Bændablaðið - 06.07.2017, Side 38

Bændablaðið - 06.07.2017, Side 38
38 Bændablaðið | Fimmtudagur 6. júlí 2017 Prjónagleðin 2017 var haldin á Blönduósi nýverið. Tæplega 70 skráðu sig á námskeið og fyrirlestra sem öll gerðu góða lukku enda er lögð áhersla á að fá hingað færustu kennara og fyrirlesara. Kennarar leggja metnað sinn í að vera með stutta og skýra framsetningu svo allir geti lært sem mest. Anne Eunson frá Hjaltlandseyjum var í hópi kennara, en hún hefur komið á þær tvær Prjónagleðishátíðir sem áður hafa verið haldnar. Þykir hún ein harðasta prjónakona sem sögur fara af hér á landi. Hún hefur gengið svo langt í prjóni að hún prjónaði girðingu í kring um garðinn sinn með blúnduprjóni. Prjónagleðiskonur sem rita pistil um nýjustu hátíðina velta fyrir sér hvort húnvetnskir bændur muni ef til vill leika sama leikinn. Áhugaverðir fyrirlestrar Fyrirlesturinn „Dætur mínar skulu allar fá að læra að skrifa“, saga Kvenna skólans á Blönduósi 1879–1978, sem Iðunn Vignisdóttir sagnfræðingur flutti, hlaut verðskuldaða athygli þeirra sem heyrðu. Það sama má segja um merkilegan fyrirlestur Ásdísar Jóelsdóttur lektors um upphaf íslensku lopapeysunnar en hún vann rannsóknarverkefni um efnið á vegum Heimilisiðnaðarsafnsins á Blönduósi, Hönnunarsafns Íslands og safnsins að Gljúfrasteini. Nýtt var að þessu sinni að bæta hekli við hátíðina en Tinna Þórudóttir Þorvaldar er sú sem hefur haft veg og vanda að því að gera hekl að þjóðarsporti í hannyrðum. Hún flutti „prjónagraff“ bæði til Íslands og Danmerkur á sínum tíma. Hennar fyrirlestur fjallaði um þau áhrif sem Havana hefur haft á sköpun hennar í hekli. Opið var inn á sölubása og veitingasölu og myndaðist skemmtileg stemning þar. Alls 19 aðilar mættu með vörur sínar og listmuni. Einnig voru sýnd vinnubrögð og deild út reynsla til allra sem áhuga höfðu á, beint úr básunum. Gerður var góður rómur af þeim vörum og því fólki sem var í básunum og má segja að þarna hafi verið saman kominn þverskurður af íslensku prjóni og vörum tengdum prjóni. „Flytjanlegt textílhótel” Fyrir utan spennandi námskeið og fyrirlestra var haldin prjónahönnunarkeppni sem tengdist verkefni sem Textílsetrið er þátttakandi að ásamt Fanø í Danmörku og Orkanger í Noregi. Verkefnið kallast „Færanlegt textílhótel“ og hafa þessar þrjár prjónahátíðir hlotið styrk frá Norræna menningarsjóðnum til að vinna undirbúningsvinnu fyrir hótelið. Þrír arkitektar frá arkitekta- stofunni Norrøn mættu á svæðið og kynntu verkefnið. Þessi arkitektastofa er margverðlaunuð fyrir nákvæma rannsókn á samfélagi og menningu þeirra í nærumhverfi þeirra verkefna sem þeir eru að vinna að, sem þeir nýta síðan í hönnunina. Þeim var það mjög mikilvægt, að sögn, að hafa komið, upplifað stemninguna, heimsótt námskeiðin, skoðað þær hugmyndir sem komu í samkeppninni og svo ekki sé talað um að þeir lærðu að fitja upp á, prjóna og fella af! Þeir sögðu að það væri allt önnur útkoma að upplifa þetta sjálfir en að lesa og teikna við borðið í Kaupmannahöfn. Sigrún Indriðadóttir á Stórhól í Skagafirði vann keppnina en í allt tóku 12 manns þátt. Hennar tillaga þótti listræn, spennandi áferðir og hún sýndi grunnhráefni okkar, sem er ullin, á einstakan hátt. Þeir fóru með allar tillögurnar með til að nýta í hönnuninni. Síðar fara þeir á hinar hátíðirnar, bæði í Noregi og Danmörku. Prjónagjörningur Einn hluti dagskrárinnar var Prjónagjörningur, en Kerstin Lindstrøm, sænskur listamaður sem dvelur í textíllistamiðstöðinni á Blönduósi, hóf það verkefni fyrir allmörgum árum í samvinnu við alþjóðlegan félagsskap sem kallast Gavstrik. Félagar þess prjónuðu hver sinn rauða bútinn sem síðar var settur saman í Færeyjum. Hugmyndin fæddist eftir að hún hafði setið lengi við tölvu en þá uppgötvaði hún að lítið lægi eftir hana og hugsaði þá um tímann og hvernig við verjum honum. Í framhaldi af því hugsaði hún að prjón er eins og klukka, hver lykkja eins og sekúnda og prjón skilur alltaf eitthvað eftir sig. Prjónagjörningurinn hefur að auki farið til Hjaltlandseyja, Kanada, Parísar og Svíþjóðar. Hvert land hefur sinn lit. /MÞÞ Þrjár skeleggar systur, Stína Gísladóttir, Rúna og Edda Gísladætur. Þær puntuðu upp á hátíðina hvar sem þær voru. Sigrún Helga Indriðadóttir og þótti hennar tillaga listræn, sýna mismunandi áferðir og vera frumleg. Verðlaunin voru eitt námskeið að eigin vali, hátíðar- kvöldmatur og aðgangur að Prjónagleði 2018. Síðan fengu allir þátttakendur tvær dokkur af léttlopa, bundnar inn í laxaskinn frá Tannery Visitor Center – Gestastofa Sútarans sem styrktu keppnina auk Ístex. Einbeittir nemendur Helgu Jónu Þórunnardóttur við vinnu sína. Handavinnukennari að sunnan tók til sinna mála og kenndi Jakob og Poul að prjóna. Allt lagt á sig til að punta bæinn með lagði á sig að klifra upp á ruslafötu til að allt færi nú sem best. Poul, Jakob og Marco, allir arkitektar frá arkitektastofunni Norrøn, komu og kynntu verkefnið „Flytjanlegt textílhótel“ sem Textílsetur Íslands – The Icelandic Textile Center er þátttakandi í ásamt Fanøfestivalen í Danmörku og Orkanger í Noregi. Þeir sögðu líka frá hugmyndinni um að halda prjóna- hönnunarsamkeppni á þessum þremur prjónahátíðum.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.