Gríma - 15.09.1931, Page 64

Gríma - 15.09.1931, Page 64
62 FRÁ JÓNI BISKUP VÍDALÍN mér«, svaraði biskup; »eg hef skipað svo fyrir við ráðsmann minn, að hann rnegi veita gistingu hverj- um, sem þarf og beiðist þess«. »Já«, sagði pilturinn, »en mér þótti það betra og fullkomnara að biðja yður sjálfan«. »Farðu þá inn«, sagði biskup og vís- aði honum til baðstofu hjá heimamönnum. — Að nokkurri stundu liðinni kemur biskup aftur í bað- stofu og tekur piltinn tali. »Hvert ert þú að fara, piltur minn?« spyr hann. »Ætli eg sé ekki að fara um eins og fleirk, svarar pilturinn. »IÁanntu ekkert að vinna?« spyr biskup. »Það er lítið«, svarar pilt- urinn. »Eitthvað kanntu að gera, og nefndu eitthvað til«, segir biskup. »Eg kann að rífa þorskhöfuð«, segir pilturinn. »Það er lítil íþrótt, en betri en ekki«, segir biskup. Lætur hann þá sækja tvö þorskhöfuð jafnstór, fær piltinum annað höfuðið og segir: »Eg ætla nú að rífa annað höfuðið þér til samlætis«. Biskup var allra manna fljótastur að rífa þorskhöf- uð, og urðu þeir jafnfljótir. Lét biskup öll beinin tolla saman, en pilturinn allan matinn, og er það torveldara. »Þú getur líklega lært fleira en þetta«, segir biskup, »og finndu mig í fyrra málið, áður en þú ferð af stað«. Pilturinn fékk bezta beina um kvöldið, en um morguninn var hann leiddur í stofu til biskups. »Langar þig ekki til að læra eitthvað til bókarinnar?« spurði biskup. »Jú«, svaraði pilturinn, »ef eg ætti kost á því«. »Eg held það sé bezt, að þú verðir hér eftir«, sagði biskup. Tók hann síðan pilt- inn að sér, lét kenna honum til prests, og varð hann hinn merkasti maður. I>egar Jón biskup hafði lokið við hið mikla meist- araverk sitt, húspostilluna, sendi hann handritið til yfirlestrar þrem merkustu prestum landsins, séra

x

Gríma

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.