Bændablaðið - 23.06.2016, Blaðsíða 36

Bændablaðið - 23.06.2016, Blaðsíða 36
36 Bændablaðið | Fimmtudagur 23. júní 2016 Ólafur Sturla Njálsson í Nátthaga: Takmarkalaus þrjóska og næg kunnátta − hefur skilað honum dýrðlegri vin í Ölfusinu Á næsta ári, hinn 17. ágúst, eru 30 ár síðan Ólafur Sturla Njálsson skrifaði undir kaupsamning á fyrsta landshlutanum undir Garðplöntustöðina Nátthaga við Hvammsveg í Ölfusinu. Landið var 5,6 hektarar fyrir neðan þjóðveg- inn og þar stendur nú sjálf stöðin og mesta skógræktin er þar einnig. Síðan bættust við tíu hektarar fyrir ofan þjóðveginn þar sem Ólafur ætlar að reisa sér einbýlishús. Það er óhætt að segja að land Ólafs sé ósvikið ævintýraland nátt- úru- og gróðurunnenda. Ólafur segir að hann hafi unnið markvisst í því að koma því í þetta stand og hann hafi til að mynda keypt viðbótarland árið 2010, um 7,4 hektara af túni fyrir neðan svæðið sem hann hafði ræktað upp. Tilgangurinn var að losna við frekari íbúabyggð í nágrenninu. „Það hefðu getað risið þarna tíu einbýlishús og mér leist ekkert vel á þann möguleika, það eru nefnilega ákveðin lífsgæði að búa svona eins og ég geri; með fjallið á bak við mig og láglendið fyrir neðan – og mátu- lega langt frá þjóðvegi 1 til að hafa ekki umferðarhávaðann í eyrunum allan daginn.“ Takmarkalaus þrjóska og næg kunnátta „Ég sem sagt skapaði mér þessa ver- öld til þess að geta verið sjálfs míns herra og aðlaga starfsemi og fleira að mínum haus. Árin 1985 til 1994 kenndi ég í Garðyrkjuskóla ríkisins, sem svo hét, en eftir það hef ég unnið óskiptur hér í landinu mínu. Þegar ég kom hingað var landið nauðbitinn mói, melar, urð og grjót og hefði sennilega breyst í malarnámu, því nóg er af jökulurðinni hérna undir og kannski heldur lítil mold fyrir garðplöntustöð. Höfuðbýlin frá víkingaöld, Hvammur og Gljúfur, eru hér hvort sínum megin við mig og aldrei var byggt í Nátthaga í 1100 ár. Hef grun um að það sé vegna stað- hátta, en hérna niður leggur ansi mikla vindstrengi og vindköstin svakaleg af fjöllunum þegar eitthvað er að veðri, og hér er ég nú samt með trjáræktarstöð. Það þarf að vera tak- markalaus þrjóska og næg kunnátta til að standa í þessu á svona stað, en verðlaunin eru ríkuleg. Hér er komin dýrðleg vin. Mínar áherslur eru á trjárækt- arsviðinu algjörlega. Ég framleiði hvorki né sel sumarblóm, fjölær blóm, eða kálplöntur – heldur ein- beiti mér að trjáræktinni og stend sennilega í alltof miklum prófunum á eigin kostnað. Ég bara kemst ekki yfir meira, einhleypur karlinn, bara með þrjá til fimm sumarstarfsmenn.“ Þróunarstarf í ávaxtatrjáaæktun „Undanfarin ár hef ég eytt mikl- um tíma og fjármunum í að byggja upp framleiðslu á ávaxtatrjám fyrir íslenskar aðstæður og prófa öll yrkin jafnframt, en slíkt krefst þess að maður eigi nóg af skjólgóðum stöðum fyrir þau. Meðalhitinn á Íslandi er of lágur í veðurstöðvun- um fyrir þau, en með því að velja skjólgóða staði – og helst svo hlýja að maður vilji liggja þar í sólbaði – má ná nokkrum árangri. Epla-, peru-, plómu- og kirsuberjaræktun er svo ung á Íslandi – svo ung að allir eru í raun að taka þátt í ansi stórri tilraun. Yrkin skipta þúsundum og sennilega eru komin hátt í 200 epla- yrki í landinu nú þegar, en af þeim hef ég alla vega náð að setja í jörð 99 eplayrki, en alls eru komin rúm- lega 160 ávaxtatré á fjórum svæðum í Nátthaga. Sumt gengur vel, annað þokkalega og annað á bágt. Út úr þessu koma upplýsingar og ég skrái vor, sumar og haust fyrir hvert yrki, allt sem telur við mat á hæfni yrkjanna við íslenskar aðstæð- ur. Ég hef einu sinni reynt að fá styrk frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðu- neytinu, því allt þetta starf mitt nýt- ist öðrum jafnframt því að ég kann ekki að þegja! Nú eru komin, eftir samantekt í fyrra, um 3,5 milljónir í kostnað vegna þessarar tilraunar einnar, en ráðuneytið gat ekki styrkt þessa nýsköpun í fyrra. Það er orðið nokkuð ljóst að ávaxtatré eru komin til að vera á Íslandi á bestu og hlýj- ustu stöðunum, en það er líka farinn að koma í ljós töluverður munur á getu mismunandi yrkja til að standa sig við okkar aðstæður og þá miða ég við þær sunnlensku. Allar þessar upplýsingar geymi ég og nota ein- göngu við mína framleiðslu og sölu, Ólafur á gróskumiklu sölusvæðinu. Á næsta ári eru þrjátíu ár liðin síðan hann hóf að rækta upp landið í Nátthaga. „Alparósin Baden-Baden er enn þá besta rauða alparósin. Hef ekki fundið aðra rauða svona blómviljuga og örugga. Lágvaxin og útbreidd í vaxtarlagi og gott að nota sem eins konar „sokka“ fyrir framan hærri og leggjaberari alparósir á bakvið. Sést í bleiku skógarlyngrósina þarna líka.“ Myndir / smh Viðskiptavini leiðbeint um gróðursetningadýpt á víðiplöntu. Fjölpottarækt- aður víðir og aspir verða að fara 10 cm dýpra en þau standa í fjölpottunum, til að þau myndi nýjar rætur fyrir ofan rótarhnausinn. Með því móti verða plönturnar stöðugri sem stór tré í framtíðinni. „Þessi ávaxtatré ágræddi ég í mars. Rótin gefur kraftinn og er undirlagið fyrir eðalyrkið sem gefur ávextina. Ólafur við perutrésyrkið Vasa frá Finnlandi. Það hefur blómstrað í tví- gang áður. Engar perur hafa myndast ennþá þó að yrkið sé sagt sjálfsfrjótt. sumur undanfarin ár.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.