Gríma - 15.09.1931, Blaðsíða 49

Gríma - 15.09.1931, Blaðsíða 49
SAGAN AF GLÚMI OG GEIRDÍSI 41 en þeir láta vel yfir og geta þó ekki neins fremur. Leið nú fram um hríð. Þá var það einhverju sinni, að Eyvindur kemur að máli við Geirdísi systur sína, og segir að hún muni vilja vita, hvað hann hafi gert við menið góða, er hún hafi fengið honum, áður en hann fór í sauðaleitina um haustið. Hún svarar því, að það muni vera sér jafnkunnugt sem honum, þótt hann hefði eigi fyrr frætt hana um það. »Hefur Glúmur hitt mig«, segir hún, »er eg hef gengið til laugar, og veit eg sætt ykkar. En mér þykir illt til þess að vita, að þið, bræður mínir, voruð þær mann- leysur, að hafa þá ekki heim með ykkur í haust og geyma þá hér. Veit eg eigi, hvar á sér röskleik ykk- ar. Það megið þið vita, að margt getur að einum tveim mönnum orðið um hávetur í óbyggðum, þótt eg viti að þá skorti eigi þrek og áræði. Mun eg eigi mæla fleira um þetta að sinni, en nú reynir mest á drengskap ykkar«. Eyvindur þykktist við ákúrur systur sinnar og kveður það eigi hafa verið ráðlegt, að færa útilegumenn öllum á óvart heim í byggð. »Verðum vér«, segir hann, »að leyna ætt þeirra og óðali, því að ella munu þeir verða dæmdir af yfir- völdum, án málsbóta«. Skilja þau svo talið. Leið nú þessi vetur fram á vormánuði. Þá var það eina nótt, að Eyvind dreymdi, að ungur maður, knálegur, kom að rúmi hans og kvað vísu þessa: »Rann einn Refur of fannir; ræður hann ykkur, bræður: gangið til sauða svangra og sækið bróður frækinn«. Við það vaknar hann og sér þá manninn ganga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Gríma

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.