Bændablaðið - 06.07.2017, Blaðsíða 4

Bændablaðið - 06.07.2017, Blaðsíða 4
4 Bændablaðið | Fimmtudagur 6. júlí 2017 Ölgerðin kaupir Kú mjólkurbú: Svipaðri framleiðslu verður haldið áfram – undir sama vörumerki og nýjar vörur eru í þróun Eins og fram kom í fréttum um miðjan júní síðastliðinn hefur Ölgerðin keypt Kú mjólkurbú. Ætlunin er að reka mjólkurbúið áfram með svipuðu sniði og byggja á hágæða handverki. Kú mjólkurbú var stofnað árið 2009 af þeim Ólafi M. Magnússyni, og Tómasi Kr. Sigurðssyni. „Ölgerðin er alltaf að leita að spennandi tækifærum og mjólkur- markaðurinn hefur verið í athugun hjá okkur í nokkuð langan tíma,“ segir Októ Einarsson, stjórnarfor- maður Ölgerðarinnar. „Við höfum mikinn áhuga á því að skapa fjölbreytni á þessum markaði bæði varðandi það að auka samkeppni á honum ásamt því að við höfum verið að þróa nýjar og spennandi vörur sem munu koma á markað á næstu mánuðum. Kú er lítið mjólkurbú sem mun byggja á hágæða handverki við framleiðslu á sínum vörum. Íslenskir bændur framleiða fyrsta flokks vörur og erum við sannfærð um að þeirra afurðir muni skapa fjölmörg tæki- færi fyrir Kú til þess að koma með nýjungar á mjólkurmarkaðinn til hagsbóta fyrir íslenska neytendur,“ segir Októ. Hann segir að öll framleiðsla Ölgerðarinnar á vörum sem innihalda mjólkurafurðir muni fara fram hjá Kú mjólkurbúi og svo lengi sem íslenskir kúabændur framleiði næga mjólk sé ekki ekki fyrirhugað að flytja inn mjólkurvörur af neinu tagi til frekari vinnslu hér. /smh Ísey skyr – nýtt vörumerki MS Öllu var tjaldað til í Heiðmörk fimmtudaginn 22. júní þegar MS hélt stórglæsilegt partí til að fagna nýju alþjóðlegu vörumerki í skyri. Á næstu vikum og misserum mun Skyr.is, sem Íslendingar þekkja vel, hverfa úr hillum og í staðinn kemur Ísey skyr. Við val á nýju nafni vildi fyrirtækið leitast við að halda fast í tengingu skyrsins við Ísland, það átti hafa íslenskan staf og vera bæði stutt og einfalt. Til að heiðra konur landsins sem miðluðu þekkingu á skyrgerð til dætra sinna í gegnum aldirnar og til að endurspegla þennan íslenska bakgrunn og sögu skyrsins heitir skyrið okkar nú Ísey skyr, en Ísey er séríslenskt kvenmannsnafn sem vísar í eyjuna Ísland. Til að fagna þessu nýja nafni var blásið til mikillar veislu í Heiðmörk og var helstu viðskiptavinum, erlendum samstarfsaðilum og góðum gestum boðið í veisluna. Boðið var upp á glæsilegar veitingar þar sem skyrið var m.a. notað í sósur, eftirrétti og kokteila og skemmtu auk þess nokkrir af vinsælustu tónlistarmönnum þjóðarinnar, Emmsjé Gauti, Sísí Ey, Amabadama og Júníus Meyvant. Woody Tasch, stofnandi Slow Money-hreyfingarinnar, hélt fyr- irlestur hér á landi fyrir skömmu þar sem hann kynnti hugmynd- ir sínar um fjárfestingar í mat- vælaframleiðslu og stuðning við matarfrumkvöðla. Slow Money-hreyfingin talar fyrir því að fjármagnseigendur noti minnst 1% af fjármunum sínum til að byggja upp framleiðslu matar með áherslu á heilnæmu hráefni og sjálfbærri þróun. Tasch segir að megin ástæða þess að hann tali um 1% sé að fyrsta prósentið sé yfirleitt það erfiðasta að fá til að leggja fram. „Að taka ákvörðun um að leggja fé í langtímafjárfestingu og oft lít- inn ágóða eins og vill verða í mat- vælaframleiðslu er mörgum fram- andi hugsun. Það er því best að byrja smátt. Slow Money er ekki fjárfestinga- sjóður, ekki með neina stjórn og tekur ekki þóknun fyrir sitt fram- lag. Hugmyndin er einfaldlega að fá fólk og fjárfesta til að leggja sjálft fé til staðbundinnar matvælafram- leiðslu milliliðalaust. Yfirleitt er um að ræða lán á lágum eða jafnvel engum vöxtum til langs tíma sem gerir litlum framleiðendum kleift að hefja framleiðslu, auka við tækja- búnað, kaupa land eða að gera frum- kvöðlum kleift að hrinda hugmynd- um sínum í framkvæmd. Á Íslandi gætu lán af þessu tagi einnig átt við um minni sjávarútvegsfyrirtæki og trillusjómenn.