Bændablaðið - 23.06.2016, Blaðsíða 60

Bændablaðið - 23.06.2016, Blaðsíða 60
60 Bændablaðið | Fimmtudagur 23. júní 2016 Fjárræktarbúið á Hesti var sett á stofn árið 1943. Eigandi þess var landbúnaðardeild Atvinnudeildar Háskóla Íslands. Halldór Pálsson var forstjóri hennar. Um leið var hann stjórnandi alls faglegs starfs á Hesti jafnframt því að vera landsráðunautur BÍ í sauð- fjárrækt. Grunnstofn Hestfjárins þegar það var stofnað var mynd- aður með kaupum á fé vítt og breitt um land þar sem Halldór taldi vera fé vel fallið til kynbóta að hans mati. Það eitt væri efni í stuttan pistil. Mæðuveikin var hins vegar strax frá byrjun þessarar fjárræktar heim- ilisdraugur og hann var athafna- samur. Tilraunastarf var því örðugt. Þarna gerði Halldór samt eina af sínum heimsþekktu tilraunum, um áhrif fangs á fyrsta vetri á vöxt og þroska áa. Bústjóri á Hesti fyrstu árin var Páll Jónsson frá Grænavatni í Mývatnssveit, sem var þegar lands- frægur fyrir frábært fjárræktarstarf á þeim tíma. Þessum fyrsta þætti fjárræktarinnar á Hesti lauk með fjárskiptaniðurskurði haustið 1950. Ég hafði lengi vitað að á Hesti var að finna fjárbækur færðar af Halldóri um allt féð frá upphafi til fjárskipt- anna. Þegar ég átti í vor lausa dag- stund á Hesti fór ég því að blaða í bókunum og sá strax að auðvelt væri að draga fram yfirlit um einn hluta ræktunarinnar á þessum árum sem lítt hefur verið fjallað um en má ekki týnast. Þetta eru tilraunirnar með inn- blöndun á skosku fjárkynjunum. Ég vissi að þegar síðasti innflutn- ingurinn af skoska fénu átti sér stað hafði Halldór lagt grunn að saman- burðartilraun með þetta fé. Oft sagði hann mér af einu og öðru um það en því miður gafst honum aldrei tími til að vinna sjálfur uppgjör saman- burðarins og skrifa um hann. Til er stutt viðtal við hann í bresku bænda- blaði þar sem hann m.a. greinir frá nokkrum þeirra atriði sem koma fram síðar í þessari grein. Síðasti þekkti innflutningur á lif- andi fé sem vitað er um áður en algert bann var sett á innflutning á lifandi búfé til Íslands var árið 1878. Muna þarf að sjúkdómar munu aðeins hafa borist til landsins og dreifst út nema með einu af þeim fjárkynjum sem flutt voru til landsins á tuttugustu öld. Strax í byrjun tuttugustu aldar hefjast verulegar umræður hér á landi um innflutning á breskum fjár- kynjum til sláturfjárbóta. Þar voru fremstir í flokki áhugaliðsins þeir Þorbergssynir, Jón og Hallgrímur, sem líka störfuðu á þessum árum að leiðbeiningum í sauðfjárrækt á vegum BÍ. Lagabreyting sem leyfði innflutning var samþykkt árið 1931 á Alþingi og inní hana var á síðustu stundu einnig skotið inn ákvæði sem leyfði innflutning á Karakúlkfé. Til Skotlands að velja Border Leichester fé Árið 1932 fer Hallgrímur Þorbergsson til Skotlands á vegum BÍ til að velja Border Leichester (BL) fé til einblendingsræktar. Eftir tilskilda einangrun tekur Hallgrímur að sér framræktun þess á búi sínu á Halldórsstöðum í Laxárdal. Hrútar fóru fljótt að dreifast þaðan vítt um land. Litlir stofnar af hreinræktuðu fé munu hafa farið að Bjarnastöðum í Bárðardal og að Hvanneyri þar sem Runólfur Sveinsson var þá skóla- stjóri, en hann mun hafa verið þar sami eldhuginn og í flestum málum sem hann kom að á