Bændablaðið - 23.06.2016, Blaðsíða 2

Bændablaðið - 23.06.2016, Blaðsíða 2
2 Bændablaðið | Fimmtudagur 23. júní 2016 Gugga í Bæ í Trékyllisvík á Ströndum að yfirgefa slóðirnar sem hún hefur alið allan sinn aldur: Bændum fækkar í Trékyllisvík Þann 1. júní síðastliðinn tók gildi breyting á lögum um matvæli nr. 93/1995 sem gerði framleiðslu á starfsleyfisskylda kapla-, geita- og sauðamjólk til jafns við kúa- mjólk. Breytingin var gerð að ósk Matvælastofnunar og stafar af vax- andi áhuga hjá einstökum bænd- um á að vinna sauðamjólk, meðal annars til ísgerðar. Gildandi lög voru þannig að framleiðsla kúa- mjólkur var starfsleyfisskyld en ekki framleiðsla sauðamjólkur. Byggðist það á því að sauðfjárrækt og hrossarækt er einungis tilkynn- ingarskyld til Matvælastofnunar en þarfnast ekki sérstaks starfsleyfis, enda þau ákvæði ekki sett með mjólkurframleiðslu í huga. Lögunum hefur verið breytt á þann veg að framleiðsla á kapla- , geita- og sauðamjólk er einnig orðin starfsleyfisskyld og fram- leiðsla á henni þar af leiðandi óheimil nema starfsleyfi liggi fyrir. Það gildir jafnt um allar tegundir mjólkur að hún er viðkvæm frá örverufræðilegu sjónarmiði og fellur jafnframt undir almenna reglugerð um mjólkurvörur nr. 851/2012. Hér er því á ferðinni samræming reglna á sviði mjólkurframleiðslu sem er ætlað að tryggja matvæla- öryggi. /VH Í tilefni 70 ára afmælis Skógræktarfélags Hafnarfjarðar verður efnt til ýmissa listviðburð- ar í Höfðaskógi í júní þar sem 25 listamenn munu skapa verk í skóginum. Öll hafa verkin skírskotun til skógarins á einn eða annan hátt. Verkefnið hefur hlotið nafnið Listalundur. Formleg opnun er laugardaginn 25. júní kl. 17.00. Opnunarhátíðin fer fram í og við bækistöðvar félagsins og Þallar við Kaldárselsveg í Hafnarfirði. Boðið verður upp á tónlist, ljóðlist og léttar veitingar ásamt leiðsögn um Listalund. Afmælisblað félagsins Þöll sem kemur út bráðlega verður borið út inn á öll heimili í Hafnarfirði. /VH Listundur í Höfðaskógi Flest bendir til að hefðbundinn búskapur leggist niður á Bæ í Trékyllisvík í Strandasýslu. Núverandi ábúendur ætla að bregða búi og flytja í haust og jörðin er komin á sölu. Guðbjörg Þorsteinsdóttir hefur búið í Trékyllisvík frá því hún fæddist. Fyrst á Finnbogastöðum en hefur lengst af verið bóndi á Bæ. Pálína Hjaltadóttir, dóttir Guðbjargar, og eiginmaður henn- ar, Gunnar Guðjónsson, tóku við helmingnum af búinu árið 2000. Hjalti Guðmundsson, eiginmaður Guðbjargar, veiktist 2004 og lést snemma árs 2005. Guðbjörg segir að Pálína og Gunnar hafi tekið við öllu búinu um áramótin 2005. Þegar mest var voru Pálína og Gunnar með um 700 kindur á fóðrum en þær voru um 350 síð- astliðinn vetur. „Ég hef búið í húsinu okkar Hjalta síðan og hjálpað ungu hjón- unum við búskapinn það sem ég hef getað. Nú er svo komið að þau ætla að bregða búi og jörðin og allt sem henni fylgir er komið á sölu, nema tæki og bústofn.“ Flytur í Voga á Vatnsleysuströnd „Pálína og Gunnar flytja í haust en aðdragandinn að flutningnum hefur verið töluverður. Yngra féð var selt á fæti í Reykhólasveit síð- astliðið haust en eldra fénu verður slátrað í haust.“ Guðbjörg, eða Gugga á Bæ eins og hún er yfirleitt kölluð, segir að þau sé búin að festa sér kaup á húsi í Vogum á Vatnsleysuströnd og að hún ætli að flytja þangað með þeim. Gugga segir að auð- vitað verði það viðbrigði fyrir sig að flytja af Ströndum en að hún sé samt róleg yfir því og kvíði ekki mikið fyrir. „Bróðursonur minn, Þorsteinn á Finnbogastöðum, sem er á svipuð- um aldri og Pálína er líka að bregða búi þannig að það er að fækka mikið í Víkinni. Finnbogastaðir eru því líka komnir í sölu.