Bændablaðið - 23.06.2016, Blaðsíða 50

Bændablaðið - 23.06.2016, Blaðsíða 50
50 Bændablaðið | Fimmtudagur 23. júní 2016 Skömmu eftir lok heims styrjaldarinnar síðari, á árunum 1948 til 1955, voru framleiddar í Bretlandi dráttarvélar sem kölluðust Garner. Vélarnar voru litlar, léttar og ætlaðar fyrir garðyrkjustöðvar og til að létta vinnu þar sem flytja þurfti léttar vörur milli sölubása. Í lok ársins 1916 hóf fyrirtækið Henry Garner Ltd. innflutn- ing á dráttarvélum frá Bandaríkjunum. Vélarnar voru sérsmíðaðar eftir kröfum Garner en byggðu á hönnun bandarískra traktora sem kölluð- ust Galloway. Sala á vélunum var lítil og ágóðinn af innflutningnum minni en til stóð þar sem trakt- orarnir voru umtalsvert dýrari en sambærilegar vélar frá Austin og Fordson. Árið 1947 tilkynnti fyrirtæk- ið að það væri búið að hanna og smíða frumgerð að nýrri dráttarvél og ætlaði að hefja fram- leiðslu á henni í Bretlandi. Fyrstu traktorarnir komu ekki á markað ári síðar vegna hráefnisskorts í kjölfar heimsstyrjaldar- innar síðari. Traktorarnir voru tveggja hjóla og drógu á eftir sér plóg. Mótorinn var bensínknúinn og af gerðinni J.A.P, Model 5, eins strokka og fimm til sex hestöfl. Einnig var hægt að fá traktorinn í aðeins dýrari útfærslu með vél sem gekk fyrir steinolíu. Báðar týpur voru þriggja gíra og stýrt með því að læsa hjól- inu þeim megin sem beygja átti í. Fjarkinn og sjöan Árin 1949 og 1950 setti fyrirtæk- ið á markað tvær týpur af litlum fjögurra hjóla dráttarvélum sem voru eins og tveggja hjóla trakt- orinn í öllum megindráttum nema hvað þeim var stýrt með stýri og framhjólunum. Minni traktorinn sem kom fyrst fyrir almenningssjónir kall- aðist fjarkinn og var fimm til sex hestöfl en sú stærri sem kallaðist sjöan var sjö hestöfl. Mótorinn í fjarkanum var sá sami og í tveggja hjóla dráttarvélinni og hún ætluð til svipaðra verka. Sjöan var svipuð fjarkanum í útliti en stærri, lengri og aflmeiri. Dráttarvélar fyrir flugvelli Framleiðendur Garner sáu fljótlega tækifæri í framleiðslu á litlum og liprum dráttarvélum til þess að draga vagna sem flytja töskur til og frá á flugvöllum. Árið 1954 setti fyrirtækið á markað sérhannaðar dráttarvélar til þess konar flutn- inga og til að draga hluti milli staða í vörugeymslum. Einnig var í boði minni traktor sem hentaði til flutninga á hlutum á golf- og íþróttavöllum. Um svipað leyti hóf fyrirtækið smíði á litlum dráttarbátum til að draga vörupramma eftir ám sem hafa verið notaðar til vöruflutn- inga í Bretlandi í hundruð ára. Framleiðslu hætt 1955 Framleiðslu á Garner- dráttarvélum var hætt um mitt ár 1955 vegna erfiðleika í rekstri. Þrátt fyrir að saga Garner sé ekki löng voru vélarnar fluttar út til margra landa. Garner-dráttarvélar eru safngripir í dag og búið að gera upp fjölda þeirra og sumar eru enn í notkun. Ekki er vitað hversu margar Garner-dráttarvélar voru fram- leiddar þar sem allir pappírar um framleiðsluna eru glataðir. /VH Garner – litlir og léttir Utan úr heimi Þrátt fyrir eða kannski frekar vegna alvarlegra hótana Alþjóða gjaldeyrissjóðsins, fjöl margra alþjóðastofnana, Bandaríkja- forseta, forsætisráðherra Bretlands og margra fleiri, virðist breska þjóðin vera að snúast á sveif með þeim sem vilja að Bretland segi skilið við Evrópusambandið. Samkvæmt danskri úttekt er held- ur enginn ávinningur fyrir hagvöxt af veru landa í ESB. Nýjustu skoðanakannanir um úrsögn Bretlands úr ESB (BREXIT) eða áframhaldandi veru landsins í ESB, sýna verulegar sveiflur. Fróðlegt verður að sjá hvað kemur út úr kosningunum í Bretlandi á morgun. Meirihluti Breta virðist vilja ganga úr ESB Samkvæmt könnun Express UK, sem birt var 12. júní, styðja 52% kjósenda úrsögn en einungis 33% vilja óbreytt ástand og áframhaldandi veru í ESB. Þá eru 15% kjósenda enn óákveðnir. Er þetta öflugasta sveifla sem sést hefur í þessa átt frá upphafi kosningabaráttunnar. Kosið verður um málið 23. júní nk., eða sama dag og Bændablaðið kemur út, tveim dögum fyrir forsetakosningarnar á Íslandi. Könnun Independent sýndi að Brexit-sinnar voru með 10 pró- sentustiga forskot. Önnur könnun Financial Times sem birt var 15. júní sýndi að BREXIT-sinnar voru með 47% fylgi á móti 44% hjá þeim sem vilja vera áfram í ESB. Virðist BREXIT-umræðan vera farin að smita frændur vora Dani. Á fjármálasíðu Jyllands-Posten þann 6. júní