Bændablaðið - 23.06.2016, Blaðsíða 47
47Bændablaðið | Fimmtudagur 23. júní 2016
Á
R
N
A
S
Y
N
IR
Í nýjasta afbrigði MultiOne situr stjórnandinn
á aftari hluta vélarinnar, sem er gríðarlega
sveigjanleg og lipur þegar pláss er af
skornum skammti. Þessi fyrirferðarlitla vél
lyftir rúmlega sinni eigin þyngd en lyftigeta
er frá 1200-2650 kg. – geri aðrir betur.
Klettur kynnir með stolti nýtt
tæki úr MultiOne SD línunni
Með tilkomu MultiOne SD eru möguleikarnir enn fleiri þegar velja
á tæki við hæfi, hvað varðar staðsetningu stjórnanda á tækinu.
Hjá Kletti færðu lausnir fyrir allar aðstæður.
Hafðu samband við sölumenn í síma 590 5156 og kynntu þér
möguleika þessara þægilegu og fjölhæfu véla.
smá sýnishorn af trjám og runnum,
svona það helsta sem þarf að vera til
af því harðgerðasta fyrir sumarhúsa-
lóðina og garðinn. En ég var ákveðin
í því að vera með sérstöðu í fjölærum
blómum, til að allir landsmenn sem
áhuga hafa á þeim yrðu að koma til
mín – þó ekki væri nema einu sinni
til að sjá úrvalið.“
Úrval fjölæringa
einstætt norðan Alpafjalla
„Nú er svo komið að áhugi minn
á fjölæringum hefur orðið til þess
að lagerinn hér telur hátt í 1.200
nöfn núna og þarf ég að fara að
henda út einhverju sem hvorki vill
lifa eða deyja. En það er töluverð
rannsóknarvinna sem liggur í þessu
og standa hátt í 3.500–4.000 nöfn á
bak við þennan lager minn af fjöl-
æringum.
Hingað hafa komið kennarar frá
dönskum og norskum garðyrkjuskól-
um og telja þeir að norðan Alpafjalla
sé ekki að finna neina aðra stöð sem
ræktar og selur slíkt úrval af fjölær-
ingum á sama stað.
En svo er líka töluvert úrval hér af
sumarblómum, kryddi og grænmeti,
en þar er ég svo ánægð með mynturn-
ar mínar. Þeim fer sífellt fjölgandi
og var ein að koma í hús sem von-
andi lifir og fer í sölu næsta sumar,
en það er sítrónumynta. Fyrir er ég
með ananasmyntu, jarðarberjamyntu,
eplamyntu, myntu, piparmyntu, app-
elsínumyntu, súkkulaðimyntu og
myntublóðberg – en hún er best í
mojito.“
Sædís segir mjög eftirsóknarvert
að rækta jarðarber um þessar mund-
ir. „Þetta hefur verið svona í ár og
undanfarin ár líka. Glíman er sú sort
sem var valin hér á Hvanneyri fyrir
um 30–35 árum en hún er sérlega góð
til að lifa á Íslandi og ná að mynda
blómvísa við okkar verðurskilyrði.
Til að ná góðum árangri verður þó
að fara eftir ákveðnum leiðbeining-
um og við látum viðskiptavininn fá
slíkar leiðbeiningar með sér þegar
hann hefur keypt plöntur. Svo er
bara gaman að vera með „einnota“
sortir og hafa í kerjum og körfum, fá
þá mikið magn berja og þurfa ekki
að hafa áhyggjur af vetrinum, tilvalið
fyrir þá sem hafa bara svalir eða palla.
Í blómunum koma líka tísku-
sveiflur og ef það kemur skemmtileg
umfjöllun um einhverja ákveðna sort
að vori þá selst hún gjarnan upp strax.
Ég verð mjög mikið vör við að fólk
er fastheldið, það er, að ef það kemst
upp á lagið með að nota eitthvað – og
verður ánægt með það – þá velur það
það gjarnan aftur og aftur, því það
virkar. Þannig sé ég að sama fólkið
sækir sér stórar og stæðilegar petoníur,
tóbakshorn og eina snædrífu í kerið
sitt og er bara svellandi ánægt. Svo
eru aðrir sem vilja alltaf prófa eitthvað
nýtt og er ég sennilega þar fremst í
röðinni. Raða saman sem flestu til að
fá sem mesta litadýrð og njóta í botn.“
Góður undirbúningur
og gott skipulag
Sölutíminn yfir almanaksárið á garð-
yrkjustöð eins og á Gleym-mér-ei er
ekki langur, en undirbúningstímabilið
er annasamt og langt.
„Ræktun sumarblómanna hefst í
janúar og þá þarf að sjálfsögðu að fylla
öll húsin – og þó það bætist við stærra
hús þá er það líka fyllt. Þetta er gert
samviskusamlega til loka maímánað-
ar, þegar síðasta sáningin er prikluð
og stærstu plöntunum pottað upp. Því
sumu þarf að umpotta allt að þrisvar
sinnum, allt eftir því í hvaða stærð
plantan á að seljast. Þá er viðskipta-
vinurinn farinn að kíkja í heimsókn og
hefst þá sölutíð og er það oftast eins
og núna – mikil örtröð og vertíðar-
bragur á stöðinni því nú þarf að selja
sem flest og ná inn ársrekstrinum á
nokkrum vikum.
Ég tók þá ákvörðun að hækka ekki
verð síðustu þrjú árin – og það hef
ég gert í rauninni til að verðlauna
viðskiptavini mína fyrir að nenna að
koma hingað og versla. Salan stendur
að mestu yfir frá maí til ágúst, eftir
veðri þó.
Í byrjun júlí, er byrjað á að fjölga
og raða öllu upp á nýtt sem er úti og
þarf ég að ná að endurraða og fjölga
í fjölæringunum og runnunum fyrir
frost og er það töluvert kapphlaup að
ná því líka.
Svo þegar ég frýs úti og verð að
hætta þá er öll skráningavinna fram
undan, skiltagerð og bókhald. Svo það
er mikið að gera á svona gróðrarstöð
þar sem fáir starfsmenn eru.
Þegar þetta allt er búið á ég alveg
eftir að taka sumarfrí, svo það verður
að vera um jólin.“
Þakklát og hógvær
„Ég er þakklát öllum þeim sem hafa
rétt mér hjálparhönd í gegnum tíðina
og ég þyrfti heila bók til að nefna öll
nöfnin sem hér hafa komið og tekið
til hendinni part úr degi eða lengur,“
segir Sædís þegar hún er spurð um
hvað sé henni efst í huga á þessum
tímamótum. „Þeir sem standa mér
næst hafa reynst mér best og kann
ég þeim mínar bestu þakkir fyrir allt
og allt.“
Hún segist ekki ætla að gera dagamun
í tilefni afmælisins, heldur bara að
vera á staðnum og njóta dagsins og
leyfa fólkinu sínu og viðskiptavinun-
um að njóta hans með henni.
/smh
| S t r ú k t ú r e h f | w w w . s t r u k t u r . i s | s t r u k t u r @ s t r u k t u r . i s |
| Þ v e r h o l t i 2 | 2 7 0 M o s f e l l s b æ | S í m i : 8 6 0 0 2 6 4 & 6 9 6 0 0 0 8|
KÆRU SIGRÍÐUR OG JÓHANN
TIL HAMINGJU MEÐ NÝJA FJÓSIÐ OG TAKK FYRIR SAMSTAFRIÐ Í
ÞESSU FRÁBÆRA VERKEFNI