“ Hefðbundinn búskapur á undanhaldi Gugga segist ekki sjá fyrir sér að væntanlegir kaupendur af Bæ eða Finnbogastöðum komi til með að kaupa jarðirnar með búskap í huga. „Ég sé frekar fyrir mér að fjár- sterkir aðilar kaupi þær sem fjár- festingu eða til að reka hér ferða- þjónustu. Ég veit að það eru fleiri en við á Bæ og á Finnbogastöðum sem ætla að slátra fénu sínu í haust en það er ekki þar með sagt að fólkið ætli að flytja burt en það verður örugglega lausara við og kemur og fer úr sveitinni eftir árstímum. Bændum hér er því að fækka og satt best að segja þykir mér líklegt að hefðbundinn búskapur í sveitinni eins og hún leggur sig eigi eftir að detta upp fyrir. Það er ekki þar með sagt að hér sé ekki hægt að vera með annars konar atvinnurekstur,“ segir Gugga. Dýrt að eiga jörð sem ekki er í ábúð Gugga segir að þótt hana og fjöl- skylduna langaði að eiga jörðina og húsin áfram þá væri það svo dýrt. „Skattar og skyldur af svona jörð eru miklar og um leið og húsið er skráð úr ábúð hækkar rafmagnið og hitunargjaldið töluvert. Ég ætla mér svo sem að vera hér af og til þar til jörðin selst en síð- ast þegar ég vissi var ekki komið tilboð í hana,“ segir Guðbjörg Þorsteinsdóttir, núverandi íbúi á Bæ í Trékyllisvík. /VH Matvælastofnun: Kapla-, geita- og sauðamjólk Fréttir Þrjú tilboð bárust um innflutning á blómstrandi pottaplöntum, sam- tals 3.250 stykki, á meðalverðinu 113 krónur fyrir stykkið. Hæsta boð var 135 krónur en lægsta boð var 95 krónur fyrir stykk- ið. Tilboðum var tekið frá tveimur fyrirtækjum um innflutning á 1.650 stykkjum á meðalverðinu 121 krónur fyrir stykkið. Þrjú tilboð bárust um innflutning á blómstrandi pottaplöntum, sam- tals 3.960 stykki á meðalverðinu 116 krónur fyrir stykkið Hæsta boð var 135 krónur en lægsta boð var 95 krónur fyrir stykkið. Tilboðum var tekið frá þremur fyrirtækjum um innflutning á 2.160 stykkjum. á meðalverðinu 125 krónur stykkið. Tvö tilboð bárust um innflutn- ing á tryggðablómum, samtals 6.900 stykki, á meðalverðinu 12 krónur stykkið. Hæsta boð var 50 krón- ur en lægsta boð var 1 króna fyrir stykkið. Tilboði var tekið frá tveimur fyrirtækjum um innflutning á 6.500 stykkjum á meðalverðinu 13 krónur stykkið. Þrjár umsóknir bárust um inn- flutning á afskornum blómum, sam- tals 115.000 stykki, og náðu þær ekki tilteknum stykkjafjölda. /VH Tollkvóti fyrir blóm Guðbjörg Þorsteinsdóttir, sem búið hefur á Bæ í Trékyllisvík mest alla sína kvíði því samt ekki mikið. Bær í Trékyllisvík. Myndir / VH Pálína og Gunnar á Bæ: Hætta búskap og breyta til Bændum í Trékyllisvík fer fækk- andi og á það bæði við eldri bændur og þá sem yngri eru. Pálína Hjaltadóttir og eigin- maður hennar, Gunnar Dalkvist Guðjónsson, tóku við helmingn- um af búi foreldra hennar árið 2000 en hætta búskap í haust. Þegar mest var voru þau með um 700 kindur á fóðrum en fækkuðu fénu í 350 síðastliðið haust. Þau voru einnig með kýr fyrir heimilið um tíma en hættu með þær 2005 vegna þess hversu erfitt var að fá dýralæknaþjónustu. „Ef kýr veikj- ast þá veikjast þær oft illa og erfitt að fá hingað dýralækni, sérstaklega yfir vetrarmánuðina.“ Pálína og Gunnar eiga tvö börn, Anítu Mjöll og Magneu Fönn, sem eru átta og níu ára gamlar. Langar að breyta til Gunnar og Pálína segja að þegar þau voru með flestar kindur hafi þær talist margar á stærðargráðu Árneshrepps en ekki á landsvísu. „Búskapurinn hefur gengið mjög vel en okkur langar til að gera eitt- hvað annað og fá tilbreytingu í lífið og þess vegna ætlum við að hætta búskap í haust og flytja í Voga á Vatnsleysuströnd. Við vitum reynd- ar hvorugt hvað við förum að gera og það kemur bara í ljós seinna. Við erum búin að selja tækin og megnið af bústofninum á fæti en einhverjum kindum verður slátrað í haust og jörðin og húsin eru komin á sölu.“ Búskapur borgar sig Pálína og Gunnar eru sammála um að það sé fjárhagslega dýrt að hefja búskap en að það hafi verið auðveldara fyrir þau en marga aðra þar sem þau hafi tekið við búinu í rekstri. „Það er svo sem líka dýrt að kaupa sér húsnæði í Reykjavík og ef vel er gert borgar rekstur bús- ins sig léttilega og vel hægt að lifa góðu lífi á búskap,“ segir Gunnar. Bær hefur verið í sölu í nokkra mánuði en ekki hefur enn borist tilboð í jörðina. Ungu hjónin á Bæ segjast ekki eiga von á því að þeir sem koma til með að hafa áhuga á jörðinni geri það með sauðfjárbú- skap í huga. „Í dag eru tvær jarðir á Ströndum til sölu til búskapar, Stóra Fjarðarhorn og Bræðrabrekka í Kollafirði, og mér skilst að það hafi ekki borist neinar fyrirspurnir um þær. Við reiknum því með að ef jörðin selst verði það til aðila sem tengjast ferðamennsku.“ /VH Bær. Pálína Hjaltadóttir og Gunnar Dalkvist Guðjónsson, núverandi ábúendur á Bæ í Trékyllisvík. Mynd / VH
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.