Bændablaðið - 06.07.2017, Blaðsíða 50

Bændablaðið - 06.07.2017, Blaðsíða 50
Bændablaðið | Fimmtudagur 6. júlí 201750 Það má með sanni segja að við sauðfjárbændur bíðum með kvíð- boga í maganum næsta hausts og næstu sláturtíðar. Ég hellti mér upp á góðan kaffi- bolla áður en ég las greinarnar á bls. 50 í nýlegu Bændablaði. Ég byrjaði á Guðna Ágústssyni, þar telur hann upp þær byggðir sem sverfi að en tekur svo Skagafjörðinn út fyrir sviga og skellir á úldnum brandara um skagfirska efnahagssvæðið og segir að við sem þar búum stöndum sterk þess vegna. Þar fór það. Skagafjörður byggist vestan af Skaga upp í Lýtingsstaðahrepp og út í Fljót; þar sem ég bý á fremsta bæ í Stíflu og austasta bæ í Skagafirði, Þrasastöðum. Þar sem ég þekki til þessara svæða er ekki eitthvað sérstakt efnahagssvæði sem heldur okkur uppi. • Það liggur fyrir okkur að 65% greiðsla af innleggi sauðfjár kemur til okkar í haust eftir einhverja skerðingu frá fyrri árum og 35% einhvern tímann seinna. • Aukaskerðing verður á skrokka yfir 16,5 kg • Við búum við lélegar samgöngur og slæma malarvegi • Við höfum fylgst með byggðinni dragast saman og sjáum ljós slokkna á bæjum • Við upplifum samdrátt í skólamálum • Gagnslausar eða engar nútíma tæknitengingar; ljósleiðari • Við eigum ekkert í innlenda eða erlenda auðmenn þegar kemur að jarðakaupum Svoleiðis er það og gætu einhverjir bætt á þennan lista í Skagafirði og annars staðar á landinu. Þegar talað er um skagfirska efnahagssvæðið er átt við KS. Kaupfélag Skagfirðinga (KS) er fyrirtæki innan héraðs sem sagt er að standi vel og geti því búið yfir eða í sérstöku efnahagssvæði. Út úr þessu efnahagssvæði fer ekkert sem þykir ekki arðvænlegt. Það er ekki fyrir skagfirska efnahagssvæðið sem við stöndum sterk eða sterkari en aðrir. Við stöndum öll, hvar á landinu sem er, sterk ef við viljum svo við hafa. Sauðfjárbyggðir hrópa sannarlega á hjálp. Við viljum ekki vera betlikerlingar eða sveitaómagar, við viljum sanngirni og virðingu fyrir því sem við gerum. Við leggjum mikið á okkur að fá að búa þar sem við búum. Í okkur býr frjáls Íslendingur sem er stoltur af landinu sínu og ræktar það af metnaði. Við skiljum ekki afhverju Íslendingar, útlendingar, ferðamenn, kokkar og fjölskyldur velja ekki góða hreina kjötið sem við erum að framleiða af svo mikilli ástríðu og gleði. Bændur taka lán og versla í búðum, þeir nýta sér þjónustu af öllu tagi, bændur syngja í kórum og taka þátt í félagsstörfum, þeir reka fyrirtæki, eignast börn, kaupa sér utanlandsferðir, flokka, rækta, læra, yrkja, spila fótbolta og bridds. Greinarnar báðar á bls. 50 eru góðar og þarfar og vil ég þakka bæði Guðna Ágústssyni og Herði Jónassyni fyrir að sýna málaflokknum áhuga og vekja máls á stöðu byggðarinnar og sauðfjárræktarinnar í landinu. Íris Jónsdóttir Þrasastöðum Sauðfjárbændur hrópa á hjálp Í vetur hef ég tvisvar skrifað pistla í Bændablaðið þar sem ég hef gagnrýnt B.Í. fyrir tregðu til að upplýsa bændur um fjárhagsmálefni samtakanna eins og sundurliðaða ársreikninga o.fl. Er skemmst frá því að segja að þar var talað fyrir svo daufum eyrum að um fullkomið heyrnarleysi er að ræða. Þá gerði ég (í Bbl. 23. feb.) athugasemdir við það að bændur skuli skyldir til að kaupa afnot af forritum B.Í. eins og Jörð, Huppu og Fjárvís sem samtökin eiga og hafa frjálsar hendur um verðlagningu á; hafa raunar ákveðið að þeir sem greiða aðildargjaldið til B.