lífsleiðinni. Bændur og aðrir sem að sauð- fjárrækt komu á þessum árum munu strax hafa séð að þetta fé hafði meiri mótstöðu gegn mæðu- veikinni en íslenska féð. Áhugi á frekari innflutningi og því að reyna fleiri sauðfjárkyn frá Skotlandi var því mikill. Árið 1944 er veitt leyfi til innflutnings á sæði frá Skotlandi. Hirti Eldjárn sem þá starfaði sem búfjárræktarráðunautur hjá BÍ var falið verkið, dyggilega studdur af Halldóri Pálssyni. Sæddur var mikill fjöldi áa hér á landi í desember og byrjun janúar 1944-1945. Árangur sæðinganna var afleitur. Um 90 lömb munu hafa fæðst hér á landi sem röktu faðerni til þessara sæðinga. Border Leichester, Cheviót og Svarthöfða kyn Menn munu hafa í ljósi reynslunnar hafa séð að eina vonin væri að fá skoska hrúta flutta á sæðingastöð hér á landi og dreifa sæði þaðan (Guðmundur Gíslason hafði þá náð prýðisárangri með sæðingar úr íslenskum hrútum). Hjörtur fer því til Skotlands að nýju haustið 1945 til hrútakaupa. Snemma vetrar heldur hann sjóleiðis til íslands og flutti með sér átta hrúta. Nú höfðu bæst í hópinn auk BL hrúta, hrútar bæði af Cheviót (C) og Svarthöfða (S) kynj- um í Skotlandi. Í bréfi sem Hjörtur mun einnig hafa haft uppá vasann og var frá þarlendum dýralæknayfir- völdum kom fram að tveir hrútanna væru smitaðir af fótroti. Það mun þá hafa þótt saklaus sjúkdómur, jafn- vel læknanlegur. Í dag mun þetta hins vegar talin ein versta plága sem fjárbændur á Bretlandseyjum þurfa að kljást við. Bréf Hjartar vakti hins vegar litla hrifningu hérlendra dýralæknayfirvalda sem fyrirskip- uðu slátrun hrútanna og bönnuðu notkun þeirra. Eitthvað af sæði lak samt út úr hrútunum áður en til slátr- unar þeirra kom og segir af því hér á eftir. Þetta er síðasti innflutning- ur á lifandi sauðfé til Íslands og og þessir atburðir hafa ætíð síðan litað alla umræðu um innflutning á lifandi búfé hingað til lands. Rétt er að benda áhugasömum á að stórgóða frásögn af þessu má finna í frábærri ævisögu Hjartar „Spor eftir göngumann“ sem börn hans, Ingibjörg og Þórarinn, rituðu og gefin var út árið 1997. 14 Border Leichester kindur skráðar í fjárbækur á Hesti Víkjum þá sögunni að Hesti. Strax við upphaf búskapar þar koma nokkrar BL kindur og komu þær allar frá Hvanneyri. Þær tvær elstu eru að vísu færðar án fæðingarárs þannig að sá möguleiki að þær séu fengnar frá Halldórsstöðum er ekki útilokaður. Samtals eru 14 BL ær fæddar fyrir 1946 skráðar í fjár- bækur Hestsbúsins og eru flestar frá Hvanneyri en sex þeirra samt norðan frá Bjarnastöðum. Tvær af þessum ám voru hálfblóðsær en allar hinar hreinræktaðar. Samtals fann ég í bókunum fimm BL hrúta flesta fengna frá Hvanneyri og alla nema einn hreinræktaða, en einn var hálf- blóðs. Sumir fengu litla notkun og voru nokkrir seldir fullorðnir austur í Árnessýslu. Árgangur BL ánna frá 1946 telur 11 ær og voru tvær hreinkynja en hinar hálfblóðs og þær allar aðfengnar og átta þeirra frá Nesi í Höfðahverfi, og virðast allar dætur sama Skotans sem líklega var frá Halldórsstöðum. Haustið 1947 er settar á fimm hreinkynja BL ær. Ásetningur er drjúgur haustið 1948 en þá eru aldra fjórar hreinkynja ær, ein sem er að ¾ hlutum BL og átta hálfblóðs ær eða samtals 13 ær. Haustið 1949 sem er síðasti