Bændablaðið - 23.06.2016, Blaðsíða 1
12. tölublað 2016 ▯ Fimmtudagur 23. júní ▯ Blað nr. 469 ▯ 22. árg. ▯ Upplag 33.000
Bændur og ferðaþjónusturekendur í Landbroti og Meðallandi komnir í stríð við ríkisstofnanir vegna vatnsleysis:
„Látum ekki misvitra fræðimenn í Reykjavík
stýra því hvort við lifum eða deyjum“
– segir Hörður Davíðsson, framkvæmdastjóri Hótels Laka, sem hyggur á aðgerðir til að veita vatni úr Skaftá inn á svæðið
Grafalvarleg stað er nú komin
upp varðandi vatnsleysi á bæjum
í Landbroti og Meðallandi
í Skaftárhreppi í Vestur-
Skaftafellssýslu. Ástæðan er að
í kjölfar Skaftárhlaups í vetur
lokaðist fyrir vatnsrásir niður í
Eldhraun, þannig að ár og lækir
eins og Grenlækur hafa þornað
upp. Þá hafa þurrkar í vor ekki
lagað ástandið.
Hörður Davíðsson, framkvæmda -
stjóri Hótels Laka, segir að grunn-
vatnsstaða á svæðinu hafi lækkað
um allt að sex metra. Grenlækur,
Tungulækur, Sýrlækur og Jónskvísl
eru meðal þeirra áa og lækja í
Landbroti sem vatn er að mestu
hætt að renna um.
„Þetta er tifandi tímasprengja
fyrir svæðið í heild. Það eru
allir lindarlækir horfnir niður að
Landbrotsvegi. Grunnvatnsstaða í
borholum er líka orðin það lág að
það er farið að skapa hættu fyrir
búskap og annan rekstur á svæðinu.
Þetta er því komið á mun alvarlegra
stig en það stórtjón sem þegar er
orðið í Grenlæk,“ segir Hörður.
Þess má geta að Grenlækur er
á náttúruminjaskrá og ber því að
vernda hann sem slíkan. Auk þess
er hann talinn mjög mikilvægur
fyrir sjóbirting, (sjógenginn urriða)
og bleikju.
-En er hægt að bæta úr þessari
stöðu?
„Já, það er hægt að laga þetta
og það hefur verið nokkur sátt um
leiðir til þess í fjölmörg ár. Rennslið
inn á svæðið breyttist hins vegar
mikið í stóra Skaftárhlaupinu síð-
astliðið haust. Þá virðast sumir hafa
skipt um skoðun og ekki má lengur
færa rennslið til fyrra horfs, heldur
er allt háð leyfum frá Orkustofnun
sem er komið með alræðisvald í
málinu.“
Hörður segir að vatn úr Skaftá
hafi margþætt áhrif á vatnasvæðinu
sem eru í raun tvö. Það er svæðið
í kringum Botna og vesturhluta
Meðallands og Eldvatns. Síðan er
það austursvæðið sem nær yfir allt
Landbrotið.
Fer í aðgerðir fljótlega
„Það er ljóst að við bíðum ekki
mjög lengi eftir niðurstöðu hjá
Skipulagsstofnun. Það verður farið
í aðgerðir fljótlega ef ekkert gerist.
Allavega fer ég í það og þá verða
menn bara að reyna að stöðva mig.
Okkur ber að verja okkar fyrirtæki
og hlunnindi jarðanna. Við látum
ekki einhverja misvitra fræðimenn
í Reykjavík stýra því algjörlega
hvort við lifum eða deyjum,“ segir
Hörður Davíðsson.
Málið er fast í flóknu kerfi
Það sem gerir málið enn erfiðara
er að bændur þurfa nú að berjast
við margar ríkisstofnanir og mörg
ráðuneyti sem hafa lögsögu á mis-
munandi forsendum. Þar er um að
ræða Vegagerðina, Landsvirkjun
og Orkustofnun. Veiðimálastofnun
hefur hins vegar enga lögsögu til
að tryggja vatn inn á mikilvægt
göngu- og hrygningarsvæði urriða
og bleikju í Grenlæk. Það er að eyði-
leggjast vegna vatnsleysis. Því til
viðbótar þá fá rafstöðvar bænda á
svæðinu ekki vatn lengur sem skapar
eigendum verulegt tjón.
Helgi Vilbergsson, bóndi á
Arnardranga, segir stöðuna þannig
að vatnsþurrð sé að verða á svæð-
inu. Málið þoli því enga bið.
Guðni A. Jóhannesson orku-
málastjóri segist ekkert geta sagt
um hvort hægt sé að bregðast við
stöðunni með skjótum hætti. Verið
sé að skoða málið víða í kerfinu,
en staðan sé flókin. /HKr.
– Sjá nánari umfjöllun um
málið á bls. 10 og 12
Hörður Davíðsson, framkvæmdastjóri Hótels Laka við Stórafoss, sem er á 6. svæði við Grenlæk. Þarna er frægur veiðistaður. Vatnið í hylnum sýnir vel grunnvatnsstöðuna í Landbrotshrauninu.
Grunnvatnið verður að hækka meira enn 5 metra áður en það fer að renna fram farveginn. Þess má geta að Grenlækur er á náttúruminjaskrá. Mynd / Böðvar Pétursson
2
Bændum
fækkar á
Ströndum
Jane Goodall:
Auka þarf hlut smábýla
í framleiðslu matvæla
24
Takmarkalaus þrjóska
og næg kunnátta
36-37