var umfjöllun um 25 blað- síðna úttekt Suður-danska háskólans (Syddansk Universitet) sem sýnir að aðild að Evrópusambandinu leiði ekki til aukins hagvaxtar einstakra þjóða. Velta má fyrir sér hvort umræðan leiði til þess að Danir fari að flagga vangaveltum um þeirra eigin úrsögn, eða „DEXIT“. Aðild bætir ekki efnahagsvöxt „Það hefur engin áhrif á efnahags- legan vöxt hvort eitthvert land gerist aðili að ESB eða ekki,“ segir í úttekt- inni. Thomas Barnebeck Andersen, prófessor við Suður-danska háskól- ann, vann úttektina ásamt prófess- orunum Mikkel Barnslund og Pieter Vanhuysse. Þeir segja í úttekt sinni að hingað til hafi menn gengið út frá því að aðild að ESB leiddi til aukins efnahagsvaxtar. Svo sé hins vegar alls ekki. Báru þeir saman efnahagsvöxt allra núverandi ESB-landa sem eru jafnframt aðilar að OECD á árunum 1961 til 2015. Þar segjast þeir engin teikn hafa fundið um að aðild að ESB hafi aukið efnahagsvöxt viðkomandi landa miðað við framleiðslu á hvern íbúa. Sem dæmi hafi efnahagsvöxtur að meðaltali verið tæp 2% frá 1980 til 2015 á meðan efnahagsvöxtur Bandaríkjanna var 2,6%. Það þýðir að það tekur 36 ár að tvöfalda efna- hag ESB-landanna á meðan það tekur Bandaríkin aðeins 27 ár. Nefna þeir Eistland sem dæmi í þessu sambandi. Þar hafi verið mikil tollvernd í gangi fyrir inngönguna í ESB. Þá hafi landbúnaðarstefnunni einnig verið stýrt af Eistum sjálf- um. Þetta gjörbreyttist eftir inngöngu Eistlands, sem býr nú við minnstan efnahagsvöxt ESB-landanna. Phillipp Schröder, prófessor við háskólann í Árósum, gefur úttekt kollega sinna góða einkunn. Hann segist samt ekki alveg vera tilbúinn að skrifa undir að enginn ávinningur sé af aðild að ESB fyrir efnahags- vöxtinn. /HKr. Útgöngusinnar BREXIT í Bretlandi fá óvæntan stuðning frá Dönum: Enginn hagvaxtarávinningur sagður vera af aðild að ESB − í úttekt prófessora við Syddansk Universitet − Verður það DEXIT næst? Mengun af völdu plasts: Plast í hafinu drepur seiði Umræða um plast í hafi verður háværari á hverju ári. Mengun af plasti er svo mikil að það er farið að hafa veruleg áhrif á vist- kerfi hafsins og lífverurnar í því. Nýlegar rannsóknir benda til að seiði drepist í stórum stíl eftir að hafa étið litlar plastagnir sem eru á floti um allan sjó. Örsmáar plastagnir, sem eru á floti um allan sjó, eru farnar að hafa verulega slæm áhrif á viðkomu fjölda fisktegunda þar sem seiði þeirra gleypa agnirnar sem fæðu. Plastið sem um ræðir kemur að mestu frá iðnaði en bent hefur verið á að færst hafi í aukana að örsmáum plastögnum sé bætt í snyrtivörur eins og húðsnyrtikrem og tann- krem. Þær agnir berast auðveldlega til sjávar með frárennslisvatni. Dregur úr vexti Nokkur ár tekur fyrir plast sem lendir í hafinu að brotna niður og á þeim tíma geta sömu agnirnar orðið fjölda fiska að bana. Plast og plastagnir hafa einnig fundist í fullvöxnum fiskum, sjófuglum og hvölum. Dýrin gleypa plastið en ráða ekki við að melta það og í mörgum tilfellum safnast það upp í meltingarvegi þeirra með þeim afleiðingum að þau drepast að lokum. Nýlegar rannsóknir sýna að það dregur verulega úr vexti seiða sem gleypa plastagnirnar og lifa það af. Einnig er talið að plastátið geti haft áhrif á hegðunarmunstur seið- anna og þannig dregið úr lífslíkum þeirra. Kannanir benda til að seiði aborra éti frekar plastagnir en sjávarörverur sem eru þeirra nátt- úrulega fæða. Eins er þetta í fyrsta sinn sem sýnt er fram á að seiði fiska leggi sér frekar gerviefni til munns en náttúrulega fæðu. Sömu kannanir sýna að frjósemi og klak er minna hjá fiskum sem lifa þar sem mikið er um plastagnir í umhverfinu. Safnast saman við strendur Plastagnir í sjó safnast oft saman við grunnar strendur skammt frá þeim stöðum þar sem skólp- og frá- rennslislagnir losa sig út í sjó. Bent hefur verið á að þar sem plast er lengi að leysast upp hafi það langvarandi og víðtæk áhrif á líf- verurnar sem það kemst í snertingu við. Einnig hefur verið bent á að markaður fyrir fisk sem veiddur er á hafsvæðum þar sem mikið er um plast mun örugglega dragast saman á næstu árum. /VH Plast í sjó kemur að mestu frá iðnaði en færst hefur í aukana að örsmáum plastögnum sé bætt í snyrtivörur eins og húðsnyrtikrem og tannkrem og þær agnir berast auðveldlega til sjávar með frárennslisvatni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.