ásetn- ingur af þessu fé eru ásetningurinn 10 gimbrar og skiptast til helminga á hreinrækt og hálfblóðs. Cheviótféð á Hesti rekur allt uppruna sinna til sæðinganna í des- ember 1945. Virðist slíkra lamba hafa verið leitað þar sem þau var að finna í Borgarfirði og hafa verið föl þetta haust en örfáar gimbrar voru fæddar á Hesti en langflestar af bæjum í Leirár- eða Melasveit. Samtals fengust 16 hálfblóðs gimbr- ar til ásetnings af þessum uppruna haustið 1946. Samtals átti búið á þessum árum fjóra C hrúta sem allir voru hálfblóðs. Haustið 1947 eru ásetningsgimbrarnar sex með C blóði á Hesti, fjórar hálfblóðs en hinar tvær ¼. Hópurinn er hins vegar 14 haustið 1948 og skiptast til helminga í hálfblóðs og ¼. Síðasti árgangurinn 1949 telur síðan sex gimbrar og allar hálfblóðs utan ein. Svarthöfðaféð varð fæst í heildina. Haustið 1946 nást átta þannig hálfblóðsgimbrar í ásetn- ing, helmingur heimafæddar en hinn helmingurinn úr héraði. Aðeins fjór- ar gimbrar eru settar á haustið 1947 og allar ¼ að blóðhluta. Síðan bæt- ast 5 ær við fæddar 1948, ein þeirra hálfblóðs en hinar ¼. Álit þeirra vex hins vegar öfugt við hina blendings- stofnana og eru átta gimbrar settar á haustið 1949 og var ein ¼ hluta S, tvær 5/8 S og restin hálfblóðsær. Hrútastofn búsins af þessu fé varð samtals fjórir gripir á þessum árum og allt hálfblendingar. Þá er komið að því að gera grein fyrir eiginleikum þessara áa eins og þær verða lesnar af fjárbókunum. Lítil frjósemi Frjósemi hjá ám á Íslandi var enn lítil á þessum árum. Þar virtust þess- ar ær lítið skara framúr að flestu leyti. Einum sinni mun samt BL ær hafa átt þrjú lömb, en tvílembur voru frekar fátíðar. C ærnar virðast aftur á móti hafa haft miklu meiri hæfileika en þá munu almennt eða síðar hafa þekkst hjá hérlendu fé til að koma geldar, þannig að hjá mér vakna spurningar um það hvort þessi stofn hefði nokkru sinni orðið sjálf- bær hér á landi. Vorið 1950 er hins vegar ótrú- legur munur á frjósemi veturgömlu ánna. Af S ánum eru aðeins tvær geldar um vorið. Hjá C ánum er ein lambsgota en lambið drepst við burð en hinar allar geldar. BL ærnar vet- urgömlu sprengja þó þennan ramma vegna þess að þær eru allar geldar og fæstar þeirra sem höfðu beitt um veturinn. Þó að ræktun frjósemi væri skammt komin hjá íslensku fé á þessum tíma virðist fullljóst að þetta úrtak af skosku kynjunum hefði trauðla orðið til neinna kynbóta hér á landi í því tilliti og eins og áður segir ástæða til að hafa áhyggjur af viðhaldi C fjárins til lengdar. Mjólkurlagni ánna mat ég ein- göngu með að skipa þeim í þrjá flokka út frá vænleika lamba sem þær skiluðu í samanburði við íslensku ærnar á sama tíma og virt- ist það einfalt vegna þess hve mikill breytileiki var í vænleika dilkanna. Besti flokkurinn var ær sem voru greinilega talsvert mikið yfir meðal- lagi. Stærsti flokkurinn þær sem löll- uðu sín hvorum megin meðaltalsins. Að lokum komu ær sem greinilega voru slakar mjólkurær. Vegna slakrar frjósemi og lélegra lambahalda, sérstaklega hjá C ánum en einnig BL að hluta, voru talsvert margar ær sem aldrei uppskáru neitt mat um þennan eiginleika. Þegar þessi skipting er skoðuð kemur þetta í ljós: Hjá BL ánum eru fimm sem flokkast sem góðar mjólkurær