Gríma - 15.09.1931, Page 81

Gríma - 15.09.1931, Page 81
DAUÐI BRANDS í HAGA 79 á hólinn og æddi um hann fram og aftur, sem óður væri og lét sem hann væri að verjast einhverju. Mönnum þóttu kynlegar þessar aðfarir hans, en skiftu sér samt ekkert af honum. Þegar fólkið í Haga var búið að lúka morgun- verkum, ætlaði Björn bóndi að fara að lesa húslest- ur. Hann lét kalla á Brand og kom hann þá inn og var síðan byrjað að lesa. Sáu menn að Brandur var allur eins og á glóðum og sat hann skamma stund, áður en hann stóð upp og gekk út. Aldrei hafði Brandur haft það til siðs að ganga út á með- an á húslestri stóð; var unglingur einn sendur út á eftir honum til að vita, hvað honum liði. Sá ung- lingurinn að Brandur var vestur á hólnum og lét sem hann ætti í áköfum bardaga við eitthvað. Síðan gekk unglingurinn inn aftur. Þegar lestrinum var lokið, gekk bóndi þegar út til að vita, hvað Brandi liði. Hann sá þá Brand hvergi og fór að leita hans og fann hann í smiðjukofa einum, þar vestan undir bænum. Lá hann þar dauður, var allur blár og bólg- inn og beinbrotinn. Brandur hafði þótt kunna nokkuð fyrir sér og var það trú manna, að hann hefði vakið upp draug úr Neskirkjugarði, sem er næsti bær við Haga, og sent Sandsbóndanum. Trúðu menn því, að bóndinn á Sandi kynni líka nokkuð fyrir sér, hefði hann getað komið draugnum af sér og sent Brandi hann aftur; hefði það verið draugurinn, sem menn sáu að Brand- ur var að verja sig fyrir vestur á hólnum og hefði hann að lokum borið lægra hlut. Brandur var grafinn í norðausturhorninu í Nes- kirkjugarði; sést leiði hans enn í dag og er kallað Drauga-Brandsleiði.

x

Gríma

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.