Í. fái 30% afslátt af listaverðinu. Ég spurði einnig hvort ráðuneytið hefði samþykkt og staðfest gjaldskrána, en hef engin viðbrögð fengið. Með eftirgrennslan í ráðuneytinu hef ég komist að því að hægt er að fá takmarkaðan aðgang að þessum forritum á u.þ.b. hálfvirði þar sem unnt er að fullnægja skráningarskyldunni. Og viti menn, þá verðskrá má finna á heimasíðu B.Í. en svo vel er hún falin að starfsmenn Búnaðarsamtaka Vesturlands höfðu t.d. ekki hugmynd um hana þegar ég sagði þeim frá þessu. Ekki fer á milli mála að með þessu ráðslagi eru forsvarsmenn B.Í. að reyna að fá sem flesta til að greiða aðildargjaldið án þess að hafa vitneskju um þennan kost. Við þetta má bæta litlu dæmi um ásælni B.Í. Aldraður bóndi fékk frá samtökunum reikning fyrir afnot af forritinu jord.is. Hann hvorki á tölvu né hefur færni til að nota forritið og hefur því auðvitað ekki óskað eftir að fá aðgang að því. Trúlega eru fleiri í þeirri stöðu. Forsvarsmenn Bændasamtaka Íslands láta í ræðu og riti sem þeir séu sem útspýtt hundsskinn við að gæta hagsmuna bænda en framanritað leiðir í ljós þá ömurlegu staðreynd að þeir eru reiðubúnir til að leggjast býsna lágt til að hafa af þeim fé, á fölskum forsendum ef ekki vill betur til. Á heimasíðu B.Í. blasir nú við áberandi tilkynning (auðvitað á eftir slagorðinu: Bændasamtökin rækta þinn hag!!!) um að reikningar fyrir jord.is séu á eindaga en ef menn greiða aðildargjaldið, 42.000,- kr. geta þeir náðarsamlegast fengið upphaflegan reikning felldan niður en greiða síðan með afslættinum. Ekki er vikið einu orði að þeim möguleika að fá takmarkaðan aðgang. Nú ættu B.Í. að reyna að klóra aðeins yfir skítinn sinn með því að gera mönnum glögga grein fyrir þeim möguleika að fá takmarkaðan aðgang að þessum forritum og hvað felst nákvæmlega í þeim takmörkunum. Að öðrum kosti tel ég þau rúin allri vild og trausti. Ritað 3. júlí 2017. Guðmundur Þorsteinsson Leyndarhyggja Bænda- samtaka Íslands LESENDABÁS Guðmundur Þorsteinsson Brothættar byggðir bitlaust verkfæri Brothættar byggðir er sértæk aðgerð fyrir smærri byggðakjarna og sveitir landsins, sem á tíðum eru aðilar sem vegna smæðar sinn- ar hafa ekki getað nýtt sér önnur úrræði ríkis og sveitarfélaga til stuðnings byggðaþróunar- og sam- félagsuppbyggingar. Með þessu samstarfi taka ríki, sveitarfélag, stoðkerfi og íbúar höndum saman um eflingu byggðarlagsins. Ekki er meiningin að búa til nýtt lag ofan á stoðkerfið, heldur vettvang þar sem leiddir eru saman kraftar og mynduð einskonar „sérsveit“. Í verkefnislýsingu brothættra byggða, sjá vef Byggðstofnunar, segir meðal annars: „... Verkefnisstjórnin mun leggja niðurstöður stefnumótunar og verkefnisáætlun fram til umfjöllunar hjá aðilum verkefnisins og stýrihópi Stjórnarráðsins um byggðamál , til að tryggja samstöðu um verkefnið. Enn fremur að koma niðurstöðunum á framfæri við stofnanir og fyrirtæki sem hafa áhrif á þjónustustig og þróun viðkomandi byggðarlags til að stuðla að því að ákvarðanir þessara aðila taki mið af áherslum íbúanna. „ Greinarhöfundur hefur verið verkefnisstjóri í verkefninu Skaftárhreppur til framtíðar frá febrúar 2015. Við höfum haldið íbúaþing, íbúafundi, samþykkt framtíðarsýn, gert verkáætlun. Það má fullyrða að íbúar hafi skilað sínu og að auki ítrekað óskað eftir, að stýrihópur Stjórnarráðsins um byggðamál komi að málinu og leggi því lið svo samstaða verði um verkefnið innan stjórnsýslunnar. Í fáum