Bændablaðið - 23.06.2016, Blaðsíða 65
65 Bændablaðið | Fimmtudagur 23. júní 2016
Kisuvettlingar
HANNYRÐAHORNIÐ garn@garn.is
Vettlinga með þessu munstri
prjónaði hin færeyska móðir mín
á okkur börnin og síðar barna-
börnin.
Kisuandlitin voru ýmist einlit
eða hver röð í hvort í sínum lit. Öll
brosum við þegar við sjáum vettlinga
með þessu munstri og munum eftir
öllum vettlingunum sem mamma/
amma prjónaði.
Garn:
Navia Trio (fæst hjá Handverkskúnst).
Aðallitur: 1 dokka.
Munsturlitur: 1 dokka.
Vettlingarnir á myndinni eru sinnepsgulir og dökkbláir
Prjónar:
Sokkaprjónar nr 3,5mm og 4,5mm.
Prjónafesta:
20 lykkjur = 10 sm í sléttu prjóni.
Aðferð:
Fitjið upp 36 lykkjur á sokkaprjóna nr 3,5 tengið
í hring og prjónið stroff, 2 lykkjur slétt, 2 lykkj-
ur brugðið, 5 sm. Skiptið yfir á prjóna nr 4,5 og
prjónið 1 umferð slétt og aukið jafnframt út um
4 lykkjur = 40 lykkjur. Bætið við munsturlit og
prjónið eftir teikningu. ATH: þegar kemur að lykkj-
ur merktri M í umferð 9, setjið þá prjónamerki
sitthvoru megin við hana. Þetta er fyrsta lykkja í
þumli og er aukið út sitthvoru megin við hana í
annarri hverri umferð alls 5 sinnum = 11 lykkjur á
milli prjónamerkjanna. Umferð 19: setjið þumal-
lykkjurnar á þráð/nælu og fitjið upp 1 lykkju = 40
lykkjur aftur á prjónunum. Klárið vettlinginn eftir
teikningu, klippið bandið frá og dragið í gegnum
lykkjurnar sem eftir eru.
Þumall: Setjið lykkjurnar sem geymdar voru á
sokkaprjóna nr. 4,5, samtals 11 lykkjur, takið upp
4-5 lykkjur = 15-16 lykkjur á þumli. Prjónið slétt
með aðallit þar til þumallinn mælist um það bil 4,5
sm. Prjónið 2 og 2 lykkjur slétt saman næstu tvær
umferðir. Klippið bandið frá og dragið í gegnum
lykkjurnar sem eftir eru og herðið að.
Frágangur:
Gangið frá endum, þvoið vettlingana í höndum eða
á ullarprógrammi í þvottavél og leggið til þerris..
Prjónakveðja,
Guðrún María
Sudoku
Galdurinn við Sudoku-þrautirnar er að setja réttar tölur, frá 1–9, í eyðurn ar. Sama talan má ekki koma
fyrir tvisvar í línu lárétt og lóð rétt og heldur ekki innan hvers reits sem afmarkaður er af sverari lín um.
Létt
Þung
Miðlungs
5 4 9 3 6 8
2 4 6 5 1
9 1 8 7
4 2 5
5 9 4 2 3
7 3 4
5 7 8 2
7 3 5 6 9
4 6 8 1 7 3
Þyngst
6 5 9
5 2 4 7 3
9 6 2 7
8 1 3 4
3 2 9 6
5 1 9 8
8 7 1 2
2 6 5 8 7
4 3 1
6 3 9
4 1
2 1 4 6
3 2 9 5 7 1
2 3
9 5 8 1 4 2
8 4 9 7
7 3
2 5 8
1 3
3 5 2 8
8 1 4
9 4 3 7
6 8
8 3 2 1
6 2 9
9 4 2 5
7 3
FÓLKIÐ SEM ERFIR LANDIÐ
Pasta með reyktum laxi
Mikael Bergmann er tíu ára
Kópavogsbúi sem hefur gaman af
náttúrufræði.
Draumur hans er meðal annars
að verða fornleifafræðingur og finna
risaeðlubein.
Nafn: Mikael Bergmann
Hjörvarsson.
Aldur: 10 ára.
Stjörnumerki: Vog.
Búseta: Lindahverfi, Kópavogur.
Skóli: Lindaskóli.
Hvað finnst þér skemmtilegast í
skólanum? Náttúrufræði.
Hvert er uppáhaldsdýrið þitt?
Hundur.
Uppáhaldsmatur: Pasta Andrea, sem
er pasta með reyktum laxi, basilíku og
parmesanosti.
Uppáhaldshljómsveit: Rammstein og
DVBBS & Borgeous (lagið Tsunami).
Uppáhaldskvikmynd: Jurassic park.
Fyrsta minning þín? Þegar ég var
þriggja ára í Legolandi, pabbi og Siggi
afi voru í sjóræningjabát að skjóta á
mig með vatnsbyssum.
Æfir þú íþróttir eða spilarðu á hljóð-
færi? Ég æfi samkvæmisdansa.
Hvað ætlar þú að verða þegar þú
verður stór? Draumurinn minn er
að verða fornleifafræðingur og finna
risaeðlubein og týndu borgina Atlantis.
Hvað er það klikkaðasta sem þú
hefur gert? Þegar ég var með Konráði
vini mínum og pabba hans að skjóta
upp flugeldum. Ein rakettan festist í
flöskunni og þurftum við að flýja. Ég
stökk í burtu. Rakettan sprakk.
Ætlarðu að gera eitthvað skemmti-
legt í sumar? Fara í Vatnaskóg og
vonandi á sumarnámskeið í nátt-
úrufræði.
Næst » Mikael Bergmann skorar á Fúsa vin
sinn að svara næst.
Vantar þig íslenskan lopa?
Álafosslopi - Plötulopi - Léttlopi - Einband - Bulkylopi - Kambgarn
Heimasíðan gefjun.is
býður upp á lopa frá
Ístex á lægsta
fáanlega verði !
Sendum um allt land!
Bændablaðið
Kemur næst út
7. júlí