Bændablaðið - 23.06.2016, Blaðsíða 40

Bændablaðið - 23.06.2016, Blaðsíða 40
40 Bændablaðið | Fimmtudagur 23. júní 2016 Fléttur eru sambýlislífverur sveppa og þörunga. Hörður Kristinsson grasafræðingur er höfundur nýrrar bókar sem heitir Íslenskar fléttur. Bókin er sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi og stórmerkilegt framlag til náttúrufræðirannsókna á Íslandi. „Fléttur sem vitað er um á Íslandi eru í kringum 800 og í bókinni er fjall- að um 392 tegundir eða nálægt helming þeirra. Í bókinni eru myndir af öllum tegundunum sem fjallað er um, lýsing á þeim og útbreiðslukort. Kortið er misnákvæmt fyrir mismunandi tegund- ir. Í sumum tilfellum sýnir kortið útbreiðsluna nokk- uð ítarlega en fyrir aðrar tegundir er nánast tilviljun hvar þær hafa verið greindar. Sumar fléttur sjást illa og fólk tekur ekki eftir þeim og eru því víðar en fram kemur í bókinni en aðrar eru mjög sjaldgæfar og finnast einungis á örfáum stöð- um á landinu,“ segir Hörður. Bókin er sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi og fyrsta bókin um fléttur á Íslandi. Hörður hóf rannsóknir á fléttum og fór að taka myndir af þeim upp úr 1960 og því er bókin afrakstur rúm- lega hálfrar aldar vinnu samhliða öðrum störfum. Fléttur eru sveppir Að sögn Harðar eru fléttur á ýmsan hátt sérkennilegar lífverur og ekki lengur taldar til plantna eins og áður var, en flokkast nú sem sveppir. „Fléttur eru í raun sveppir sem lifa í sambýli við þörunga. Þörungarnir eru ljóstillífandi og framleiða þannig næringarefni en sveppurinn klæðir fléttuna að utan og hýsir þörungana og kemur lífverunni í samband við steinefni í undirlaginu.“ Almenningur þekkir fléttur líklega best sem hvítar og gular skellur á steinum. Hörður segir að margar tegundir flétta myndi hvít- ar skellur á steinum. „Sumar eru algengar um allt land en aðrar eru landshluta- bundnar. Gulgrænu skellurnar eru oft tegund sem kallast landfræðiskóf og er svo algeng að hún finnst nærri því á hverjum steini. Ættkvísl ina Rhizocarpon sem landfræðiskófin eða landfræði- flikran eins og ég nefni hana í bókinni, tilheyrir, nefni ég flikrur, enda eru þær allar flikróttar á litinn. Þar skiptast svartar askhirslurnar á við ljóst þal.“ Hörður telur að fjallað sé um hátt á annað hundrað ættkvíslir af flétt- um í bókinni. Ættkvíslunum hefur fjölgað verulega síðustu árin eftir því sem rannsóknum á fléttukerfinu miðar áfram með erfðafræðilegum aðferðum. Vaxtarga og fuglaglæða Einungis fáar fléttur báru íslensk heiti áður en Hörður hóf rann- sóknir á þeim og vinnu við bókina. „Tegundirnar sem höfðu nafn eru helst þær sem mest er af og fólk hefur tekið eftir eða haft nytjar af á einhvern hátt. Hin nöfnin hef ég aftur á móti búið til.“ Dæmi um heiti sem Hörður hefur búið til er vaxtarga sem er algeng hrúðurflétta á steinum um allt land. „Ættkvíslarheitið targa þýðir lít- ill skjöldur og nafnið er dregið af því að þessar fléttur hafa disklaga askhirslur með ljósum barmi og líkjast því skildi í laginu. Einnig má nefna fuglaglæðu sem vex á stöð- um þar sem fuglar setjast og drita. Fuglaglæða er því algeng á toppum steina, á girðingastaurum og jafnvel á trjágreinum þar sem fuglar sitja mikið.“ Af gömlum nöfnum á fléttum í bókinni má nefna engjaskóf sem vex á jarðvegi og annað er geitaskóf sem vex á klettum. Fléttur er víða að finna sé leitað eftir þeim. Hörður segir að þær vaxi á margs konar undirlagi. „Gömlum, hefluðum spýtum, trjáberki, á stein- um, steinsteypu og jarðvegi, utan á TIL SÖLU HROSSARÆKTARBÚ Í FREMSTU RÖÐ Fasteignamiðstöðin Hlíðasmára 17, 201 Kópavogi sími: 550 3000 er með til sölu Hrossaræktina á Varmalæk og aðstöðu hennar. Um er að ræða jarðirnar Brekkukot landnúmer 146155, Bjarmaland landnúmer 146148 og Varmalæk íbúðarhús með landnúmer 207459 í Skagafirði. Jarðirnar eru u.þ.b. 700 hektarar auk húsakosts sem er mjög góður og bústofns sem eru ræktunarhross í fremstu röð. Á jörðinni Bjarmalandi er myndarleg reiðhöll, sem er í raun fjölnota stærð 18 x 60 m. Húsið hýsir bæði hesthús og tamningaraðstöðu, sýningarsal og gestamóttöku með glæsilegu eldhúsi m.a. hannað með aðstöðu til veitingarekstrar. Heitt vatn er til upp- hitunar húsakosts. Reiðhöllin sem ber nafnið Hrímnishöllin er í um 3ja km fjarlægð frá Vindheimamelum. Á Varmalæk hefur verið stunduð hrossarækt í áratugi með góðum árangri, og auk þess verið rekin þar þjónusta við ferðamenn. Fyrirtækið Íslenskar hestasýningar ehf. rekur starfsemi sína þar í dag. Jörðin Brekkukot er gríðarlega gjöful, grasgefin og skjólgóð frá náttúrrunnar hendi. Þar eru kjöraðstæður fyrir hrossarækt og eru því ræktunarmöguleikar miklir. Í Brekkukoti er skemma stærð 6 x 25 m sem hentar m.a. fyrir uppeldi og útigangshross. Upplýsingar veitir Magnús Leópoldsson lögg. fasteignasali, gsm: 892 6000 magnus@fasteignamidstodin.is Bók um fléttur í íslenskri náttúru: Íslenskar fléttur Engjaskóf, neðst til hægri sést einnig glóðargrýta. Hörður Kristinsson grasafræðingur. Skollakræða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.