Bændablaðið - 23.06.2016, Blaðsíða 4

Bændablaðið - 23.06.2016, Blaðsíða 4
4 Bændablaðið | Fimmtudagur 23. júní 2016 Umhverfisráðuneytið: Skoða grundvöll fyrir miðhálendisþjóðgarði Umhverfis- og auðlindaráðherra ætlar að setja á á fót nefnd sem ætlað verður að kanna forsendur fyrir stofnun þjóðgarðs innan svo- kallaðrar miðhálendislínu. Í frétt á vef umhverfisráðuneyt- isins segir að nefndin eigi að draga saman helstu sjónarmið og fyrirliggj- andi þekkingu er varðar nýtingu og vernd miðhálendisins, með lang- tímahagsmuni að leiðarljósi. Fyrirsjáanlegt er að álag aukist á svæðinu með aukinni ásókn ferða- manna og því er mikilvægt að kanna hvaða stjórntæki séu ákjósanlegust til að stýra álagi til lengri tíma. Í nefndinni munu sitja fulltrúar frá forsætisráðuneyti, Samtökum ferðaþjónustunnar, Bændasamtökum Íslands, Samorku, umhverfisverndar- samtökum, Samtökum útivistarfé- laga og Sambandi íslenskra sveitar- félaga auk fulltrúa frá umhverfis- og auðlindaráðuneyti. Þá munu sér- fræðingar frá umhverfis- og auð- lindaráðuneytinu, Umhverfisstofnun og Vatnajökulsþjóðgarði starfa með nefndinni auk þess sem Skipulagsstofnun og Náttúrufræðistofnun Íslands veita nefndinni ráðgjöf og upplýsingar. /VH Fréttir Þetta er ærin Höttubotna 04-286 á Ásbjarnarstöðum í Húnaþingi vestra sem er eins og númerið gefur til kynna 12 vetra gömul og hefur borið 36 lömbum á sinni æfi. Þóra Kristín Loftsdóttir á Ásbjarnarstöðum segir að frjósemi sauðfjár sé kannski löngu hætt að teljast til tíðinda. Hún segist þó ekki vita dæmi um aðra eins endingu hjá svo frjósamri kind eins og Höttubotnu. Hún var höfð geld sem gemlingur en hefur borið öll árin síðan, alls 11 sinnum. Einu sinni hefur hún verið tví- lembd, 6 sinnum þrílembd og 4 sinnum fjórlembd. Samtals hefur hún því eignast 36 lömb á ævinni. Spurning hvort hún kemst upp í 40 að ári. /HKr. Afburða frjósöm ær á Ásbjarnarstöðum í Húnaþingi vestra: Höttubotna hefur borið 11 sinnum og samtals 36 lömbum Höttubotna með lömbin sín fjögur í vor, tvær gimbrar og tvo hrúta. Mynd / ÞKL Nýr samanburður Eurostat á verðlagi innan Evrópu sýnir að matvælaverðlag á Íslandi breytist hlutfallslega gagnvart evru: Krónan styrktist en verð hélst nær óbreytt á innfluttum matvælum − Verð til bænda fyrir framleiðslu á innlendu nauta- og svínakjöti hefur á sama tíma einnig haldist nær óbreytt Hagstofa ESB, Eurostat, birti þann 15. júní nýjar tölur um samanburð á verðlagi milli landa í Evrópu árið 2015. Þar kemur fram að hlutfallsleg staða Íslands versnar nokkuð frá fyrri tölum Eurostat sem Bændablaðið birti í byrjun mánaðarins. Samkvæmt þessum nýju tölum eru bæði Svíþjóð og Finnland komið niður fyrir Ísland í verðlagi á mat og óáfengum drykkjum. Rétt er að benda á að gengi krónunnar hefur styrkst verulega síðustu misseri. Í nýju könnuninni er miðað við vísitölu meðalgengis – vöruskiptavog þröng. Samkvæmt því styrktist gengi krónunnar um tæp 9% frá maí 2015–maí 2016. Á sama tíma hélst verð á innfluttum mat og drykkjarvörum nær óbreytt. Eins hefur verð til bænda á svína- og nautgripakjöti sem dæmi haldist nær óbreytt á sama tímabili. Skýringa á breyttri stöðu Íslands í þessum samanburði virðist því í fljótu bragði vera að leita í geng- isþróuninni. Samanburðurinn byggir á rann- sóknum á verði 440 sambærilegra vörutegunda í 38 löndum. Matvæli eru flokkuð í þrjá undirflokka, brauð og kornvörur, mjólk, ostar og egg og kjötvörur. Einnig nær samanburðurinn til áfengis og tóbaks. Innan ESB er mikill verðmunur á matvörum. Þannig er verðlag allt frá því að vera 65% af meðaltali ESB í Póllandi upp í að vera 45% hærra í Danmörku. Næstu lönd á eftir Danmörku eru Svíþjóð, Austurríki, Írland, Finnland og Ísland. Verðlag matvöru og óáfengra drykkja á Íslandi var 30% yfir með- altali Evrópusambandsríkjanna 28 árið 2015. Það var fjórða hæst af 38 Evrópuríkjum sem tóku þátt í sam- anburðinum (Evrópusambandsríkin 28 auk Íslands, Noregs, Sviss, Tyrklands, Svartfjallalands, Serbíu, Bosníu-Hersegóvínu, Albaníu, Makedóníu og Kósóvó). Verðlag á brauði og kornvöru á Íslandi var 36% yfir meðaltali Evrópusambandsríkjanna 28, það var fimmta hæst af ríkjunum 38. Verðlag á kjötvöru á Íslandi var 39% yfir meðaltali Evrópusambandsríkjanna 28, það var þriðja hæst af ríkjunum 38. Verðlag á mjólk, osti og eggjum á Íslandi var 39% yfir meðaltali Evrópusambandsríkjanna 28, það var fjórða hæst af ríkjunum 38. Verðlag á áfengum drykkjum á Íslandi var 126% yfir meðaltali Evrópusambandsríkjanna 28, það var næsthæst af ríkjunum 38. Verðlag á tóbaki á Íslandi var 47% yfir meðaltali Evrópu- sambandsríkjanna 28, það var fjórða hæst af ríkjunum 38. /EB/HKr. Hótel Hlíð: Kristbergur Ó. Pétursson sýnir Myndlistarmaðurinn Kristbergur Ó. Pétursson opnaði sýningu í Hótel Hlíð í Ölfusi 11. júní síð- astliðinn og stendur hún til 15. september næstkomandi. Á sýn- ingunni eru nýjar og nýlegar myndir, 26 myndir, olíumálverk, átta vatnslitamyndir og sjö eldri grafíkmyndir. Í sýningarskrá vegna sýningar Kristbergs í Hafnarborg á síðasta ári sagði Aðalsteinn Ingólfsson um olíumálverk Kristbergs að sérhver þessara mynda sé þolinmæðisverk, þar sem málarinn leggi fram hvert gagnsætt eða hálfgagnsætt olíulag- ið ofan á annað, misjafnlega þunn í samræmi við þá birtu sem hann vill hafa til staðar á fletinum eða rýmið sem hann vill skapa. Þessi lög geta numið mörgum tugum. Áferð er sömuleiðis hægt að stjórna með því að ýfa eða skrapa málaðan flötinn með ýmsum hætti, endurmála hann síðan eftir hentugleikum. /VH
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.