Gríma - 15.09.1931, Síða 42

Gríma - 15.09.1931, Síða 42
40 SAGAN AF SVANLAUGU OG HALLÞÖRI Hljóp Hallþór á karlinn; varð þar harður atgangur, því að karl var hinn magnaðasti og hafði verið helj- armenni, en var stirður og mæddist eftir nokkra viðureign. Lauk viðskiftum þeirra svo, að Hallþór lagði karl á leggjabragði. Komu þá fleiri til og settu hann í fjötra. En af Grana er það að segja, að hann hljóp á ræningja systur sinnar, náði á honum undir- tökum, hóf hann á loft og rak niður fall mikið, svo að útileguþjófnum lá við öngviti. Var hann þá skjótt settur í bönd. Var það vanséð, hvort útilegu- menn hefði orðið yfirunnir, ef þeir hefðu getað náð vopnum sínum, sem voru hin beztu og dýrgripir miklir. Hlutu þeir Hallþór og Grani þau og áttu síð- an. Nú voru þeir fluttir úr hellinum, og látnir liggja þar í böndum meðan byggðamenn könnuðu hellinn. Fundu þeir þar ógrynni auðæfa í kjöti, tólg og ull og gærum, auk ýmissa fágætra muna og svo peninga, sem bófar þessir höfðu rænt og stolið víðsvegar um land. Svo fara þeir til árinnar, eftir tilvísan Hall- þórs og finna þar fé útilegumanna í hellinum. Var það bæði margt og vænt, svo að tveir sauðir lögðu sig sem gildir þrír sauðir úr sveit. Fara þá tveir menn með það til byggða, en hinir fjórir með fang- ana og flutning allan á hestunum. Þegar komið er heim í sveitina, eru útilegumennirnir sendir yfir- valdinu til gæzlu, þar til er dómur félli í máli þeirra. Voru þeir dæmdir líflausir fyrir illverknað sinn margskonar, er þeir játuðu á sig sjálfir, áður þeir urðu höggnir. En það lét karl, faðir úlfs, í ljósi á aftökustaðnum, að hið eina, sem hann gæti eigi sætt sig við, væri það, að geta eigi svalað bræði sinni á Svanlaugu og drepið hana, áður en hann léti lífið. Sagði hann að spá sín í Þjófadal hefði rætzt, að
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Gríma

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.