Bændablaðið - 23.06.2016, Blaðsíða 14

Bændablaðið - 23.06.2016, Blaðsíða 14
14 Bændablaðið | Fimmtudagur 23. júní 2016 Gunnsteinn Gíslason, fyrrverandi oddviti í Árneshreppi, lætur ekki deigan síga þrátt fyrir að vera 84 ára gamall. Eftir að hann lét af störfum sem oddviti Árneshrepps og kaupfélags- stjóri í Norðurfirði keypti hann ísvél og selur smábátasjómönnum ís til að kæla aflann. Verið að lengja hafnargarðinn „Hér eru rúmlega tuttugu bátar sem gera út á strandveiðar og veiðarnar ganga ágætlega en þetta eru ekki menn með fasta búsetu hér. Það er verið að stórbæta aðstöðuna í höfn- inni með því að lengja hafnargarðinn og hugsanlega koma fleiri bátar á næsta ári í kjölfar þess.“ Síðasta húsið byggt fyrir 23 árum Gunnsteinn, sem man tímana tvenna í Árneshreppi, segir leiðinlegt að horfa upp á hversu fátt fólk býr í hreppnum. „Mér skilst að það séu rétt 50 manns á íbúaskrá núna en í mesta lagi 35 sem búa hér allt árið. Líklega er kjörskráin besti mæli- kvarðinn á íbúaþróun hér og sam- kvæmt henni fækkar ungu fólki hér í hvert sinn sem er kosið. Samkvæmt lögum þarf 50 manns til að hér geti verið sjálfstætt sveitar- félag og lögin kveða á um að ef íbúa- tala sveitarfélags er undir 50 tvö ár í röð beri félagsmálaráðuneytinu að sameina það örðu sveitarfélagi. Ég og eiginkonan byggðum síðasta íbúðarhúsið í hreppnum, Bergistanga, fyrir 23 árum og þar sem enginn byggir hús getur enginn búið. Við sem eftir erum hér enn erum öll komin á aldur og hætt að búa til börn þannig að ég er hræddur um að heilsársbyggð hér eigi eftir að leggjast af eftir að við sérvitringarnir yfirgefum þennan heim.“ /VH Ágúst Gíslason bóndi er enn í fullu fjöri, 82 ára gamall, og var að setja olíu á dráttarvélina til að geta haldið áfram að bera á þegar tíðindamaður Bændablaðsins heimsótti Steinstún í Norðurfirði fyrir skömmu. „Ég er fæddur í Steinstúni og var bóndi hér í sextíu ár en Guðlaugur sonur minn tók við 2004. Nú orðið bý ég á Akranesi en er hér á sumrin og reyni að hjálpa til við það sem ég get og gera eitthvað að gagni eins og að gera við girðingar og bera á. Ágúst segir gríðarlegar breytingar hafa átt sér stað í Árneshreppi frá því að hann man fyrst eftir sér. „Helsta breytingin er sú að fólki hér hefur fækkað mikið og því er enn að fækka og ég óttast að heilsársbyggð leggist hér af á næstu árum. Hversu lengi hún verður fer bara eftir því hversu lífseigir og þverir þeir fáu eru sem eftir verða. /VH Fréttir Gústi í Steinstúni: Enn í fullu fjöri að hjálpa syni sínum að bera á Mynd / Vilmundur Hansen Gunnsteinn Gíslason, fyrrverandi oddviti og kaupfélagsstjóri í Árneshreppi, man tímana tvenna: Framleiðir ís fyrir smábátasjómenn - Mynd / VH
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.