hann kominn í afrétt þann, er Djúpidalur heitir, og er þá skammt til bæja. Komst hann þangað við illan leik, nær dauða en lífi, og rann blóð af vitum hans. Daginn eftir var honum fylgt heim á hesti. Lagðist hann þegar i rekkju með áköfum blóðspýtingi, lá lengi vetrar og náði sér aldrei að fullu eftir hlaupin; var hann líka kominn af léttasta skeiði, er hann fór ferð þessa. Eftir það er Sigurður var hress orðinn eftir fjallaferðina, tók hann við fjárgeymslu, og leið svo fram um hríð. Dóttur átti hann uppkomna, er Þor- björg hét; stóð hún fyrir búi með föður sínum, því að Sigurður var ekkjumaður; hafði hún öll innan- bæjarverk á hendi. Sigurður fór hvem morgun snemma á fætur til gegninga, og fór Þorbjörg vana- lega fram til sinna verka um sama leyti. Eitt kvöld hafði Sigurður orð á því við dóttur sína, að ekki mundi hann fara snemma á fætur morguninn eftir, því að í nótt yrði einhver sá á ferðinni, er fús væri á að hitta hann einsamlan; þó taldi hann henni ó- hætt að klæðast í sama mund og vant væri og gegna störfum sínum, en óþarft væri að hún opnaði bæinn, þótt hún yrði einhvers vör. Morguninn eftir lá Sig- urður kyrr í rúmi sínu, en Þorbjörg klæddist og gekk fram til búverka. Heyrði hún þá, að rjálað var við bæjarhurðina; taldi hún lítilsvert um það, sem karl faðir hennar hafði skrafað kvöldinu áður, opn- aði bæjarhurðina og leit út. Sá hún þá á hlaðinu móhosóttan hund, svo rnikinn og illilegan, að hún þóttist engan slíkan séð hafa, en eigi varð hún manna vör. Skellti hún bæjarhurðinni í lás hið skjótasta og gekk til baðstofu. Var þá faðir hennar

x

Gríma

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.