Gríma - 15.09.1931, Side 49

Gríma - 15.09.1931, Side 49
SAGAN AF GLÚMI OG GEIRDÍSI 41 en þeir láta vel yfir og geta þó ekki neins fremur. Leið nú fram um hríð. Þá var það einhverju sinni, að Eyvindur kemur að máli við Geirdísi systur sína, og segir að hún muni vilja vita, hvað hann hafi gert við menið góða, er hún hafi fengið honum, áður en hann fór í sauðaleitina um haustið. Hún svarar því, að það muni vera sér jafnkunnugt sem honum, þótt hann hefði eigi fyrr frætt hana um það. »Hefur Glúmur hitt mig«, segir hún, »er eg hef gengið til laugar, og veit eg sætt ykkar. En mér þykir illt til þess að vita, að þið, bræður mínir, voruð þær mann- leysur, að hafa þá ekki heim með ykkur í haust og geyma þá hér. Veit eg eigi, hvar á sér röskleik ykk- ar. Það megið þið vita, að margt getur að einum tveim mönnum orðið um hávetur í óbyggðum, þótt eg viti að þá skorti eigi þrek og áræði. Mun eg eigi mæla fleira um þetta að sinni, en nú reynir mest á drengskap ykkar«. Eyvindur þykktist við ákúrur systur sinnar og kveður það eigi hafa verið ráðlegt, að færa útilegumenn öllum á óvart heim í byggð. »Verðum vér«, segir hann, »að leyna ætt þeirra og óðali, því að ella munu þeir verða dæmdir af yfir- völdum, án málsbóta«. Skilja þau svo talið. Leið nú þessi vetur fram á vormánuði. Þá var það eina nótt, að Eyvind dreymdi, að ungur maður, knálegur, kom að rúmi hans og kvað vísu þessa: »Rann einn Refur of fannir; ræður hann ykkur, bræður: gangið til sauða svangra og sækið bróður frækinn«. Við það vaknar hann og sér þá manninn ganga

x

Gríma

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.