Gríma - 15.09.1931, Page 42

Gríma - 15.09.1931, Page 42
40 SAGAN AF SVANLAUGU OG HALLÞÖRI Hljóp Hallþór á karlinn; varð þar harður atgangur, því að karl var hinn magnaðasti og hafði verið helj- armenni, en var stirður og mæddist eftir nokkra viðureign. Lauk viðskiftum þeirra svo, að Hallþór lagði karl á leggjabragði. Komu þá fleiri til og settu hann í fjötra. En af Grana er það að segja, að hann hljóp á ræningja systur sinnar, náði á honum undir- tökum, hóf hann á loft og rak niður fall mikið, svo að útileguþjófnum lá við öngviti. Var hann þá skjótt settur í bönd. Var það vanséð, hvort útilegu- menn hefði orðið yfirunnir, ef þeir hefðu getað náð vopnum sínum, sem voru hin beztu og dýrgripir miklir. Hlutu þeir Hallþór og Grani þau og áttu síð- an. Nú voru þeir fluttir úr hellinum, og látnir liggja þar í böndum meðan byggðamenn könnuðu hellinn. Fundu þeir þar ógrynni auðæfa í kjöti, tólg og ull og gærum, auk ýmissa fágætra muna og svo peninga, sem bófar þessir höfðu rænt og stolið víðsvegar um land. Svo fara þeir til árinnar, eftir tilvísan Hall- þórs og finna þar fé útilegumanna í hellinum. Var það bæði margt og vænt, svo að tveir sauðir lögðu sig sem gildir þrír sauðir úr sveit. Fara þá tveir menn með það til byggða, en hinir fjórir með fang- ana og flutning allan á hestunum. Þegar komið er heim í sveitina, eru útilegumennirnir sendir yfir- valdinu til gæzlu, þar til er dómur félli í máli þeirra. Voru þeir dæmdir líflausir fyrir illverknað sinn margskonar, er þeir játuðu á sig sjálfir, áður þeir urðu höggnir. En það lét karl, faðir úlfs, í ljósi á aftökustaðnum, að hið eina, sem hann gæti eigi sætt sig við, væri það, að geta eigi svalað bræði sinni á Svanlaugu og drepið hana, áður en hann léti lífið. Sagði hann að spá sín í Þjófadal hefði rætzt, að

x

Gríma

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.