Gríma - 15.09.1931, Blaðsíða 20

Gríma - 15.09.1931, Blaðsíða 20
18 MÓHOSÓTTI HUNDURINN síðir niður í dal einn. Birti þá upp þokuna að fullu og þekkti hann sig þar; var hann kominn í afrétt þann, er Djúpidalur heitir, og er þá skammt til bæja. Komst hann þangað við illan leik, nær dauða en lífi, og rann blóð af vitum hans. Daginn eftir var honum fylgt heim á hesti. Lagðist hann þegar i rekkju með áköfum blóðspýtingi, lá lengi vetrar og náði sér aldrei að fullu eftir hlaupin; var hann líka kominn af léttasta skeiði, er hann fór ferð þessa. Eftir það er Sigurður var hress orðinn eftir fjallaferðina, tók hann við fjárgeymslu, og leið svo fram um hríð. Dóttur átti hann uppkomna, er Þor- björg hét; stóð hún fyrir búi með föður sínum, því að Sigurður var ekkjumaður; hafði hún öll innan- bæjarverk á hendi. Sigurður fór hvem morgun snemma á fætur til gegninga, og fór Þorbjörg vana- lega fram til sinna verka um sama leyti. Eitt kvöld hafði Sigurður orð á því við dóttur sína, að ekki mundi hann fara snemma á fætur morguninn eftir, því að í nótt yrði einhver sá á ferðinni, er fús væri á að hitta hann einsamlan; þó taldi hann henni ó- hætt að klæðast í sama mund og vant væri og gegna störfum sínum, en óþarft væri að hún opnaði bæinn, þótt hún yrði einhvers vör. Morguninn eftir lá Sig- urður kyrr í rúmi sínu, en Þorbjörg klæddist og gekk fram til búverka. Heyrði hún þá, að rjálað var við bæjarhurðina; taldi hún lítilsvert um það, sem karl faðir hennar hafði skrafað kvöldinu áður, opn- aði bæjarhurðina og leit út. Sá hún þá á hlaðinu móhosóttan hund, svo rnikinn og illilegan, að hún þóttist engan slíkan séð hafa, en eigi varð hún manna vör. Skellti hún bæjarhurðinni í lás hið skjótasta og gekk til baðstofu. Var þá faðir hennar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Gríma

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.