og önnur elstu ánna var afburðaær, 11 þeirra teljast meðalær að þessu leyti og 10 flokkast sem rittur. Hjá C ánum eru þrjár sem flokka má sem drjúgar mjólkurær, 10 þeirra falla að meðaltalinu en sjö verður að telja stritlur. Hjá S ánum snýst dæmið mikið við. Átta þeirra verður að flokka sem góðar mjólkurær, 12 þeirra teljast í hópi meðalánna en aðeins eina þeirra er ástæða til að flokka sem slaka. Þarna eru yfir- burðir S ánna með ólíkindum en hin kynin tvo tæplega áhugaverð til kynbóta. Einn eiginleika höfðu BL ærnar langt umfram aðrar ær búsins. Það var að enda ævi sína með einhverj- um þeirra ótal möguleika sem geta orðið aldurtili margra kinda. Þessi lítt áhugaverði eiginleiki virðist hins vegar falla vel að lýsingum Hallgríms Þorbergssonar og fleiri sem urðu þeirrar gæfu aðnjótandi að umgangast þetta fé á sinni tíð og hafa um það ritað. Yfirburðir gagnvart mæðuveiki Að síðustu eru örlög ánna gagnvart mæðuveiki skráð og þar er greinilegt að yfirburðirnir umfram íslenska féð á búinu voru miklir. Sáralítil vanhöld eru vegna mæðuveiki hjá þessum ám sérstaklega S og BL ánum og BL ærnar sem verða veikinni að bráð voru allar hálfblendingar. Nokkuð ljóst er einnig að C ærnar standa sig betur en þær íslensku þó að ekki séu þær jafningjar hinna tveggja hópanna. Hvort mögulega hafi komið fram einhver blendingsþróttur við blöndun þessara óskyldu kynja er ómögulegt að meta með einfaldri skoðun eins og hér var gerð Allir þekkja að það verður vart til að auka veg kynjanna sjálfra í hreinrækt hafi blendingsþróttur haft einhver áhrif. Hafi þetta skoska fé verið mark- tækt úrtak sinna kynja á þessum tíma virðist sem trauðla hafi miklar kyn- bætur verið til þeirra sækja til þeirra nema mögulega Svarthöfðanna. Man ég að Halldór talaði ætíð um Svarthöfðablendingana sem miklar úrvalsær. Reynslan er samt of lítil til að þar verði dregnar um miklar ályktanir (mögulega gætu formenn BÍ og LS fengið augastað á C fé þegar rennur upp sú tíð að þeir ætla að fara að lifa af gripagreiðslum þeim sem þeir sömdu um fyrir sauð- fjárbændur á síðasta vetri). Að lokum vil ég skora á einhvern áhugasaman nemanda við LbhÍ að taka sér fyrir hendur í lokaverkefni á næstu árum að draga saman sögu og reynslu af innflutningi erlendu sauðfjárkynjanna frá 1932 til 1946. Gögnin frá Hesti eru skemmtileg og bjóða uppá margfalt það sem hér er rakið. Þetta er í raun flókin blendingstilraun en full fáir gripir fyrir flókið uppgjör. Þessu til við- bótar má draga fram gömul gögn fjárbúsins á Hrafnkelsstöðum um samanburð á BL fé og því íslenska. Verslunarskýrslur geyma mögulega einhverjar upplýsingar um skinn af Karakúl lömbum. Reikningur þess kyns verður ætíð dæmdur til ótrúlega neikvæðrar viðurstöðu. Gríðarlega miklar upplýsingar er að finna um þann óheyrilega kostnað sem þjóð- in varð fyrir vegna Karakúl sjúk- dómanna án þess að nokkru sinni hafi verið gerð vitræn tilraun til að leggja mat þar á. Sannarlega ögrandi verkefni. Jón Viðar Jónmundsson LBHÍ − jvj111@outlook.com Blendingstilraunir á Hesti með skosk fjárkyn Hjörtur Eldjárn Þórarinsson, bóndi á Tjörn í Svarfaðardal. Hjörtur Eldjárn með lamb að svarthausakyni (Black face) í fanginu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.