Gríma - 15.09.1931, Page 68

Gríma - 15.09.1931, Page 68
66 SAGAN AF FORVITNA JÓNI 16. Sagan ai Forvitna-Jdni. (F/ftir sögn Önnu K. Sigfúsdóttur 1901. Handrit Þorsteins M. Jónssonar). Einu sinni var prestur, er bjó á kirkjujörð einni við sjó; hann var kvongaður og átti son, sem Jóu hét. Hann var svo forvitinn, að hann var almennt kallaður Forvitni-Jón. Eitt sinn veiktist prestskon- an og var þungt haldin. Hún kallar þá á Jón son sinn og biður hann að leggja niður forvitni sína. Jón lofar því. »Því að þú munt«, sagði móðir hans, »hljóta illt af forvitni þinni. Eg mun nú deyja, og segir mér svo hugur um, að faðir þinn taki sér aðra konu, og ekki er víst hvort hún verður mennsk eða álfkona«. I annað sinn átti prestskonan tal við mann sinn og segir við hann: »Eg ætla að biðja þig að kvænast ekki, þótt eg deyi, sem eg er viss um að verð- ur«. — Prestur lofar henni þessu. — »Einnig ætla eg að biðja þig að vera góðan við Jón son okkar«. Hann lofar því. Skömmu seinna andaðist prests- konan. Þess verður að geta, að Jón var lítið gefinn fyrir bækur og vildi ekkert læra. Yndi hans var að gæta fjár. — Jón var mjög daufur eftir dauða móður sinnar og var jafnan að ganga við fé. Nokkru fyrir jól lætur prestur þau boð ganga út um sveitina, að hann verði eigi heima um jólin; en enginn veit hvert hann ætlar. Þá er Jón heyrir þetta, hugsar hann með sér, að gaman væri að vita, hvert faðir hans ætli og hugsar sér nú að komast með hon-

x

Gríma

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.