“ Menningararfleifð og uppbygging nærsamfélaga Tasch sagði í samtali við Bændablaðið að hugmyndin að baki Slow Money sé að hluta til byggð á Slow Food-hreyfingunni. Bakgrunnur Tasch er í fjármálageir- anum og hann var eigandi og sá um rekstur fjárfestingasjóðs á níunda áratug síðustu aldar en gjaldkeri fyrir umhverfisverndarsamtök í New York á þeim tíunda. Hann segist lengi hafa haft áhuga á langtíma- fjárfestingum og áhrifum þeirra á samfélagið. „Aldamótaárið 2000 heimsótti ég höfuðstöðvar Slow Food á Ítalíu og varð mjög hrifinn af þeirra hug- myndafræði. Í kjölfarið fór ég að velta fyrir mér af hverju ekki væri hægt að hugsa um peninga á sama hátt. Þolinmótt fjármagn sem hægt er að nota til að styrkja og efla stað- bundna matvælaframleiðslu og um leið nærsamfélagið.“ Árið 2008 sendi Tasch frá sér bók sem kallast Inquiries into the Nature of Slow Money: Investing as If Food, Farms and Fertility Mattered og fjallar um hugmyndina að baki Slow Money. „Með slíkri fjárfestingu, hvort sem hún er í landbúnaði, heimavinnslu eða lítilli útgerð, er jafnframt verið að hlúa að menn- ingararfleifð, heilsu neytenda og uppbyggingu nærsamfélaga.“ Þess má geta að að Slow Money var valið ein af fimm markverð- ustu stefnum í fjárfestingageiranum af www. entrepreneur.com sem er heimasíða sem leggur áherslu á frum- kvöðlastarf. Slow Money víða um heim „Á þeim átta árum sem liðin eru frá fyrstu fjárfestingunni í anda Slow Money hafa fjárfestar í Bandaríkjunum, Kanada, Ástralíu, Sviss, Belgíu og Frakklandi beint ríf- lega 57 milljónum bandaríkjadala í 600 fyrirtæki í landbúnaði eins og mjólkur- og korniðnaði, í lífrænni og staðbundinni framleiðslu og í veitingarekstri,“ segir Tasch. Innlend framleiðsla mikilvæg Tasch segir áhugavert hversu mikið af þeim matvælum, kjöti og fiski, sem Íslendingar neyta, sé innlend framleiðsla. „Í Bandaríkjunum og víðar um heim er staðbundin mat- vælaframleiðsla aðeins lítill hluti af þeim mat sem fólk borðar og sérstaða Íslands því mikil og eitthvað sem er mjög dýrmætt. Vitund fólks fyrir uppruna fæðunnar er sífellt að aukast. Fólk vill í auknum mæli vita hvaðan maturinn kemur og hver framleiðir hann.“ Það var frumkvöðlafyrirtæk- ið Spor í sandinn, í samvinnu við Matarauð Íslands, Slow Food Reykjavík, Sólheima, Flow Meditation, Sjávarklasann, Icelandic Startups og fleirum sem stóðu fyrir komu Tasch til landsins. Að sögn Hjördísar Sigurðardóttur, framkvæmdastjóra Spor í sandi, er talsverður áhugi fyrir stofnun Slow Money hreyfingar á Íslandi sem stuðlað gæti að uppbyggingu stað- bundins matarauðs og aðstoð við matarfrumkvöðla. /VH Fjárfesting í nærandi nýsköpun: Langtíma fjárfesting í matvæla- framleiðslu og frumkvöðlastarfi FRÉTTIR Októ Einarsson, stjórnarformaður Ölgerðarinnar, og Guðni Þór Sigurjóns- son, framkvæmdastjóri Kú mjólkurbús. Mynd / smh Mynd / VH
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.