orðum má segja að þar gerist lítið. Meiningin var aldrei að búa til nýtt lag ofan á stoðkerfið. Jæja, sérsveitin varð ekki heldur til. Hins vegar varð til nýr flokkur hagsmunagæslu. Verkefnastjórar hverrar byggðar fyrir sig knýja dyra með málefni frá íbúaþingum. Stundum samhljóða, líkt og samgöngur, fjarskipti og orka, í annan tíma ólík. Við í Skaftárhreppi eigum mikið undir að ríkisjarðir séu setnar, byggðar, nytjaðar. Sjávarbyggðir tala um aflaheimildir. Verkefnastjóri kemur og truflar önnum kafið starfsfólk stjórnsýslunnar. Truflar fólk og segir frá brothættri byggð. Byrjar alltaf á núllreit og festist í lokaðri hringrás. Þegar byggðarlag hefur fengið inngöngu í hóp brothættra byggða – jú, það er sótt um að vera í þeim hópi og samkeppnin er allnokkur – þá breytist lítið sem ekkert í samskiptum við ríkið. Smæðin, fjarlægðin, stærð viðfangsefna. Allt strandar á því að sértæka aðgerðin nær ekki inn fyrir þröskuld stjórnsýslunnar. Ég les og fylgist með fréttum frá Árneshreppi á Ströndum. Íbúar færri en fimmtíu og fer fækkandi. Klárlega brothætt byggð, en mér þykir leitt að segja það, ég sé engan veginn að verkfæri brothættra byggða, eins og ég hef kynnst þeim, muni koma að notum. Kannski þykir einhverjum ljótt að íbúi í Skaftárhreppi hafi skoðun á hvað gangi í Árneshreppi. Hvað gæti komið að notum og hvað ekki. Það verður svo að vera, ég hef meiri þekkingu á verkfærunum en hreppnum. Ég veit hvað hefur verið erfitt og hvað hefur verið auðveldara. Verkefnisstjórnir, starfsfólk Byggðastofnunar og íbúar hafa róið í sömu átt en stjórnsýslan hreyfist ekkert. Þegar ég hitti landbúnaðarráðherra í vor þá hafði hann meiri áhuga á að ræða um nafnið, brothætt byggð, en verkefnið og þau mál sem þarfnast úrlausnar í ráðuneyti og stofnunum þess. Samgöngur, orkumál, f jarskipti , hei lsugæsla, sjúkraflutningar. Þetta eru mála- flokkar sem brenna á íbúum brothættra byggða. Þeir geta margt en það er óeðlilegt að sveitarstjórnir, líkt og í Svalbarðshreppi, þurfi að grípa til þeirra örþrifaráða að fjármagna vegabætur til að íbúar komist til og frá vinnu. Af virðingu við íbúa Skaftárhrepps sem búa allflestir við malarvegi þá læt ég vera að minnast á ástand veganna. Víða er vegstæðið eitt eftir, allt annað er löngu rokið í veður og vind. Ef það er eitthvað sem ég hef lært á rúmum tveimur árum þá er það að stjórnsýslan, ríkið og stofnanir/ fyrirtæki þess, var engan veginn búin undir þessa sértæku aðgerð. Ég skrifa VAR og get fullyrt að hún ER það ekki enn. Eirný Vals verkefnisstjóri Skaftárhrepps til framtíðar Kirkjubæjarklaustur. Mynd / HKr. Orkugerðin endurvinnur aukaafurðir frá slátrun og kjöt- er til eldneytisgerðar. Orkugerðin ehf. óskar eftir framtíðarstarfsmanni í verk- smiðju félagsins sem staðsett er í Heiðargerði í Flóa hreppi (10 km austan við Selfoss). Við leitum af dugmiklum og úrræðagóðum einstaklingi til fjölbreyttra starfa. og búnaði ásamt viðhaldi á tækjum. Unnið er á tvískiptum vöktum og heildarlaun með vakta- vinnukaup fyrir vinnu umfram vaktir. Hæfniskröfur: » Reynsla af vélaviðgerðum og rekstri véla er skilyrði. » er kostur. » Sterk öryggis- og umgengnisvitund. » » Almenn tölvukunnátta og lyftarapróf er kostur. » Sjálfstæð og öguð vinnubrögð. Umsóknir ásamt ferilskrá sendist á orkugerdin@orkugerdin.is ~ Frekari upplýsingar veitir Ívar í síma 482 3553 ~ KANNT ÞÚ Á VÉLAR?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.