Bændablaðið - 23.06.2016, Blaðsíða 21

Bændablaðið - 23.06.2016, Blaðsíða 21
21Bændablaðið | Fimmtudagur 23. júní 2016 Svokallaður llgresiseyðir (Herbicides eða weedkillers) er notaður í gríðarlegu magni um allan heim. Er því m.a. úðað yfir akra úr flugvélum eða dælt yfir korn-, ávaxta-, bómullar- og olíujurtaakra með risastórum vinnuvélum. Grænmetisakrar og garðar fá líka sömu meðferð. Efnin sem um ræðir heita ýmsum nöfnum eins og glýfósat, atrazine, acetrochlor, 2,4-D, paraquat, bio-herbicide og fleiri nöfnum. Árið 2014 var seldur illgresis- eyðir fyrir 22,3 milljarða Banda- ríkjadollara á heimsvísu. Það samsvarar um 2.758 milljörðum íslenskra króna, eða um fjórföldum heildartekjum íslenska ríkissjóðs- ins á þessu ári. Áætlað er að á árinu 2023 muni sala illgresiseyðis nema 38,3 milljörðum dollara. Asíulönd sem liggja að Kyrrahafi eru með um 25% af heildarnotkuninni. Þar á eftir koma lönd í Norður- og Suður-Ameríku. Í Bandaríkjunum fer hátt í 90% af illgresiseyðinum til landbúnaðar. Tíu risar í framleiðslu illgresiseyðis Helstu framleiðendurnir á alþjóða- markaði eru, auk Monsanto, efna- iðnaðarfyrirtækin BASF, Bayer AG, DOW Agriscience LLC, Syngenta AG, Cheminova A/S, FMC Corporation, Adama Agricultural Solutions Ltd, Nufarm Ltd og E.I Du Pont de Numerous and Company. Mest er notað af virka efninu glýfósat, m.a. um nær alla Evrópu. Efnið 2,4-D er ýmist selt undir ströngum skilyrðum eða bannað í Kanada, Danmörku, Noregi og fleiri löndum. Er það vegna viðurkenndrar áhættu fyrir heilbrigði manna. Fyrirtæki eins og Monsanto hafa framleitt margvísleg afbrigði sterkra eiturefna sem nota má á akra þar sem sáð hefur verið eitur- þolnum tegundum sem fyrirtækið hefur einkarétt á. Sömu sögu er að segja af öðrum stórum fyrir- tækjum á þessu sviði. Þar má t.d. nefna Syngeta AG sem þróað hefur Roundup-þolið kornafbrigði sem heitir Acuron. Þá hefur DuPont markaðssett Abundit Extra sem er illgresiseyðir fyrir kornafbrigði sem eiga að þola glýfósat. Þótt margir telji sannað að ill- gresiseyðir sé hættulegur bæði mönum og dýrum, þá standa ýmsar tegundir hans aðeins fyrir hluta þeirra eiturefna sem dælt er yfir fóður og matjurtir árlega. Skordýraeitur (Pesticide), sem líka er stórhættulegt dýralífi og mönnum er engu minna notað. Illgresiseyðir og skordýraeitur eru hliðarafurðir eiturefnahernaðar Skordýraeitur er eins og illgresis- eyðirinn, hliðarafurð eiturefna- hernaðar og er afleiða af taugagasi. Taugagas er hannað til að lama taugaboðsendingar (acetylcholine- sterase). Það veldur m.a. krampa hjá mönnum, þrengingar sjón- sviðs, munnvatnsmyndun þannig að menn froðufella, ósjálfráðri hægðarlosun og dauða. Tvær megingerðir eru skilgreindar á taugagasi til hernaðar. Önnur þeirra er af G-seríu og undir það falla taugagastegundir eins og GA (Tabun) GB (Sarin) GD (Soman) og GF (Cyclosarin). Þá kemur gas undir svokallaðri V-seríu. Þar eru VR, VG (Tetram), VM (Edomo), VR sem eru rússnesku afbrigði af VX taugagasi, V-gas og afleiðan 33 eða R-33. Talið er að taugagas hafi víða verið notað í átökum á undanförn- um árum. Þar eru nefnd löndin Írak, Afganistan, Íran, Sómalía og Súdan sem hefur verið ört vax- andi markaður fyrir taugagas og skordýraeitur. Þá mun taugagasi hafa verið beitt í uppreisn í Suður- Súdan 2013 og í Mósambík sama ár og í Úkraínu 2014. Er þessi notkun talin hafa kynt undir þróun margvíslegra mótefna. Vandinn er að öll þessi eiturefni hafa þrávirk áhrif í umhverfinu, m.a. á þann mikilvæga skordýrastofn, býflugur. Skordýraeitur er mildara afbrigði af taugagasi sem ætlað er að drepa „óæskileg“ skordýr sem herja gjarnan á uppskeru í landbún- aði. Er skordýraeitri m.a. óspart beitt við ávaxta- og grænmetis- ræktun víða um lönd. Lyf og efni sem ætluð eru til að milda afleiðingar af snertingu við taugagas og skordýraeitur eru þau sömu fyrir báða efnaflokka, samkvæmt upplýsingum Market Recearch Reports. Meðal þeirra eru: Anticholinergic agents, Atropine IV/IM, Glycopyrrolate, Pralidoxime chloride, Benzo- diazepines, Diazepam og Butyrylcholinesterase. Kína orðið öflugasta skordýraeiturslandið Öflugasta skordýraeiturslandið af topp 10-listanum í dag er Kína. Þar er bæði framleitt mest af skor- dýraeitri og notkunin er þar einnig mest í heiminum í dag samkvæmt samtökum uppskeruverndariðnað- arins í Kína (China Crop Protection Industry Association – CCPIA) í frétt Market Research Reports.biz. Þar voru framleiddar 3,74 milljónir tonna af skordýraeitri árið 2014 og hafði þá aukist úr 700 þúsund tonnum árið 2001. Tíu efstu framleiðendur skor- dýraeiturs í heiminum standa fyrir um 30% af skordýraeiturmarkaðn- um. Hefur framleiðsla og notkun aukist hröðum skrefum undanfarin ár. Ljóst er að samkvæmt nýlegum rannsóknum þá er almenningur í Evrópu að innbyrða mikið magn af eiturefninu glýfósat. Þar sem skor- dýraeitur sem drepur dýrin með tilheyrandi taugavirkni er notað í miklu magni, ekki síst í ávaxta- og grænmetisrækt, þá er ekki óvarlegt að álykta að slíkt geti haft alvarleg áhrif á heilsu manna. Vaxandi tíðni ýmissa sjúk- dóma sem tengjast virkni heilans í mannfólkinu hlýtur að vekja spurningar um hvort upprunann sé að finna í matnum sem fólkið borðar. Geðrænir sjúkdómar, af ýmsum toga, eru þar vart undan- skildir. Líklega sannast þar enn og aftur máltækið; „Þú ert það sem þú borðar.“ /HKr. Varahlutir fyrir ámoksturstæki Varahlutir í Trima og Alö Quicke ámoksturstæki. Einnig stjórnbarkar, suðufestingar ofl. Austurvegur 69 - 800 Selfoss Lónsbakki - 601 Akureyri Sólvangi 5 - 700 Egilsstaðir Sími 480 0400 jotunn@jotunn.is www.jotunn.is Illgresiseyðir seldur fyrir margfaldar tekjur íslenska ríkisins á hverju ári – Salan eykst og eykst og við það bætist sala á milljónum tonna af skordýraeitri sem mengar líka jarðveg og allt umhverfi manna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.